Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 58
58 skák og bridge Helgin 15.-17. mars 2013
Skákakademían
Carlsen er kóngurinn
H úrra! Í dag hefst eitt sterkasta skákmót allra tíma: Áskorendamótið í
London. Þar munu átta af bestu
skákmönnum heims keppa
um réttinn til að skora á Vishy
Anand, sem setið hefur á veldis
stóli heimsmeistara síðan 2007.
Næstu þrjár vikur munu augu
allra skákáhugamanna beinast að
orustunni á bökkum Thames – og
stóra spurningin er: Verður næsti
kafli skrifaður í hetjusögu Magn
úsar Carlsen, hins norska frænda
okkar? Carlsen er aðeins 22 ára
en hefur setið í efsta sæti heims
listans í meira en þrjú ár. Hann er
kóngurinn í allra hugum og hann
þarf að ná krúnunni af Anand til
að fullkomna myndina.
Meistararnir átta í London tefla
tvær skákir hver við annan, sam
tals 14 umferðir. Keppendalistinn
er sannarlega glæsilegur, innan
sviga er núverandi staða á heims
listanum:
Stig
Magnus Carlsen, Noregi (1) 2872
Vladimir Kramnik, Rússlandi (2) 2810
Levon Aronian, Armeníu (3) 2809
Teimour Radjavov, Azerbæjan (4) 2793
Alexander Grischuk, Rússlandi (10) 2764
Vassily Ivanchuk, Úkraínu (13) 2757
Petur Svidler, Rússlandi (14) 2747
Boris Gelfand, Ísrael (18) 2740
Flestir veðja á að Aronian verði
helsti keppinautur Carlsens í
Ósló. Þessi eitilharði Armeni
hefur um árabil verið meðal
þriggja stigahæstu skákmanna
heims. Hann stendur nú á þrí
tugu og hefur unnið næstum allt
sem hægt er. Hann varð heims
meistari barna 12 ára og yngri,
sömuleiðis heimsmeistari 20 ára
og yngri. Þá hefur Aronian orðið
heimsmeistari í hraðskák og at
skák – hann vantar bara einn titil
í safnið...
Enginn skyldi afskrifa Vladi
mir Kramnik, sem náði heims
meistaratitlinum af Kasparov
um aldamótin og sat á veldis
stóli heimsmeistara 20002007.
Kramnik er 37 ára og númer tvö
á heimslistanum, til alls vís ef
baráttuandinn kemur yfir hann.
Þetta er mót þar sem allir geta
sigrað alla. En Carlsen er númer
eitt hjá veðbönkum og áhuga
mönnum. Sjálfur sagði hann í
vikunni: ,,Að vera stigahæstur
hjálpar mér ekkert á þessu móti.
Andstæðingar mínir láta sér
ekki bregða við það. En ég er
ekki í nokkrum vafa um að þegar
ég tefli best – þá er ég bestur í
heiminum. Stigalistinn fer ekki
með fleipur.“
Hver er svo þessi ungi maður?
Hann er fæddur 30. nóvember
(eins og Churchill) árið 1990.
Foreldrar hans eru verkfræð
ingar, og veittu því snemma eftir
tekt að Magnus litli var gæddur
óvenjulegum hæfileikum.
Tveggja ára gamall lék hann sér
að því að setja saman 50 stykkja
púsl og fjögurra ára setti hann
saman módel úr legókubbum
sem ætluð voru unglingum.
Hann lærði kornungur að tefla
og varð lærisveinn Agdesteins,
fyrsta stórmeistara Noregs.
Sjálfur varð Carlsen stórmeistari
aðeins 13 ára, næstyngstur í sög
unni til þess tíma. Síðan lá leiðin
hratt upp á við, og nú hefur hann
verið kóngur án kórónu í þrjú ár.
Skáksagan geymir nöfn
margra sérlundaðra snillinga, en
Magnus Carlsen er óvenjulega
venjulegur snillingur – hann er
í senn óframfærinn og brimandi
af sjálfstrausti, áhugamaður um
fótbolta og spennusögur, þénar
milljón evrur á ári og hefur fram
kvæmdastjóra í fullu starfi. Hann
getur að eigin sögn reiknað 15
til 20 leiki fram í tímann (sem
er stjarnfræðilegt) og kann þús
undir skáka utan að.
„Tárum verður úthellt og
hetjuljóð samin,“ sagði and
stuttur blaðamaður í grein um
mótið mikla sem byrjar í dag.
En Magnus Carlsen mun sigra í
London – það er skrifað í stjörn
urnar.
skákþrautin
Hvítur mátar í
4 leikjum.
Þetta er sérlega snotur
flétta, sem Sandrin
galdraði fram gegn
Kramer árið 1949. Hvítur
stendur betur, en hvernig
klárar hann dæmið með
leiftrandi stæl?
