Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 48
48 heilsa Helgin 15.-17. mars 2013 Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsam- legar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð á mann 109.900 kr. ef bókað er fyrir 20. mars. Eftir 20. mars kostar heilsudvölin 121.900 kr. 7 daga heilsudvöl 14.-21. apríl Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring Þ au Guðmundur Pálmarsson og Talya Freeman hafa kennt jóga um nokkurra ára skeið í Yoga- stöðinni við Síðumúla. Fyrir rúmum tveimur árum fóru þau að kenna Með- vitað jóga. Það er aðferð sem þau Guð- mundur og Talya hafa þróað með sér með stöðugri iðkun og námi á ýmsum útfærslum jóga. Iðkandinn lærir að hafa vald á sínum eigin andardrætti og með því að stjórna sínum eigin andardrætti er mögulegt að stjórna sínum eigin huga. Meðvitað jóga er byggt á þremur stefnum innan jóga: Vinyasa krama sem er öndunarmiðuð jógaiðkun, Hatha yoga sem fjallar um vísindi andardráttar og innri orku og loks Raja yoga sem snýr að vísindum hugans. Jóga er lífsspekikerfi Guðmundur byrjaði að iðka jóga þegar hann var 24 ára gamall. Hann byrjaði strax mjög ákafa iðkun og segir það hafa gjörbreytt lífi sínu. „Líf okkar Talyu snýst í rauninni algjörlega um þetta. Jóga er ákveðið lífsspekikerfi sem einstaklingurinn fylgir. Þetta er í rauninni kerfi sem leitar að jafnvægi í hverri athöfn, við erum ekki endilega að leita að hamingju eða einhverju slíku. Við viljum frekar öðlast jafnvægi í daglegu lífi, því sönn hamingja liggur í jafnvægi.“ Talya er sama sinnis. Hún kynntist jóga fyrst þegar hún var 19 ára. Þau segjast bæði hafa verið lituð af kvíða og feimni og átt í miklum erfiðleikum. Jóga hafi átt stóran þátt í að snúa þeirri þróun við. „Þetta snýst um það hvernig við skynjum lífið. Upp- lifun okkar á lífinu er mismunandi. Áður en ég byrjaði í jóga var mitt lífs- viðhorf litað af kvíða og feimni, það hefur breyst mikið. Breytingin var ekki endilega á lífinu heldur frekar á okkur sjálfum.“ Breytt viðhorf til jógaiðkunar Þau hafa bæði iðkað jóga lengi og hafa því mikla reynslu af kennslunni og iðk- uninni. Þau kenna bæði í Yogastöðinni og reyna að skipta með sér námskeið- um eins og þau geta. Þau kenna saman meðvitað jóga en Guðmundur kennir einnig einstaklingsmiðaða jóga iðkun og jóga þerapíu. Þau reyna að nýta sér bæði kosti og galla þess náms sem þau hafa sótt erlendis. Guðmundur líkir hluta af kennslunni sem þau sóttu ytra við skyndibitamat. Kennslan var í fallegum pakkningum en alls ekki næringarrík. „Þú getur orðið saddur af rusli en það þýðir ekki að þú fáir nær- ingu. Við vorum því alls ekki södd og vildum því fá meira. Við leituðum og fundum meira og þá gjörbreytist við- horf til jóga iðkunar og kennslu, allt varð meira og dýpra. Við höfum reynt að nýta okkur það sem við höfum lært í kennslunni hjá okkur.“ Þau leitast við að kenna fólki tækni sem stuðlar að betri líkamlegri heilsu, róar hugann og kemur jafnvægi á tilfinningar til að ná betra jafnvægi milli líkama og sálar í daglegu lífi Bjarni Pétur Jónsson bjarni@frettatiminn.is Áður en ég byrjaði í jóga var mitt lífsvið- horf kvíði og feimni, það hefur breyst mikið.  Heilsa Meðvitað Jóga Jóga gjörbreytti lífinu Guðmyndur og Talya kenna í Yogastöðinni Guðmundur og Talya saman við æfingar í Yoga- stöðinni. Ljósmynd/Hari Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.