Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 18

Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 18
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.390.000 kr. Nú á enn betra verði 6 milljónir króna hafa safnast í átakinu Tour de Marel, þar af tvær milljónir á Íslandi. Starfsfólk Marel um allan heim safnaði áheitum sem renna til Krabbameinsfélags- ins. 2 ára samn- ingur bíður Hermanns Hreið- arssonar sem tekur við þjálfun karlaliðs ÍBV í Pepsideildinni í knattspyrnu á næsta tímabili. K arlar, rétt eins og konur, hafa mismikinn áhuga á jafnrétti, því ógurlega og hrollvekjandi fyrir- bæri. Sumir karlar álíta femínisma hið sjálfsagðasta mál, aðrir komast í tengsl við hann á fullorðinsárum, kannski við að ala upp börn, við að koma út úr skápnum eða þegar þeir upplifa mis- rétti, annað hvort á eigin skinni eða hjá ástvinum. Aðrir karlar hafa völd, eiga peninga og lifa þægilegu lífi þar sem þeir ráða öllu sem þeir vilja ráða, og femínisminn ógnar þessum forréttind- um. Þess vegna vilja þeir ekki sjá hann. Ég passa drykkinn minn Sumir karlar kannast einfaldlega ekk- ert við að fyrir hendi sé nokkurt vanda- mál, enda fátt eins blindandi og forrétt- indi. Ef við myndum spyrja 100 konur í borg til hvaða varúðarráðstafana þær gripu til að verja sig kynferðisofbeldi myndu sennilega öll eftirfarandi svör koma fram, og fleiri til: – Ég spái í hvernig ég klæði mig, er ég að senda röng skilaboð? Bjóða upp á nauðgun? – Ég forðast að vera ein á ferli í myrkri. – Ef ég er ein á ferli í myrkri er ég allt- af búin að slá númerið hjá neyðarlín- unni inn í símann minn svo ég geti hringt um leið og einhver ræðst á mig. – Ég hringi í vin minn og held honum í símanum þar til ég er komin heim. – Ég er með flautu og piparsprey í vesk- inu. – Ég held lyklunum mínum á milli fingranna ofan í vasanum svo ég geti stungið árásarmanninn í augun. – Ég æfi sjálfsvörn. – Ég passa drykkinn minn. – Ég verð aldrei drukkin. – Ég verð aldrei of drukkin. – Ég læt vinkonu mína vita hvert og með hverjum ég fer á stefnumót. – Ég fer aldrei heim með strák nema ég þekki hann mjög vel. – Ég læt leigubílstjórann hleypa mér út 200 metrum frá heimili mínu svo hann viti ekki hvar ég á heima. Karlar óttast ekki kynferðisof- beldi Hundrað karlar í borg, spurðir að því sama, hefðu væntanlega engin svör. Karlar óttast ekki kynferðisofbeldi að nokkru marki; óttinn er sprottinn úr reynsluheimi sem karlar þekkja ekki og því er í raun ekkert skrítið við að það sé flóknara fyrir þá að verða femínistar. Sumir karlar finna sig aldrei í femín- isma því þeir upplifa hann sem kvenna- stefnu sem hafi einungis áhuga á aukn- um réttindum (og endanlega algjörum yfirráðum) kvenna. Þessir karlar tala um karlréttindi og æpa á torgum; ÉG SKAL VERÐA FEMÍNISTI ÞEGAR FEMÍNISMINN FER AÐ HAFA EIN- HVERN ÁHUGA Á MÉR. Inn í þennan skilning þeirra vantar það sem sum okkar vita; feðraveldið hyglir fáum. Það hyglir ekki karlmönnum almennt. Það hyglir einungis þeim sem beita ofbeld- inu, þeim sem hafa völdin, hafa röddina og þeim sem eiga peningana. Það hygl- ir eina prósentinu sem kúgar hin 99. Ég biðst kvenlega forláts Flest höfum við engin völd (og girn- umst þau ekki sérstaklega) heldur þráum það eitt að hafa frelsi og frið til að vera eins og við erum. Mín bar- átta gengur út á einmitt það. Að ögra viðteknum, gamaldags, rígföstum og sauðheimskulegum hugmyndum feðra- veldisins um að karlar séu frá annarri plánetu en konur og eigi því allir að haga sér svona og alls