Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 46
46 bílar Helgin 15.-17. mars 2013  Porsche Bílasýningin í genf Upplýsingar og innritun í S. 567 0300 Þarabakka 3 Góð þekking á undirstöðum umferðarinnar er gott vegarnesti fyrir framtíðarökumenn! Ætlar þú að fara með ökunema í ængaakstur? Við bjóðum upp á sérstakt leiðbeinendanámskeið vegna ængaaksturs á tveggja vikna fresti. Námskeið til undirbúnings almennu ökupró er haldið í hverri viku allt árið. Fagmennska í fararbroddi. Ökuskólin í Mjódd býður upp á ölda gagnlegra námskeiða um umferðarmál www.bilprof.is FRÍ!LÉTTSKOÐUN FYRIR JEPPA! Er jeppinn þinn í standi fyrir fjallaferðina? Í mars býður Arctic Trucks jeppaeigendum upp á fría létt- skoðun þar sem helstu öryggisþættir bílsins eru athugaðir, slitfletir skoðaðir og veittar ráðleggingar um fyrirbyggjandi viðhald. Hægt er að fá áætlun um viðgerðarkostnað sé þess óskað. Komdu við á Kletthálsinum og fáðu þér kaffisopa meðan þú bíður. Hver skoðun tekur um 20 mínútur. Nánari upplýsingar á www.arctictrucks.is Tímapantanir í síma 540 4900 Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Í boði til 29. mars ! 2013-03 Léttskoðun 2dl x 15.indd 1 13.3.2013 13:37:39 Porsche 911 GT3 tekinn til kostanna á hraðakstursbraut. Nýr 911 GT3 með aftur- hjólastýringu frumsýndur n ýr Porsche 911 GT3 er frumsýndur á bílasýn-ingunni í Genf. Frum-sýningin ber upp á 50. afmælisári 911 og Porsche er með stórhuga áform um nýjungar á sviði sportbíla með keppnisgenum, að því er fram kemur í tilkynningu frá um- boðinu, Bílabúð Benna. „Nýr 911 GT3 er af fimmtu kyn- slóð og hann skipar sér í fremstu röð meðal hreinræktaðra sportbíla Porsche sem byggja á vélarafli án forþjöpputækni. Bíllinn kemur með nýrri boxer-vél og gírskiptingu. Auk þess eru yfirbygging og undir- vagn algerlega ný af nálinni og skýrt dæmi um áframhaldandi þróun 911 GT3 sem sést glögglega á mikilli bætingu í afkastagetu. Tölurnar tala sínu máli varðandi GT3. Hestöflin eru 475 og hlutfall afls og þyngdar er 3 kg á hvert hest- afl. Hröðun í 100 km hraða er 3,5 sekúndur og 200 km hraða á innan við tólf sekúndum. GT3 kláraði Nür- burgring Nordschleife á undir 7,30 mínútum. Einn af tæknilegum hápunktum 911 GT3 er virk afturhjólastýring sem í fyrsta sinn er kynnt í fram- leiðslugerð Porsche. Hún stuðlar að enn nákvæmari stýringu og mót- vægi gegn hliðarkröftum. Það ræðst af hraða bílsins hvort afturhjólastýr- ingin beini hjólunum í sömu átt og framhjólin snúa eða í andstæða átt til að auka stöðugleika bílsins og kvik- leika,“ segir enn fremur. Aflrás hins nýja 911 GT3 er sex strokka boxer-vél með 3,8 lítra slag- rými. Hún skilar 475 hestöflum við 8.250 snúninga á mínútu. Tengd við hana er tvíkúplandi 7 gíra gírkassi Porsche, PDK, sem leiðir vélarafl- ið til afturhjólanna. Hönnun vélar- innar byggir á vél 911 Carrera S en einungis fáanlegir íhlutir í vélunum eru þeir sömu. Flestir íhlutir, ekki síst sveifarásinn og kambásinn, voru sérstaklega aðlagaðir eða hannaðir fyrir GT3. Nýr Porsche 911 GT3 kemur á markað í Evrópu í ágúst á þessu ári.  frumsýning skoda raPid frumsýndur hjá heklu á laugardag Nýr fjölskyldubíll á milli Fabia og Octavia Skoda Rapid er nýr fjölskyldubíll frá Skoda sem frum- sýndur verður hjá umboðinu, Heklu, á morgun, laugar- dag, milli klukkan 12-16. Bíllinn er mitt á milli Fabia og Octavia að stærð. Skoda Rapid er 30 sentímetrum lengri en Volkswagen Golf, svo dæmi sé tekið. Bíll- inn býðst með þremur bensínvélum og einni dísilvél. Grunngerðin er 1,2 lítra TSI, 4ra strokka 86 hestöfl (63 kW). Sú vél er einnig í boði með forþjöppu og þá 105 hestöfl (77 kW). Aflmesta vélin fyrir Rapid er fjögurra strokka 1.4 TSI vél með forþjöppu, 122 hestöfl (90 kW). Dísilvélin sem er í boði er 1.6 TDI, með samrásarinn- sprautun, 105 hestöfl (77 kW). Skoda Rapid er fyrsti bíllinn sem kynntur er til sög- unnar í nýrri hönnunarlínu Skoda. Rapid er ekki nýtt nafn hjá Skoda, því einn bíla Skoda á árunum á milli 1930-1940 hét Rapid. Þá var sportlegur Skoda Rapid, með vélina að aftan, á markaði hér á landi upp úr 1980. „Hreinar línur í hönnun og skarpar áherslur mynda sameiginlega fallegan heildarsvip. Framendinn er með nýtt yfirbragð af hálfu Skoda. Nýtt lógó eða auðkenni Skoda er nú eitt og sér fremst á bogmyndaðri miðju vél- arhlífarinnar,“ segir meðal annars í tilkynningu Heklu. Heildarlengd bílsins er 4,48 metrar, breiddin er 1,7 metrar og hæðin er 1,46 metrar. „Haganleg hönnun gefur gott rými fyrir fimm manns og þann farangur sem fylgir. Pláss fyrir hné og höfuðrými er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki og farangurs- rýmið, sem rúmar 550 lítra, er nægilega stórt til að uppfylla þarfir flestra fjölskyldna,“ segir enn fremur. „Öryggið í Skoda Rapid er undirstrikað enn frekar með glæsilegri útkomu úr öryggisprófi Euro NCAP, en þar hlaut bíllinn fimm stjörnur og kom sérlega vel út hvað varðar öryggi og vörn fyrir fullorðna og börn, vörn fyrir fótgangandi og aðstoðarkerfi sem auka öryggi í akstri.“ Rapid er búinn öryggispúðum að framan, á hlið og fyrir höfuð, hæðarstillanlegum öryggisbeltum, strekkj- urum fyrir öryggisbelti og höfuðpúða. Rafeindastýrður stöðugleikabúnaður (ESC) og ABS-hemlalæsivörn er staðalbúnaður. Vatnskassahlífin er með fínlegum krómuðum ramma Framljósin ná fyrir horn framendans. Hliðarlína bílsins einkennist af löngu hjólhafi og formið er sportlegt af fjölskyldubíl að vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.