Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 50
50 prjónað Helgin 15.-17. mars 2013
PrjónaPistill Ílöng hyrna svo hægt sé að vefja henni tvisvar um hálsinn
Guðrún
Hannele
Henttinen
hannele@
storkurinn.is
Ílöng hyrna
Hyrna prjónuð
frá hnakka
Það eru margar aðferðir við
sjalaprjón. Hér er farin sú leið
að prjóna frá hnakka til að
hafa betri stjórn á stærðinni.
Þetta sjal er með tveimur
köflum, fyrst garðaprjóni með
útaukningum í miðju og til
hliðanna og síðan blúnduk-
anti. Hvor kafli fyrir sig getur
verið eins langur og hver og
einn vill, en ef ætlunin er að
láta tiltekið magn af garni
duga þá er sniðugt að skipta
garninu í tvennt eða vigta
það og hefja blúnduprjónið
þegar helmingurinn er eftir.
Auðvitað þarf að taka tillit til
lykkjufjöldans þannig að hann
gangi upp þegar gataprjónið
er sett niður. En í einföldu
mynstri eins og þessu kemur
ekki að sök þó að einhverjar
aukalykkjur verði í sléttprjóni
sitt hvoru megin við miðjuna
eða til endanna.
Þessi hyrna er ílöng svo hægt
sé að vefja henni tvisvar um
hálsinn. Ef þess er óskað má
prjóna sjalið sem hefðbundna
hyrnu. Þá er útaukningum á
röngunni sleppt. Þá verður
hyrnan styttri til hliðanna og
síðari í miðjunni.
Hönnun
Guðrún Hannele
Stærð eftir strekkingu
Vænghafið mælt frá horni til
horns = 122cm.
Breidd mæld frá miðju við
uppfit niður eftir miðjum
hrygg = 38 cm.
Garn og áhöld
Schoppel Zauberwolle marg-
litt 100% merínóullargarn 1 x
100g hér í lit oxyde.
80cm langur hringprjónn nr
3,5.
3 prjónamerki
Prjónfesta
21 lykkja og 40 umferðir (20
garðar) í garðaprjóni á prjóna
nr 3,5.
Ef prjónað er lausar má gera
ráð fyrir að það fari meira
garn.
Aðferð
Sjalið er prjónað fram og til
baka með garðaprjóni (allar
umferðir sléttar) þar til kemur
að mynsturbekknum neðst
á sjalinu. Aukið er út í byrjun
og enda allra umferða og í
miðjunni á réttunni. Blúnduk-
anturinn er í sléttprjóni.
Orðalykill
L = lykkja, lykkjur
umf = umferð
S = slétt
B = brugðið
Y = uppsláttur
fm = færa merki
Ó = óprjónuð lykkja
s = saman
sty = steypa yfir
auk:1S+1Sz = aukið út með
því að prjóna tvisvar slétt í
sömu lykkjuna, fyrst í hægri
lykkjubogann, svo í vinstri
lykkjubogann
úrt:1Ó+2Ss+sty = úrtaka, 2
lykkjur teknar úr, 1L tekin
óprjónuð, 2L prjónaðar sléttar
saman, óprjónuðu L steypt yfir
Uppskrift
Fitjið upp 7L.
1. umf (rétta): 1S, auk:1S+1Sz,
Y, setja merki, 3S (miðja),
setja merki, Y, auk:1S+1Sz,
1S = 11L.
2. umf (ranga): 1S, auk:1S+1Sz,
2S, fm, 3S (miðja), fm, 2S,
auk:1S+1Sz, 1S = 13L.
3. umf (rétta): 1S, auk:1S+1Sz,
3S, Y, fm, 3S (miðja), fm, Y,
3S, auk:1S+1Sz, 1S = 17L.
4. umf (ranga): 1S, auk:1S+1Sz,
5S, fm, 3S (miðja), fm, 5S,
auk:1S+1Sz, 1S = 19L.
5. umf (rétta): 1S, auk:1S+1Sz,
6S, Y, fm, 3S (miðja), fm, Y,
6S, auk:1S+1Sz, 1S = 23L.
