Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 39
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Kö n n u n t í m a r i t s i n s ti m e
Hvar geymirðu snjallsímann á nóttunni?
Í bílnum 1%
Í svefnherberginu 16%
Við hliðina á rúminu 68%
Í öðru herbergi en ég sef 13%
Annars staðar/mismunandi 2%
32%
segja að ef þeir fái að ráða noti þeir
textaskilaboð til að hafa samskipti
við fólk.
Hversu oft kíkirðu á snjallsímann?
(Bandaríkin)
Nokkrum sinnum á dag 38%
Á innan við fimm mínútna fresti 4%
Á tíu mínútna fresti 14%
Á hálftíma fresti 19%
Á klukkutíma fresti 17%
Hversu lengi gætirðu verið án hans?
(Bandaríkin)
Nokkra klukkutíma 34%
Einn dag 29%
Eina viku 19%
Einn klukkutíma 11%
13 ára
er talinn viðeigandi aldur fyrir barn
til að eiga farsíma. Meðaltalsaldur úr
könnun Time.
65%
foreldra telja að snjallsímarnir þeirra
geri þá að betri foreldrum.
26%
svarenda segjast fá samviskubit ef
þeir svara ekki vinnutengdum skila-
boðum fljótt og vel utan hefðbundins
vinnutíma.
*Könnun tímaritsins Time sem gerð var frá 29.
júní til 28. júlí. 4.700 manns svöruðu í gegnum
netið og 300 í gegnum síma í átta löndum.
fresti. Þá er hljómsveitin sem treður
upp í Late Night on Letterman með
klukkutíma tónleika í stúdíóinu í
Ed Sullivan Theatre. „Appið kemur
út á næstu dögum. Þar getur fólk
skoðað gamla tónleika, fylgst með
væntanlegum tónleikum og tekið
þátt í að velja lög hjá bandinu sem
er að fara að spila. Það eru 600 sæti
í salnum og ekki einn miði seldur.
Eina leiðin fyrir almenning til að
nálgast miða er í gegnum appið,“
segir Atli.
Mikil gróska á Íslandi
Framtíðin er björt hjá Atla og
félögum enda virðast endalausir
möguleikar á snjallsímamarkaðn-
um. Gangverk er með samning við
tvær deildir CBS og næg verkefni
á borðinu. Atli segir að þó nóg hafi
verið að gera fyrir erlenda kúnna sé
mikill vöxtur á íslenska snjallsíma-
markaðinum og mörg spennandi
verkefni fram undan hjá félaginu.
Fyrir um mánuði kom út app fyrir
Arion banka þar sem Gangverk sá
um gerð Android-útgáfu appsins.
Auk þess hefur Gangverk unnið
talsvert fyrir Símann. Fyrirtækið
gerði app fyrir Landsmót hesta-
manna, Hönnunarmars, Iceland
Airwaves og nýtt app fyrr RIFF
kemur á næstu dögum.
„Við höfum átt góð samskipti við
Símann sem hefur verið leiðandi í
því að innleiða öpp hér á landi. Sím-
inn stendur að baki RIFF-appinu
sem er að mínu viti eitt flottasta app
sem komið hefur út á Íslandi,“ segir
Atli stoltur.
„Gróskan er slík á snjallsíma-
markaði að okkur bráðvantar fleira
gott fólk til liðs við fyrirtækið,“
segir Atli. „Sérstaklega í ljósi þess
að Gangverk vinnur nú að þróun
eigin verkefna sem koma á ís-
lenskan snjallsímamarkað á næstu
mánuðum.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
65%
Ég get ekki
verið án
iPhone!
40%
Ég myndi
frekar hætta
að drekka kaffi.
18% Ég skal
hætta að baða
mig daglega
frekar en láta
iPhone af
hendi.
15% Heil helgi án iPhone? Ég myndi frekar gefa kynlíf upp á bátinn!
85%
síma sem seldust á öðrum
fjórðungi þessa árs eru með
Android- eða iOS-stýrikerfi.
Google og Apple hafa al-
farið tekið yfir markaðinn sem
BlackBerry og Symbian voru
áður mjög áberandi á. Bæði
BlackBerry og Symbian eru
nú með undir fimm prósent
markaðshlutdeild. Samkvæmt
tölum frá International Data
Corporation voru 68,1 prósent
allra síma sem seldust á
þessu tímabili með Android-
stýrikerfi.
öpp eru nú fáan-
leg í App-verslun
Apple. Fólk með
Android-síma
getur valið úr
600.000 öppum
og fólk með
Windows-síma úr
100.000 öppum.
Samkvæmt BI
Intelligence var
90 prósent af
öppunum hjá
Apple halað
niður að minnsta
kosti einu sinni
í mánuði. Meðalnotandi þar
á bæ er með um 100 öpp í
símanum sínum.
4
af
hverj-
um 5
mín-
útum
sem
fólk í
Banda-
ríkj-
unum notar snjallsíma sína
er varið í öpp. Facebook er
vinsælast en 12% tíma sem
varið er í snjallsíma fer í
Facebook. Samkvæmt comS-
core ver meðal Twitter-notandi
um tveimur klukkutímum í
Twitter-appið en rétt yfir 20
mínútur á vefsíðunni.
full-
orðinna á
Norður-
löndunum
notar
snjallsíma
sem
fyrstu
gátt á
internet-
ið, tekur
símann
fram yfir
tölvuna.
Um það bil 28 prósent Banda-
ríkjamanna nota snjallsíma
sem fyrstu gátt á netið, sam-
kvæmt Business2Community.
com.
70
0.
00
0
50
%
*samkvæmt könnun Gazelle.com meðal iPhone-
eigenda í júní 2012.
úttekt 39 Helgin 21.-23. september 2012