Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 24
rekur hún ferlið og upplifanir fjölskyldunnar. Hún
segir það ekki síður mikilvægt fyrir sjálfa sig að
tala um krabbameinið sem hlotið hefur nafnið
drekinn.
En afhverju dreki?
„Þetta byrjaði um jólin eftir að hann greinist.
Þá fékk yngsta dóttir mín bók að gjöf um prinsinn
hugrakka og prinsessuna undurfögru. Bókin er
mjög spaugileg þar sem textinn er í mikilli þver-
sögn við myndskreytingarnar. Prinsessan er ósköp
ljót, prinsinn blindur og veiklulegur. Mér fannst
þess bók mjög sniðug á sínum tíma og hún var
mér oft hugleikin þegar ég var að blogga. Ég talaði
þannig um mig sem prinsessuna og Björgvin sem
prinsinn minn sem þyrfti að takast á við dreka.
Það var ekki fyrir daginn fyrir skurðaðgerðina að
við fengum að vita það að æxlið væri í hippokamp-
usnum í heilanum. Íslenska orðið fyrir það svæði
er dreki. Sá útbólgni og úr sér vaxni dreki hefur
www.tk.is
ERUM EKKI Í KRINGLUNNI
EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
Í TÉKK-KRISTAL
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
IITTALA VÖRUM
Hnífaparatöskur
16 teg. Verð frá
24.990.- TILBOÐ
Heldur heitu og köldu í
4 tíma + - margir litir
Virka daga 12 -18
Laugardaga 12 -16
O P N U N A R T Í M I
FIMMTUDAG, FÖSTUDAG
LAUGARDAG & MÁNUDAG
MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAVÖRUM Á
25% TIL 50% AFSLÆTTI
EINNIG MIKIÐ AF ÍSLENSKUM HANDUNNUM JÓLAVÖRUM
Global hnífar
ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA
FULL BÚÐ AF
FLOTTUM
VÖRUM Á
TILBOÐSVERÐI
Hnífapör og fylgihlutir
f.12manns samt. 72 hl.
Söfnunarglös 16 teg.
TILBOÐSVERÐ
T.d. kristals-hvítvínsglös
6. stk í gjafakassa
frá kr. 4.275.-
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
HNÍFAPÖRUM, RCR GLÖSUM
& MATAR- & KAFFISTELLUM
"NÝTT KORTATÍMABIL"
÷20%
BOMBU
„Mér finnst
að kominn
sé tími á að
fá að vita
hvernig var
að vera kona
í þessu landi.“
„15.
nóvember
greinist
Björgvin
með heila-
æxli, 16.
nóvember
verður
hann 41
árs og 17.
nóvember
útskrifast
hann úr
masters-
námi í
sálfræði.“
Þessi
mynd er af
Björgvin
sólarhring
eftir 7 tíma
heilaskurð-
aðgerð.
Vilborg bjó
í Skotlandi
þegar maðurinn
hennar greindist
með krabba-
mein í heila.
fylgt okkur síðan. Hann lá í dvala í sex ár
en hefur nú eignast unga sem hefur vaxið
mjög hratt. Það er af þriðju gráðu eins og
hitt, þriðja gráða er ekki jafn bráð og ill-
viðráðanleg og fjórða og fyrir það erum
við þakklát. Í Skotlandi vorum við heppin
að hafa alla þessa þekkingu sem þar var.
Björgvin komst í vakandi heilaskurð, sem er
mjög merkileg aðgerð, því þú ert vakandi á
meðan æxlið í heilanum, eða það sem hægt
er að ná af drekaskömminni, er skorið.
Núna erum við hér heima og hér höfum
við fjölskylduna og vini sem að mynda um
okkur skjaldborg. Nándin er svo góð. Það er
vel haldið utan um okkur það er svo gott að
finna það. Við eigum nóg af hjálparhellum
í þessu ævintýri. Ævintýri eru ekki alltaf
skemmtileg en þau eru samt ævintýri og við
verðum að takast á við þau. Ekkert okkar
bað um að fæðast í þennan heim. Okkur er
hrint af stað í ævintýrið og við þurfum að
takast á við ýmsar þrautir. Sögusviðið er
lífið sjálft þar sem allir þurfa að takast á við
eitthvað.”
Meira af Auði djúpúðgu
Í Reykjavík hefur Vilborg alltaf búið í 101
Reykjavík. Hún er fædd og uppalin við
Dýrafjörð og segir það skýringuna á því af
hverju hún geti hvergi annars staðar búið
en í miðbænum.