6. umf (ranga): 1S, auk:1S+1Sz,
8S, fm, 3S, fm, 8S,
auk:1S+1Sz, 1S = 25L.
7. umf (rétta): 1S, auk:1S+1Sz,
prjónið S að næsta merki, Y,
fm, 3S, fm, Y, prjónið S þar
til 2 L eru eftir, auk:1S+1Sz,
1S = 29L.
8. umf (ranga): 1S, auk:1S+1Sz,
prjónið S að næsta merki,
fm, 3S, fm, prjónið S þar
til 2L eru eftir, auk:1S+1Sz,
1S = 31L.
Endurtakið síðustu 2 umf þar
til 205L eru á prjóninum eða
66 umf (33 garðar) hafa verið
prjónaðar.
Blúnda
Hver mynstureining nær yfir
8L og athugið að hún speglast
um miðjuna.
1. mynsturumf (rétta):
1S, auk:1S+1Sz, setjið
merki, [2S, Y, 1S, Y, 2S,
úrt:1Ó+2Ss+sty] 12 sinnum,
3S, Y, fm, 3S (miðja), fm,
Y, 3S, [úrt:1Ó+2Ss+sty, 2S,
Y, 1S, Y, 2S] 12 sinnum,
auk:1S+1Sz, 1S = 209L.
2. mynsturumf (ranga): 1S,
auk:1S+1Sz, allar L B að
merki, fm, 3S, fm, allar L B
að merki, auk:1S+1Sz, 1S.
Endurtakið þessar 2 umf 7-9
sinnum eftir því hve mikið
er eftir af garninu. Athugið
að lykkjunum fjölgar í hverri
umferð og þær safnast
upp fyrir framan fyrstu
merkið og fyrir aftan síðustu
mynstureininguna. Gætið þess
að láta mynstrið standast á,
uppslættirnir koma hver fyrir
ofan annan og úrtökurnar
sömuleiðis.
Prjónið síðustu umferðina á
réttunni brugðna.
Affelling
Fellið af með teygjanlegri
affellingu þannig: Prjónið 2S,
*stingið vinstri prjóninum inn í
báðar prjónuðu lykkjurnar og
hafið hann fyrir framan hægri
prjóninn. Prjónið L saman
aftan frá með hægra prjóni.
Prjónið 1S og endurtakið frá *
þar til allar lykkjur hafa verið
felldar af.
Frágangur
Skolið sjalið úr mildum
þvottalegi, og strekkið á
meðan það er rakt.
Hægt er að fá þessa uppskrift
án skammstafana fyrir þá sem
vilja í Storkinum.
e ins og þið vitið þá geta prjónauppskriftir verið mismunandi eftir því hvaðan þær koma. Þeir sem eru vanir að fara eftir
breskum og bandarískum uppskriftum á ensku
hafið vafalaust tekið eftir því hve ítarlegar þær eru
og oftar en ekki vel uppbyggðar. Nánast alltaf eru
notaðar skammstafanir, enda er til góður sam-
hæfður listi yfir skammstafanir í prjóni á ensku.
Þetta finnst mörgum þægilegt því eftir því sem
reynslan eykst verður auðveldara að lesa úr þess-
um skammstöfunum og þær lærast fljótt.
En hvers vegna er verið að notað skammstafan-
ir? Það er augljóst að í prentuðu máli þarf
textinn ekki að vera eins langur og þ.a.l.
sparast pappír og kostnaður við prentun.
En það er ekki eina ástæðan. Vel skil-
greindar skammstafanir í prjónauppskrift
eru fyrir marga læsilegri og aðgengilegri
en langur samfelldur texti með orðaleng-
ingum. Margir eru sjálfsagt á annarri
skoðun og þá komum við að kjarna máls-
ins sem er uppskriftalæsi. Við lesum upp-
skriftir, eins og annan texta, á ólíkan hátt.
