Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 68
Í takt við tÍmann SnæfrÍður ingvarSdóttir
Rokkaður en kvenlegur stíll
Snæfríður Ingvarsdóttir er 21 árs dansari úr Vesturbæ Reykjavíkur. Hún
stundar nám á samtímadansbraut í Listaháskóla Íslands en komst nýverið inn
í leiklistardeild sama skóla og hefur þar nám í haust. Snæfríður skemmtir sér
á Dolly og Harlem og stundar hugleiðslujóga.
Staðalbúnaður
Ég hef mjög gaman af því að kaupa mér
föt og geri mest af því í útlöndum. Ég er að
fara til Amsterdam um páskana og hyggst
versla eitthvað þar. Ég kaupi oftast bara
það sem mér finnst fallegt en ætli megi
ekki segja að stíllinn minn sé rokkaður
en kvenlegur. Í skólanum er ég alltaf bara
í íþróttagallanum og því finnst mér mjög
gaman að klæða mig upp um helgar eða
þegar tilefni gefst til. Ég held mikið upp
á indverska tösku úr Aftur og er mjög oft
með hana. Uppáhalds skómerkið mitt er
Miista en annars kaupi ég ekki mikið eftir
merkjum.
Hugbúnaður
Ég fer stundum út að skemmta mér en
það er misjafnt hvert skemmtilegast er að
fara. Núna fer ég oftast á Dolly og Harlem.
Besta kaffið er á Kaffitári. Ég bý vestur í
bæ og fer oft í Vesturbæjarlaugina. Mér
finnst mjög gaman að fara í bíó en fer
kannski ekki nógu oft. Ég þori hins vegar
ekki að detta mikið inn í framhaldsþætti
því þá get ég ekki hætt. Ég get ekki hætt
að horfa eftir einn þátt. Uppáhaldsþættirn-
ir mínir eru Girls, Mad Men og Homeland.
Svo eru gömlu góðu Sex and the City alltaf
klassískir. Ég er að vinna í Þjóðleikhúsinu
og fer því mikið í leikhús. Nýjast hjá mér
er að ég var að byrja í hugleiðslujóga. Ég
er mjög hrifin af því, það er endurnýjandi.
Vélbúnaður
Ég er nú ekki mikil græjukona en ég á
samt Macbook Pro sem ég nota mikið. Ég
á glataðan Samsung-síma sem er að detta
í sundur en kannski kaupi ég mér iPhone
einhvern tímann. Annars á ég iPod Nano
sem ég hlusta á í strætó og þegar ég fer
út að hlaupa. Ég fer alveg inn á Facebook
eins og margir en ég er ekki mjög virk þar.
Aukabúnaður
Ég er ekki með bílpróf. Ég labba bara
mjög mikið og ef ég labba ekki þá hjóla ég
eða tek strætó. Mér finnst ótrúlega gaman
að ferðast og væri til í að gera meira af
því. Ég hreifst mjög af Amsterdam þegar
ég kom þangað fyrst og hlakka til að
fara aftur. Svo finnst mér New York líka
frábær. Ég á samt enn eftir að finna mér
minn uppáhaldsstað. Dags daglega nota
ég ekki mikið af snyrtivörum, bara dag-
krem, varasalva og maskara. En þegar
ég fer eitthvað sérstakt finnst mér alveg
gaman að mála mig meira. Ég held mikið
upp á ilmvatnið Chance frá Chanel. Þegar
ég fer á barinn panta ég mér oft bjór eða
rauðvín en stundum er gaman að fá sér
fína kokteila.
Snæfríður hyggst feta í fótspor foreldra
sinna og hefur nám í leiklistardeild Listahá-
skóla Íslands í haust. Foreldrar hennar eru
leikarahjónin Edda Arnljótsdóttir og Ingvar
E. Sigurðsson. Ljósmynd/Hari
10
ár eru síðan Aldrei fór ég suður var
haldin í fyrsta sinn.
26
hljómsveitir koma fram á hátíðinni í ár.
100
manns standa vaktina á hátíðinni og
sjá til þess að allt gangi upp, við ýmis
tæknimál, gæslu, sölu á varningi og
fleira.
8
manna hópur hefur unnið að skipu-
lagningu hátíðarinnar frá upphafi. Hug-
myndasmiðirnir eru eins og kunnugt er
Örn Elías Guðmundsson, Mugison, og
pabbi hans, Guðmundur Kristjánsson,
Papamug.
495
bílar fóru um Steingrímsfjarðarheiði á
föstudaginn langa árið 2004.
1.301
bíll fór um Steingrímsfjarðarheiði á
föstudaginn langa árið 2012.
4.000
manns hafa jafnan sótt tónleikana á
Aldrei fór ég suður. Er þá miðað við fólk
inni á tónleikunum og í kringum húsið.
Þetta er óstaðfest tala sem skipuleggj-
endur hafa nefnt til viðmiðunar.
60
prósent gestanna eru aðkomumenn.
Þessi niðurstaða var fengin eitt árið
með óvísindalegri könnun. Þá völdu
skipuleggjendur tíu bíla af handahófi
og reyndu að opna þá. Fjórir voru opnir
en sex læstir og mátti því áætla að þeir
væru í eigu aðkomumanna.
tÍmamót veiSla á ÍSafirði um páSkana
Aldrei fór ég
suður í tíu ár
Páll Óskar er einn af fjölmörgum
listamönnum sem hefur komið fram á
Aldrei fór ég suður. Mynd/Gústi
Rokkhátíð alþýðunnar,
Aldrei fór ég suður, verður
haldin í tíunda sinn á
Ísafirði um páskana. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar
síðan Mugison og pabbi
hans fengu hugmyndina
að hátíðinni yfir bjórglasi.
68 dægurmál Helgin 15.-17. mars 2013