„Ég er alin upp í litlu þorpi og þurfti
aldrei að læra að rata, þessvegna finnst mér
svo gott að vera hér á svona litlu svæði. Ég
þarf heldur ekki að fara langt til þess að sjá
sjóinn eða fjöllin. Það er mér mikilvægt. Ég
er svo áttavillt, ég þarf að sjá sjóinn,“ segir
Vilborg sem er að sögn sátt við nýju bókina
sína, Vígroða, en bókin er sem fyrr segir
sjálfstætt framhald Auðar sem kom út fyrir
þremur árum.
„Sögusviðið er Skotland í lok níundu ald-
ar, líkt og í Auði. Þú þarft ekkert endilega
að hafa lesið Auði áður en þú lest þessa, en
það dýpkar hana mikið,” útskýrir Vilborg
en áhuginn á víkingaöldinni hefur alltaf
blundað í henni og í Skotlandi eyddi hún
dágóðum tíma í að rannsaka norræna menn-
ingu. Hún segist til að mynda hafa komist
að merkilegum hlutum um Ólaf hvíta, eigin-
mann Auðar, í skoskum annálum og fléttar
þær uppgötvanir inn í söguna.
„Við Björgvin ferðuðumst töluvert um
landið en þar úir og grúir af norrænum ör-
nefnum. Þar gerist saga Auðar en eins og
fólk kannski veit er Auður dóttir manns sem
kallaður var Ketill flatnefur. Hann var höfð-
ingi í Suðureyjum,“ útskýrir Vilborg en það
eru bara Íslendingar sem að kalla þessar
eyjar Suðureyjar, þær liggja vestur af Skot-
landi.
Auður djúpúðga fór frá Katanesi til Ís-
lands þegar karlmennirnir í hennar lífi voru
fallnir. Vilborg segist sannfærð um að allir
Íslendingar geti rakið ættir sínar til hennar
og afkomendanna.
„Þú þarft ekki ýkja marga til að mynda
þrjú hundruð þúsund manna þjóð á ellefu
hundruð árum,“ segir hún og útskýrir
aðstæður Auðar frekar: „Í Laxdælu segir
þegar Auður fer frá Katanesi til Íslands:
„Þykjast menn varla dæmi til vita að einn
kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum
ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af
því marka að hún var mikið afbragð annarra
kvenna.“ Það sem ég hef alltaf verið forvitin
um er af hverju hún gat þetta og hvernig
hún varð svona rík. Hún fór fyrir sínum
leiðangri og gerði allt sjálf. Það var ekki
eðlilegt á þessum tíma þegar að konan var
eign karlmanns.“
Vilborg segir að þegar hún reyndi að
finna flöt á þessu hafi hún ákveðið að gera
Auði að útsjónarsömum sauðfjárbónda:
„Vinnuframlag kvenna var þetta, að spinna
og vefa og það þurfti að vefa segl. Þetta var
eini ferðamátinn. Þú þurftir að eiga skip
vildir þú komast eitthvað. Konurnar ófu öll
klæði. Auður á í sögunni mikið af sauðfé og
í hennar dyngju voru margar konur. Þær
vefa seglin og þannig verður hún auðug.“
Sjónarhorn kvenna
„Ég hef eiginlega alltaf haft sjónarhorn
kvenna að leiðarljósi í mínum skrifum,“ seg-
ir Vilborg en henni finnst það áhugaverðara
og auðvitað vanrækt sjónarhorn. „Sagan
er skrifuð af körlum, fyrir karla um karla.
Mér finnst að kominn sé tími á að fá að vita
hvernig var að vera kona í þessu landi, eða
á þessum tíma. Það gleymist oft hve verk
kvenna voru gríðarlega mikilvæg.“
Vilborg er sagnakona í lífi sínu og starfi,
eins og sést best í bókunum hennar og á
blogginu sem hún heldur úti af miklu æðru-
leysi. Hún segir að það sem bindi þau hjónin
saman í þeirra ævintýrum sé ákvörðunin
um að lifa í núinu:
„Það er ekkert á morgun, það er bara
núna. Við viljum lifa ríkulega, lifa í árvekni.
Einn dagur er alveg nóg og morgundag-
urinn sér um sig sjálfur. Þannig er þetta
ferðalag alltaf. Á meðan við getum haft báða
fætur í deginum í dag en ekki einn í gær og
hinn á morgun þá gengur þetta svo miklu
betur. Við höfum bara núið,“ segir Vilborg.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
24 viðtal Helgin 19.-21. október 2012