ekki hinsegin (ég biðst kvenlega forláts á orðagríninu). Körlunum í mínu lífi sárnar þegar gefið er í skyn að allir karlar séu kyn- óðar skepnur sem hugsi með typpinu og hafi enga stjórn á sér þegar mögu- leikinn á fullnægingu er í sjónmáli. Þeim sárnar þegar þeir sjá auglýstar pabbavænar bleyjur – sem eru auð- veldar í notkun af því að pabbar eru svo heimskir. Þeim sárnar að mega ekki gráta. Þeim sárnar að vera álitnir annars flokks foreldrar bara því þeir geta ekki gengið með börnin sín. Þeim sárnar að lesa gullkorn um að pabbi sé maðurinn sem „finnst skrítið að lítið barn skuli ekki geta sofið alla nótina og kúkað í klósett eins og annað fólk.“ Þeim sárnar hugmyndin um að karlar séu stærðfræðisnillingar og ótrúlega merkilegir bílstjórar en félagsleg og til- finningaleg fífl. Femínismi hefur það markmið að eyða þessum úrsérgengnu stöðluðu hugmyndum. Við viljum að fólk hafi frelsi til að vera allskonar. ViKan í tölum 363 næstu daga munu þau Annie Mist Þórisdóttir og Jón Margeir Sverrisson fljúga frítt með flugfélaginu Wow. Flug- félagið styrkir afreksfólk og kallar það „WOW-stjörnur“. Af hverju ekki karlréttindi? V i ð h o r f h i l d a r l i l l i e n d a h l hildur lilliendahl veltir fyrir sér körlum og femínisma. Körlunum í mínu lífi sárnar þegar gefið er í skyn að allir karlar séu kynóðar skepnur sem hugsi með typpinu. 5,5 milljóna króna krefjast Engilbert Jensen og félagar úr hljóm- sveitinni Hljómum fyrir notkun á laginu Þú og ég í kvikmyndinni Svartur á leik án sam- þykkis sveitarinnar. 6,5 stjörnur fékk kvikmyndin Frost samanlagt hjá gagn- rýnendum íslenskra dagblaða. Sprengjur gegn gengjaóvinum Sprengiefnafundur hjá hjólagenginu Outlaws þarf ekki að koma á óvart, að mati formanns Landssambands lögreglumanna. Sprengjur finnast oft hjá sambærilegum gengjum á Norður- löndum sem hafa notað þær gegn öðrum gengjum. Kannast ekki við leigusamning Kínverskt blað greindi frá því að Huang Nubo muni skrifa undir leigusamning um Grímsstaði við íslensk stjórnvöld í Kína í næsta mánuði. Aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra segir að sér sé ekki kunnugt um neinn leigusamning við Kínverjann. Norsk Næturvakt frumsýnd Norska útgáfan af Næturvaktinni, ís- lenskri gamanþáttaröð sem sló í gegn, var frumsýnd á fimmtudagskvöld á norsku sjónvarpsstöðinni TV 2. Óttast að tjón verði ekki bætt Bændur á Norðurlandi óttast að tjón þeirra vegna óveðursins á dögunum verði aldrei bætt að fullu. Þetta kom fram á íbúafundi í Mývatnssveit í vikunni. Þak á kostnað smálána Atvinnuvegaráðuneytið vinnur nú að því að setja skorður við lánakostnaði smálánafyrirtækja inn í frumvarp til laga um neytendalán. Ísland tapaði og fer í umspil Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Noregi 2-1 í síðasta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Ósló á miðvikudagskvöld. Noregur tryggði sér efsta sæti riðilsins og sæti í lokakeppninni í Svíþjóð í júlí. Ísland fer í umspil um laust sæti. Tilnefnd til MTV verðlauna Hljómsveitin Of Monsters and Men er tilnefnd til MTV verðlauna fyrir þátt sinn í Push-tónleikaröðinni og keppir þar við Lönu Del Ray, Ritu Ora og Carly Rae Jepsen. Hljómsveitin var tilnefnd fyrir bestu leikmyndina í myndbandinu við lagið Little Talks í Bandaríkjunum en tapaði fyrir Katy Perry. Lést eftir gassprengingu Jón Hilmar Hálfdánarson, 39 ára, lést af völdum gassprengingar í íbúð við Ofanleiti 17 í Reykjavík. 18 fréttir vikunnar Helgin 21.-23. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.