Margir vilja helst prjóna eftir teikningum,
en aðrir vilja texta. Sumir vilja texta þar
sem allt er sagt með heilum orðum, en
það er mín tilfinning að fleiri kjósi að fara
eftir vel skilgreindum skammstöfunum
því þá verður uppskriftin styttri, gagn-
særri og yfirsýnin þægilegri. Á það skal
jafnframt bent að við erum öll föst í viðjum vanans
og ef við höfum vanist ákveðinni tegund af upp-
skrift þá finnst okkur stundum erfitt að fara út fyr-
ir þægindahringinn og prófa annað. En stundum
margborgar sig að gefa einhverju nýju tækifæri
því það getur opnast heill heimur fyrir vikið.
Margir kjósa að prjóna aldrei eftir uppskrift,
segja það erfitt og vilja frekar prjóna upp úr sér
eins og sagt er. Hinir sömu eiga líka oft auðvelt
með að prjóna eftir einhverju sem þeir sjá og
þurfa ekki að láta mata sig með skriflegum texta.
Uppskriftalæsi
– fyrst og fre
mst
ódýr!
DÚNDURTILBOÐ!
35%afsláttur
299kr.pk.
Verð áður 4
69 kr. pk.
Kókómjólk
, 6x250 m
l
Meðan birgð
ir endast
Þetta sjal er með tveimur köflum, fyrst garðaprjóni með útaukningum í miðju og til hliðanna og síðan blúndukanti. Ljósmynd/Hari
BLÁBERJARÖND
En að styðjast við vel samdar eða þýddar uppskriftir
getur oft á tíðum verið lærdómsríkt og leitt mann
áfram í enn flóknari verkefni.
Vandamálið sem blasir við okkur hér á Íslandi er
að ólíkt uppskriftum á ensku, eru svo margar gerðir
af skammstöfunum í gangi. Hver og ein sem semur
eða þýðir uppskrift, gefur út blað eða bók hefur sinn
eigin stíl eða aðferð. Ég er þeirrar skoðunar að þetta
þurfi að samræma í þágu allra sem prjóna, lesa upp-
skriftir og eru að læra að prjóna eða að kenna prjón.
Uppskriftir eru ekki bókmenntaverk þar sem þarf
að nota mismunandi stílbrigði heldur texti sem á að
innihalda lýsingar á ákveðinni prjóntækni og fyrir-
mæli sem allir þurfa að skilja á sama hátt. Er ekki
hægt að samræma þetta á þessu litla málsvæði sem
Ísland er? Alla vegana þannig að þeir sem kjósa að
nota skammstafanir noti þær sömu.
Nú spyrja eflaust margir, af hverju er ég þá að nota
enn eina nýja gerð af skammstöfunum í stað þeirra
sem fyrir eru? Ástæðan er sú að þegar komið er út
fyrir hefðbundinn ramma hins einfalda og algenga
í prjóni duga gömlu skammstafanirnar oft skammt.
Það vantaði fleiri orðlykla sem tækju heilsteypt á öllu
prjóni þannig að það næði jafnt yfir einfaldar sem
flóknar aðgerðir. Þess vegna var á vissan hátt einfald-
ara að byrja upp á nýtt heldur en að prjóna við það
sem fyrir var, því breyta þurfti grunnhugmyndinni.
Uppskriftirnar sem hafa birst hér í Fréttatím-
anum eru hluti af tilraun til að kynna nýtt og endur-
skoðað skammstafanakerfi í prjóni m.a. til að skapa
umræðu. Þar var haft að leiðarljósi gagnsæi og að
auðvelt væri að skilja kerfið þegar viðkomandi er
kominn með innsýn og reynslu í að fylgja því. Þessar
skammstafanir eru samstarfsverkefni þriggja prjón-
kennara og hönnuða. Nú þegar komin er smáreynsla
væri áhugavert að fá endurgjöf frá ykkur sem eruð
vanar að fara eftir uppskriftum með skammstöfunum
á íslensku. Hugmyndin er að þróa þetta áfram og
vonandi ná saman hópi af uppskriftahöfundum til að
ræða málin nánar. Áhugasamir mega gjarnan senda
línu á netfangið hér fyrir neðan.
Með prjónakveðju,
Ármúli 18 108 Reykjavík Sími 511 3388
Girnilegt
garn
69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012