Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 19
fréttir vikunnar 19 Helgin 15.-17. mars 2013 Fjölmiðlar Konur á ritstjórastóli í fjölmiðlum 5 konur – 130 karlar byggt á frá upphafi fjölmiðlunar er sprottið úr menningarheimi karla því þangað til fyrir um fjörutíu árum var það fáheyrt að kona skrifaði fréttir. Enn þann dag er hlutfall kvenna á fréttarit- stjórnum einungis um þriðj- ungur á heimsvísu og vart betri hér á landi. Á fréttaritstjórn Morgunblaðsins er ein kona og um tíu karlar. Á vísi.is er engin kona í fréttum. Þær sögur sem taldar eru fréttnæmastar hverju sinni (því fréttir eru í eðli sínu sögur af viðburðum sem ýmist hafa gerst eða eiga hugsanlega eftir að ger- ast) eru þær sem sprottnar eru úr menningarheimi karlanna. Pólitík, efnahagsmál, viðskipti. Þó svo að þetta séu mikil- væg mál eru mörg önnur mál að minnsta kosti jafn mikilvæg í því samfélagi sem við búum í í dag. Hin svokölluðu „mjúku mál“, sem eru í eðli sínu alls ekkert mjúk. Hvað er mjúkt við kynferðisbrot gegn börnum? Hvað er mjúkt við „týndu börn- in“, stúlkurnar sem selja sig og drengina sem neyðast út í afbrot til að fjármagna neyslu? Þetta eru grjóthörð mál – sem varða samfélagið sem við búum í. Mál sem varða okkur öll. Mál, sem konur virðast, einhverra hluta vegna, áhugasamari um að skrifa um. Og ef yfirmenn þeirra fáu kvenna sem skrifa fréttirnar eru eingöngu karlar, er hætta á því að þeir séu of fastir í gömlu, djúpu hjólförunum sem hefð- bundið fréttamat er. Við þurfum konur til að skilja konur – sem skilja samfélagið – og endurvarpa því sem þar fer raunverulega fram. Í heimi okkar allra. Ekki bara í karla- heiminum. 80 milljónir króna tekjuaukning verður hjá Íbúðalánasjóði við það að eindagi lána færist frá 15. hvers mánaðar til 4. hvers mánaðar. Hver lánþegi verður af allt að 150 krónum á ári við þetta. 5.000.000 króna krefst Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við Krossinn, í greiðslu frá aðstandendum Pressunnar auk þess að fréttir um hann er tengjast ásökunum um kynferðisbrot verði fjarlægðar af vefnum. BAMBUS ÞYKKNI Nýja NIVEA Volume Sensation línan inniheldur náttúrulegt þykkni sem unnið er úr bambus. Bambus er þekktur fyrir að gefa hárinu sterkt en jafnframt sveigjanlegt hald. Formúlan sem notuð er styrkir hárið við ræturnar til að ná fram aukinni fyllingu og lyftir því enn frekar. NIVEA Volume Sensation sjampóið er fullkominn grunnur fyrir fallega fyllingu. Gegnsæ formúla þess hreinsar og nærir án þess að þyngja hárið. Án sílíkons. NÝTT Með nýju NIVEA Volume Sensation hárnæringunni getur þú loksins fengið bæði létta fyllingu og silkimýkt í hárið. Átta af tíu konum sem spurðar voru staðfesta að hárið þyngdist ekkert!* Þú getur upplifað mýktina og að auðvelt er að greiða hárið. *H ár næ rin ga rp ró f 1 1- 20 11 (Þ ýs ka lan di ), n = 16 4 ko nu r, st að fe st in ga rh lu tfa ll: 8 af 1 0. LÉTTLEIKANDI LYFTING „Þessi stutta drengjagreiðsla hefur á sér nútímablæ með mjúkum, náttúrulegum bylgjum og býður upp á marga möguleika. Hárinu er lyft út til hliðana en ekki upp. Það sama gildir um þessa greiðslu eins og aðrar sem eru í tísku núna; hún er nútímaleg, náttúruleg og meðfærileg.