U ndankeppni Íslandsmóts í bridge fór fram um síðustu helgi. Þar kepptu 40 sveitir í fjórum 10 sveita
riðlum um réttinn til þess að taka þátt í
úrslitakeppni bestu sveita sem fram fer
helgina 25.28. apríl. Þrjár efstu sveitirnar í
hverjum riðli komust í úrslitin og það kom
á óvart að allar sveitirnar sem unnu sér
þessi eftirsóttu sæti, gerðu það með tiltölu
lega miklu öryggi. Eftirtaldar sveitir kom
ust í úrslitin og fyrir hvaða kjördæmi:
Úr a-riðli
Garðs apótek ......................... 182 - Reykjanes
VÍS .......................................... 172 - Reykjavík
Sparisjóður Siglufjarðar ....... 167 - Norðurl.-vestra
Úr B-riðli
Grant Thornton ..................... 169 - Reykjavík
Sigtryggur vann .................... 168 - Reykjanes
www,myvatnhotel.is ............ 154 - Norðurl.-eystra
Úr C-riðli
Karl Sigurhjartarson ............ 192 - Reykjavík
Chile ....................................... 181 - Reykjavík
Vestri ...................................... 171 - Vestfirðir
Úr D-riðli
Lögfræðistofa Íslands .......... 170 - Reykjavík
Hreint ehf............................... 162 - Norðurl.-eystra
Lífís/VÍS ................................. 155 - Reykjavík
Það kom ekki á óvart að sveit Karls Sigur
hjartarsonar (núverandi Íslandsmeistari)
í Criðli skyldi skora mest, með 192 stig
sem gerir rúmlega 21,3 að meðaltali í leik.
Mörg fjörug spil, eðli málsins samkvæmt,
litu dagsins ljós í undankeppninni. Spil 27
í annarri umferð er áhugavert og sýnir það
að mikil skipting og góð samlega er mikils
virði og þeir sem gáfust ekki upp í sögnum
fengu verðlaun fyrir það. Suður var gjafari
og enginn á hættu:
♠Á9873
♥K7
♦Á
♣K9632
♠KD102
♥864
♦85
♣DG75
♠ G654
♥ 1093
♦ DG92
♣ 108
♠ -
♥ ÁDG52
♦ K107643
♣ A4
n
s
V a
Spilið skiptist nokkuð jafnt á milli andstæð
inganna. Það var spilað á 40 borðum og á
23 þeirra var samningurinn 45 spaðar í
NS. Á 15 borðum voru spilaðir 5 tíglar í AV
og hjartageim á 2 borðum. Á fimm borðum
í sitthvora áttina var samningurinn 4 spað
ar eða 5 tíglar doblaðir. Báðir samningar
óhnekkjandi og stóðu í öllum tilfellum. Eitt
par var svo „óheppið“ að spila 5 hjörtu do
bluð sem fór 1 niður á tígulstungu. Eitt par
var svo „friðsamt“ að það lét staðar numið í
sögnum í 3 spöðum. Ef talan var sú sama á
báðum borðum í viðureign sveita, var eng
in sveifla en gróðinn og verðlaunin voru
mikil til þeirra sem fengu geim í báðar áttir
(dobluð = 15 impar).
Bridgesamband Íslands stendur fyrir
landsliðskeppni helgina 15.17. mars og
spila 8 pör um réttinn til þess að skipa
landslið í opnum og kvennaflokki. Eftir
talin pör taka þátt:
Opinn flokkur
Ómar Olgeirsson – Ragnar Magnússon
Björgvin Már Kristinsson – Júlíus Sigurjónsson
Bjarni Einarsson – Aðalsteinn Jörgensen
Gunnar Björn Helgason – Örvar Óskarsson
Jörundur Þórðarson – Hjálmar Pálsson
Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson
Guðmundur Snorrason – Ragnar Hermannsson
Sveinn Rúnar Eiríksson – Þröstur Ingimarsson
Kvennaflokkur
Anna Ívarsdóttir – Guðrún Óskarsdóttir
Alda Guðnadóttir – Stefanía Sigurbjörnsdóttir
Arngunnur Jónsdóttir – Guðrún Jóhannesdóttir
Guðný Guðjónsdóttir – Sigrún Þorvarðardóttir
Hjördís Sigurjónsdóttir – Ragnheiður Nielsen
María Haraldsdóttir – Bryndís Þorsteinsdóttir
Erla Sigurjónsdóttir – Dóra Axelsdóttir
Svala Pálsdóttir – Ólöf Þorsteinsdóttir
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur
er hafin og búnar eru 4 umferðir. Að venju
er mikil barátta um efstu sætin. Staða efstu
sveita er þannig:
1. Lögfræðistofa Íslands ...................................... 81
2. Garðs apótek..................................................... 79
3. Guðlaugur Sveinsson ....................................... 77
4. Málning .............................................................. 74
5. Karl Sigurhjartarson ........................................ 71
6. Chile ................................................................... 69
Spilarar í sveit Lögfræði
stofu Íslands eru Aðalsteinn
Jörgensen, Bjarni Einarsson,
Jón Baldursson, Steinar Jóns
son, Sverrir Ármannsson og
Þorlákur Jónsson.
Bridge BridgeSamBand íSlandS StendUr fyrir landSliðSkeppni Helgina 15.-17. marS
Örugg sæti í undankeppni Íslandsmótsins
Lausn: 1.Df7+!! Kh8
(Drottningin er friðhelg.)
2.Dxf8+!! Bxf8 3.Hxf8+ Hg8
4.g7 skák og mát!
Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason
etja kappi við feðgana Birki Jónsson
þingmann og Jón Sigurbjörnsson.
Magnus Carl-
sen er aðeins
22 ára, en
þegar er byrjað
að tala um hann
sem mesta
skákmann allra
tíma.
Landmark leiðir þig heim!
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
100% þjónusta = árangur*
Sími 512 4900
landmark.is
Magnús
Einarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 896 2312
Sveinn
Eyland
Löggiltur
fasteignasali
Sími 690 0820
Íris Hall
Löggiltur
fasteignasali
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúi
sími 845 8286
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Sölufulltrúi
Sími 897 5930