Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 20
HLAUP NÚNA STEIK Á EFTIR S tóra stundin. 20. ágúst síðastliðinn biðu Andrea Rúna Þorláksdóttir og Brjánn Jónasson eftir stráknum sínum í anddyri hótels í Jinan borg í Kína. Þau voru stressuð, spennt enda langþráður draumur að rætast. Þau voru að fá barnið sitt í hendurnar. Litli Mingji Fu varð þeirra Kári Björn Mingji Brjánsson. Hann ber nafn með rentu því það er engin lognmolla í kringum þennan kraftmikla dreng. Það fyrsta sem þau heyrðu var grátur, rétt eins og svo margir upplifa þegar þeir verða foreldrar í fyrsta sinn. Þau ætluðu að vera tilbúin með myndavélarnar. En geðshræringin var of mikil. Þau missti af augnablikinu þegar hann kom grátandi með starfsmanni af barnaheimilinu sem hann hafði búið á frá því að hann fannst í húsasundi, aðeins ungbarn. „Já, hann hágrét,“ segir Brjánn. „Hann vildi ekkert púkka upp á okkur. Hann vildi ekki fara frá starfsmönnum barnaheimilisins,“ segir hún. Litli drengurinn þeirra var ekki mældur í mörkum eftir að þau fengu hann í hendur, 88 sentimetrar og tæp tólf kíló, hættur á bleiu og kominn á fasta fæðu – cheerios í skál heillaði Kára sem orðinn var 28 mánaða gamall. „Svo fékk hann snakkpoka sem starfsmaðurinn var með.“ Brjánn hlær. „Já, starfsmaðurinn kunni greinilega á krakkana sína.“ Andrea lýsir því hvernig hann skáskaut augunum að þeim á meðan hann borðaði. Frá vorinu höfðu þau beðið eftir því að fá litla snáðann í hendurnar. Hágrét í fangi foreldranna „En við fengum ekki mikinn tíma til að vinna hann á okkar band. Við urðum að rjúka á ljós- myndastofu til að ganga frá pappírum. Við löbb- uðum þangað. Ég tók Kára upp og hélt á honum,“ segir hún. „Hann hágrét. Vildi ekki vera hjá okk- ur. Á ljósmyndastofunni gátum við talað við hann á meðan myndirnar voru framkallaðar.“ Brjánn samsinnir. „Já, við náðum aðeins að kynnast honum. Og hann gaf Andreu snakk.“ Uppi á hótelherbergi léku þau við litla dreng- inn sinn. Þetta var tregafull stund fyrir lítinn dreng en sú gleðilegasta fyrir nýorðna foreldra. „Við urðum að átta okkur á því að við vorum búin að undirbúa okkur í mörg ár að eignast barn og marga mánuði að hitta hann,“ segir Brjánn. „Já, og hann greyið var rifinn úr fanginu á fólki sem hann þekkti og settur í okkar. Hann vissi ekkert um okkur. Skildi ekki tungumálið sem við töluðum og við ekki það litla sem hann gat bablað,“ segja þau og klára setningar hvors annars. „Já, við vissum að hann gæti hafnað okkur,“ segir hún. „Hann gæti grenjað, öskrað út í eitt, slökkt á sér, starað út í loftið án þess að bregðast við áreiti – sem eru varnarviðbrögð. En þetta gekk betur en við þorðum að vona. Fyrstu dag- arnir voru erfiðir. Mjög erfiðir. En ekki allur dag- urinn, því inn á milli var hann kátur og glaður, en hann sýndi líka mikla reiði. En við vissum að það væri gott merki,“ segir hún og hann tekur við. Leist vel á að ættleiða „Já, það er gott að barnið sýni tilfinningar. Það er merki um heilbrigði að hann skipti skapi. Og fyrstu dagarnir voru skrítnir. Við vorum komin með splunkunýtt barn og vorum að reyna að finna út hvað við gætum gefið honum að borða.“ Hún tekur við. „Já, við vitum að börn þurfa rútínu, en sáum að í þessari ferð var engin leið að byrja að byggja upp einhvern ryþma. Við vorum alltaf að þeytast á milli skrifstofa. Dagarnir snerust um að sækja alla pappíra og komast heim.“ Þau Brjánn og Andrea hafa búið saman frá því ári eftir að þau kynntust í mannfræði í Háskólan- um rétt fyrir aldamót, eða 1999. Þau hafa verið saman í þrettán ár. Síðustu sex ár hafa þau verið tilbúin fyrir barneignir og stefnt á þær. „Við átt- uðum okkur á því að getnaður gæti tekið nokkra mánuði en ekki mörg ár!“ Þau reyndu nokkrar tæknifrjóvganir en ákváðu snemma að fara út í ættleiðingu. „Það voru vonbrigði að tæknifrjóvgunin gengi ekki en okkur leist vel á ættleiðingu. Hún virtist eiga vel við okkur. Eftir ákvörðunina var eins og þungu fargi væri af okkur létt. Það var léttir að geta hugsað til þess að sama hvað gengi á myndum við á endanum eignast barn. Með tæknifrjóvgun getur maður aldrei verið viss,“ segir Brjánn. Gáfust upp á Kólumbíu Eftir langt og strangt ferli voru þau komin með alla tilskilda pappíra í október 2009. Þau ákváðu að ættleiða barn frá Kólumbíu en vegna síbreyti- legra reglna og krafna þar í landi óttuðust þau að Tregafull gleðistund í Kína Sex árum eftir að þau Andrea og Brjánn ákváðu að verða foreldrar fengu þau litla son sinn í hendur. Löng og ströng barátta fyrir barni hafði leitt þau til Kína. Litli drengurinn, sem áður bar nafnið Mingji Fu, varð þeirra Kári Björn Mingji Brjánsson. Ein mesta gleðistund lífs þeirra var tregafull, þar sem lítill, nærri tveggja og hálfs árs drengurinn, varð að segja skilið við fyrra líf sitt og fólkið af barnaheimilinu sem hann þekkti. Nú hefur hann eignast foreldra fyrir lífstíð. Mánuðirnir sem for- eldrarnir lásu um í skýrslum Þriggja mánaða gat Kári Björn hlegið upphátt. Hálfs árs gat hann setið með stuðningi og veifaði höndum og fótum þegar hann lá í rúminu sínu. Níu mánaða var hann með þrjár tennur og gat stutt sig með höndunum, lyft höfðinu og ruggað sér. Hann gat setið einn í rúminu sínu og rúllað sér. Árs gamall var hann með 5 tennur. Fimmtán mánaða fór hann í þjálfunarprógramm og tók miklum fram- förum. Gat staðið og haldið á hlutum, fannst gaman að leika við aðra. Var aktívur og brosti mikið. Þekkti nafnið sitt og fannst gott að fá faðmlög. 21 mánaðar gat hann labbað auðveldlega og skilið einfalda hluti eins og borða, sofa, opna/loka hurð. Hann klifraði upp á borð, fannst gaman að leika með leikföng. Var kurteis og hlýðinn og fannst gaman að fá hrós. Gat sagt nokkur orð, var aktívur, fannst gaman að leika sér við aðra og með dót. Í uppáhaldi var að hlaupa og leika sér með bolta. Framhald á næstu opnu Ég get ekki hugsað mér lífið öðru- vísi enda búin að þrá þetta líf mjög lengi. Árum saman hefur maður haft nægan frítíma fyrir sjálfan sig. Nú er nægur tími til að leika við son sinn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Andrea og Brjánn með litla son sinn, Kára Björn Mingji, sem þau fengu inn í líf sitt fyrir mánuði. Mynd/Hari 20 viðtal Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.