“ ÞOKKAFULL FYLLING „Þetta þokkafulla uppsetta hár er tímalaust útlit sem fer einfaldlega aldrei úr tísku. Það er hægt að vera með svona greiðslu hvort sem maður er með stutt eða sítt hár. Það mun alltaf vekja athygli.“ GLÆSILEG FYLLING „Mjúkt eins og kasmír – þessi greiðsla segir allt sem segja þarf um glæsilegt útlit sem er bæði mjúkt, kvenlegt og meðfærilegt. Með því að bylgja hárið frá andlitinu sýnirðu kvenleika sem þú munt elska. Konur vilja svona hár og karlmenn vilja snerta það – fullkomið!“ GREIÐSLUR MEÐ FYLLINGU SALLY BROOKS SALLY BROOKS, ALÞJÓÐLEGUR HÁRSNYRTIR NIVEA „Lyfting í hári er komin aftur með öllum sínum glæsileika; gljáandi bylgjum, hærri hvirflum og breiðari klippingu. En hvernig er hægt að fá svona stórkostlegar greiðslur án þess að hafa sinn eigin stílista við höndina? Ekkert mál. Með Sally Brooks og nýju NIVEA Volume Sensation línunni ertu alltaf með þína eigin félaga sem auðveldlega gefa helmingi fyllra hár og ná fram stórkostlegri mýkt.“ HELMINGI FYLLRA HÁR Á AUÐVELDARI HÁTT! VILTU HELMINGI FYLLRA HÁR ÁN ERFIÐLEIKA? ÞETTA ERU FÉLAGAR ÞÍNIR! NIVEA Volume Sensation Styling Mousse verndar hárið gegn hitanum úr hárþurrkunni. Það hylur yfirborð hársins með neti efnasambanda sem tvöfalda fyllinguna og veitir þér varanlega en sveigjanlega greiðslu. NIVEA Volume Sensation Styling Spray gefur hárinu langtímafyllingu. Það fær fallegan gljáa og eðlilega hreyfingu. NÝTT Íslendingar hafa alltaf borið höfuðið hátt í samningum sínum við aðrar þjóðir. Þeir hafa mætt viðsemjend- um sínum af fullri einurð, trúir á mátt sinn og málstað og einatt náð að verja hagsmuni sína. Þetta á við um landhelgissamningana á sinni tíð, svo og síðari tíma haf- réttarsamninga. Þetta á einnig við um EFTA-samningana frá sjöunda áratug síðustu aldar. Og þetta á ekki síður við samningana um evrópska efnahagssvæðið frá því fyrir tuttugu árum. Það er sammerkt þessum samn- ingum Íslendinga við aðrar þjóðir að þeir hafa verið strembnir og flóknir og á stundum reynt á þolrifin. Það sem þó öðru fremur einkennir þessa samninga er að þeir hafa skilað landsmönnum betri lífskjörum og meiri hagsæld en áður þekktist hér á landi. Þeir hafa líka opnað samfé- lagið, aukið frelsi í viðskiptum og þeir hafa umfram margt annað gert Ísland samkeppnishæfara og sterk- ara í samfélagi þjóðanna en áður var. Nú ber nýrra við. Talsverður hluti Samningar Íslendinga við aðrar þjóðir Höfuð hátt eða lágt landsmanna virðist ekki lengur þora að semja við helstu nágrannalönd Ís- lands. Hann vill ekki einu sinni sjá hvort þeir samningar, sem þegar eru í gangi, geti skilað landsmönnum betri lífs- kjörum og meiri hag- sæld. Hann vill hætta samningum áður en hugsanlegur ávinning- ur af þeim kemur í ljós. Hann skellir skollaeyrum við þeirri staðreynd að allir milliríkjasamn- ingar okkar hafa hingað til stórbætt þjóðarhag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sögu samninga sinna við aðrar þjóðir. Eng- inn talar lengur fyrir því að Ísland hafi tekið of mikla áhættu í land- helgissamningunum. Enginn talar lengur fyrir því EFTA-samn- ingarnir hafi ógnað innlendri atvinnu- starfsemi. Enginn talar lengur fyrir því að samningarnir um evrópska efnahagssvæðið hafi riðið fullveldi landsins að fullu. Í reynd efast enginn um ávinninginn af þessum téðu samningum. Þess vegna eigum við áfram að semja. Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.