Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 28

Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 28
7 ára ábyrgð á öllum nýjum KIA bílum Komdu og prófaðu nýjan Kia cee’d Nýr Kia cee’d er kraftmikill, sparneytinn, rúmgóður og betur búinn en nokkru sinni. Hann eyðir aðeins 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og fær því frítt bílastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Verð frá 3.455.777 kr. Kia cee’d LX 1,4 dísil ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %. Aðeins 28.777 kr. á mánuði í 84 mánuði* O kkur langaði einfald- lega að heiðra þær konur sem stofnuðu Laufásborg fyrir 60 árum. Þetta voru konur sem voru að standa með kon- um,“ segja systurnar Matthildur og Jensína Hermannsdætur, leikskóla- stjórar á leikskólanum Laufásborg. Í tilefni afmælisins hafa þær látið taka saman rit sem hefur að geyma sögur barna sem voru á barnaheim- ilinu á upphafsárum þess og einnig þeirra sem störfuðu þar. Björk Þorleifsdóttir sagnfræðingur hafði umsjón með verkinu. „Saga skólans er kvennasaga frá upphafi,“ segja þær. „Konurnar sem stofnuðu Laufásborg voru miklir frumkvöðlar og sáu hve mikil þörf var fyrir þetta úrræði á sínum tíma,“ segir Matthildur. Barnavinafélagið Sumargjöf sá um rekstur barnaheimilisins. Félagið var stofnað árið 1924 í þeim tilgangi að „stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði og þroska barna í Reykjavík og vernda þau fyrir óhollum áhrifum,“ eins og segir í lögum félagsins. Sama ár stofnaði félagið fyrsta barnaheim- ilið í Reykjavík en Laufásborg var fjórða barnaheimili Sumargjafar. „Það er lýsandi fyrir þá virðingu sem konurnar í Sumargjöf báru fyrir börnum á þessum tíma að þær völdu að hafa barnaheimili í þessu glæsilega húsi en þetta og húsið við hliðina voru kallaðar Hvítu hallirn- ar á Laufásvegi,“ segir Matthildur. Björk bætir við: „Hér ætluðu þær að hafa „höll handa litlum Reykvíking- um“, eins og það var orðað.“ Barnaheimilið Laufásborg tók til starfa þann 25. október 1952. Húsnæðið var í eigu Reykjavíkur- borgar sem hafði keypt það tveimur árum áður og gert upp en það er byggt árið 1922. Barnavinafélagið Sumargjöf fékk húsið afhent og rak þar barnaheimili þangað til Reykjavíkurborg tók við rekstr- inum á 8. áratugnum og rak leik- skóla á Laufásborg fram til ársins 2006 þegar Hjallastefnan tók við og rekur nú leikskóla í Laufásborg undir merkjum Hjallastefnunnar. Neyðarbrauð á þessum tíma „Barnaheimili Sumargjafar voru ætluð efnaminna fólki, sérstak- lega einstæðum mæðrum sem komu eldsnemma með börnin sín á Laufásborg og sóttu þau seint,“ segir Björk. Barnaheimilið var sett á stofn svo einstæðu mæðurnar gætu unnið fyrir sér og börnum sínum. Konur í þessari stöðu fóru ósjaldan í vist út á land því úrræðin í Reykjavík voru svo fá. „Þetta var neyðarbrauð á þessum tíma,“ segir Matthildur. Einstæðar mæður fengu forgang um þau dagheimilispláss sem í boði voru en einnig bauðst efnameira fólki að koma með börnin sín í leik- skóla hálfan daginn. Leikskóla- börnin komu með nesti heimanað en börnin á barnaheimilinu voru í fullu fæði. „Mikil áhersla var lögð á Höll fyrir litla Reykvíkinga Fyrir 60 árum setti Barnavinafélagið Sumargjöf á stofn „Höll fyrir litla Reykvíkinga“, barnaheimilið Laufásborg, svo einstæðar mæður gætu unnið fyrir sér og börnum sínum. Börnin komu snemma og voru sótt seint sex daga vikunnar og fengu jafnvel lítið annað að borða en það sem barnaheimilið bauð upp á, svo erfiðar voru aðstæður heima fyrir. Yngsta barnið sem dvaldist á Laufásborg var mánaðargamalt. Laufásborg hefur verið rekin undir merkjum Hjallastefnunnar frá árinu 2006. Erfitt að vera einstæð móðir Sigrún Helgadóttir fékk inni á Laufásborg skömmu eftir að hún opnaði árið 1952 og var þar fram að 6 ára aldri: „Mamma mín, Áróra Kristins- dóttir, var einstæð móðir og ég einkabarn. Það var erfitt að vera ein- stæð móðir í Reykjavík á þessum tíma. Það voru fáar dagvistar- stofnanir og til að geta alið önn fyrir börnum sínum, og verið með þeim, leituðu margar konur út á land, gerð- ust til dæmis ráðskonur í sveit. Áður en ég fór á Laufásborg var mamma að einhverju leyti með mig norður í landi hjá ættingjum og vinum.“ FrásögN leikskólabarNs Ákveðin og ströng en sanngjörn Þórhildur Ólafsdóttir var fyrsta for- stöðukona Laufásborgar og gegndi hún því starfi í 18 ár. Þórhildur bjó á efstu hæð hússins á meðan hún gegndi starfi for- stöðukonu. Henni var mikið í mun að allt liti vel út og væri heim- ilislegt á Laufásborg. Hún passaði alla tíð vel upp á að peningum og aðföngum væri ekki sóað og ræktaði matjurtir í hinum fagra garði um- hverfis Laufásborg. Börnin nutu grænmetisins og svo var sultað og saftað úr berjum. Á haustin var tekið slátur og var súrmatur geymdur í geymslu í porti dagheimilisins. Fyrsta ForstöðukoNaN Þórhildur Ólafsdóttir að bjóða upp á hollan og góðan mat enda var vitað að mörg barnanna fengu lítið annað að borða en það sem í boði var á Laufásborg, svo erfiðar voru aðstæður heimafyrir,“ segir Matthildur. Yngsta barnið sem dvaldist á Laufásborg var mánaðargamalt. Mikið álag var á starfsfólki enda var gert ráð fyrir 150 börnum í húsinu. „Mörg barnanna áttu mjög erfitt enda alin upp í mikilli fátækt við erfiðar heimilisaðstæður,“ segir Matthildur. „Það sem er áberandi í þessari sögu allri er hve mikil virðing var borin fyrir börnunum og aðstæðum mæðranna sem sýndur var mikill skilningur á því hve langan vinnudag þær þurftu að vinna,“ segir hún. Björk bætir við: „Það kom fram í einni frásögn starfskonu að hér unnu kærleiks- ríkar og góðar konur sem sinntu börnunum vel.“ Haldið verður upp á afmæli Laufásborgar á afmælisdaginn, 25. október, frá klukkan 10.00- 14.00 og heitt á könnunni fyrir alla sem vilja koma í heimsókn. sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Systurnar Matthildur og Jensína Hermannsdætur, leikskólastjórar á Laufásborg ásamt Björk Þorleifsdóttur sagnfræðingi og leikskólabörnum. Í dag er Laufásborg rekin undir merkjum Hjallastefnunnar. Börnin eru í skólabúningum og kynin eru aðskilin í daglegu starfi. Skólahúsið og garðurinn eru lítið breytt frá upphafi en hafa verið aðlöguð að því starfi sem fram fer í dag. 28 úttekt Helgin 19.-21. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.