Fréttatíminn - 19.10.2012, Side 10
Þjóðaratkvæðagreiðsla tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá
Já eða neiÁ morgun, laugardag, verður gengið til
ráðgefandi þjóðar
atkvæðagreiðslu
um tillögur stjórn
lagaráðs að nýrri
stjórnarskrá.
Með atkvæða
greiðslunni verður
afstaða þjóðarinnar
til tillagna stjórn
lagaráðs könnuð
og einnig það hvort
Alþingi beri að hafa
þær til grundvallar
frumvarpi að nýrri
stjórnarskrá. Afstaða
þjóðarinnar verður
um leið könnuð til
fimm tilgreindra
spurninga. Niður
stöður kosninganna
verða ráðgefandi
en ekki lagalega
bindandi fyrir
Alþingi. Atkvæða
greiðslan mun gefa til
kynna vilja kjósenda
um hvort vilji sé
fyrir endurbótum á
stjórnarskrá Íslands.
Fréttatíminn tók
saman spurningarnar
og helstu útskýringar
á þeim og rökin með
eða á móti.
á kjörseðlinum eru alls sex spurn-ingar. Kjósandi
hefur val um að svara
einni, öllum eða aðeins
hluta spurninganna. Seð-
ill telst ógildur ef engri
spurninganna er svarað.
Þannig eru svo ógildir og
auðir seðlar taldir saman.
1 Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til
grundvallar frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá?
Ég vil að tillögur stjórn
lagaráðs verði lagðar til
grundvallar frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá.
Ég vil ekki að tillögur
stjórnlagaráðs verði
lagðar til grundvallar
frumvarpi að nýrri
stjórnarskrá.
2 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir,
sem ekki eru í einkaeigu,
lýstar þjóðareign?
Þessi spurning er í raun
34. grein stjórnalaga
ráðs um náttúruauð
lindir. Ákvæðinu er ætlað
að stofna til sérstakrar
tegundar eignarréttar
yfir auðlindum þar sem
eignarrétti einkaaðila
sleppir.
Mikið hefur verið deilt
meðal lögspekinga
hvort eitthvað sé í raun
til, lagalega séð, sem
heitið getur þjóðareign.
Því hefur verið haldið
fram að „þjóðin“ sé of
óákveðinn hópur til
að geta talist eigandi
einhvers.
3Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um
þjóðkirkju á Íslandi?
Lýsir yfir vilja fyrir því
að hafa áfram ákvæði
í stjórnarskrá um
þjóðkirkju íslensku
þjóðarinnar. Ekki er
spurt um aðskilnað ríkis
og núverandi þjóðkirkju.
Sumir telja að með því
að fella burt ákvæði um
þjóðkirkju úr stjórnar
skránni og kveða á um
kirkjuskipan í almennum
lögum sé verið að taka
fyrstu skref í átt að að
skilnaði ríkis og kirkju.
4Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í
kosningum til Alþingis
heimilað í meira mæli en
nú er?
Með persónukjöri er átt
við að kjósandi geti kosið
einstaka frambjóðendur,
einn eða fleiri, af lista
á kjörseðli í stað þess
að kjósa á milli lista
stjórnmálaflokka eins og
tíðkast hefur.
Mikil áhersla á persónur
geti ýtt undir ómálefna
lega stjórnmálabaráttu
og víða hafi persónukjör
skapað vanda við að
halda utan um fjár
framlög til stjórnmála
starfsemi.
5Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að
atkvæði kjósenda alls
staðar að af landinu vegi
jafnt?
Helstu rök fyrir jöfnu
vægi atkvæða á bak við
hvern þingmann eftir
landshlutum eru þau að
eðlilegt sé að atkvæði
allra kjósenda vegi jafnt,
óháð búsetu og öðrum
félagslegum þáttum.
Helstu rök fyrir misvægi
atkvæða eru að áhrif
þéttbýlis séu of mikil
á kostnað dreifbýlis.
Eðlilegt sé því að íbúar
dreifðra byggða, fjarri
aðsetri stjórnsýslu og
ríkisvalds, hafi fleiri
þingmenn á Alþingi en
fólksfjöldinn einn segir
til um.
6Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið
hlutfall kosningarbærra
manna geti krafist þess
að mál fari í þjóðar
atkvæðagreiðslu?
Rökin fyrir þjóðar
atkvæðagreiðslum eru
að auka þátttöku og
skilning kjósenda á þeim
málum sem fjallað er
um. Þjóðaratkvæða
greiðslur geta upplýst
stjórnvöld um óskir
kjósenda og komið á
dagskrá málefnum.
Rök gegn fjölgun þjóðar
atkvæðagreiðslna eru
að þær geti valdið minni
kjörsókn og ýtt undir
tilhneigingu til að skoða
mál ekki í samhengi
heldur hvert fyrir sig.
?
n
ei
já
10 fréttir Helgin 19.21. október 2012