Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 26
og þótt þetta sé að einhverju leyti
klisja – að fólk hugsi til baka –
þá er þetta bara sannleikurinn.
Lífið rennur í gegnum huga þér á
þessum stundum. Þetta er líka svo
mögnuð pæling í þessari mynd-
líkingu um Ísland. Landið gerir allt
til þess að ganga frá þér. Fyrst gýs
yfir þorpið og það fer hálft undir
hraun og hinn helmingurinn undir
vikur.
Eyjamenn koma svo og moka sig
út úr þessu en síðan ræðst sjórinn
á hann og reynir að drepa hann
en hann syndir í land og gengur
svo yfir hraunið sem reyndi að
drepa hann fyrir tíu árum. Og hvað
gerirðu? Þú ferð aftur heim. Það er
mjög magnað hvernig þetta spilar
allt saman í þjóðarsálinni.
Margir Eyjamenn komu ekki
aftur heim eftir gos og í myndinni
hefur lítill strákur eftir föður sínum
að þeir sem fóru séu aumingjar
sem fóru til Reykjavíkur.
Þetta er ekki bara hugsunar-
háttur sem einkennir Vestmanna-
eyinga heldur Íslendinga sem þjóð.
Þeir sem fóru burtu í hruninu eru
aumingjar. Þetta er mjög viðtekin
pæling. Ég er ekkert að segja að
það sé rétt eða rangt. Þetta er bara
áhugavert og ég er ekkert að reyna
að predika en ég tengi við þetta.
Ameríkanar tengja við fólk í skikkj-
um að fljúga sem hetjur. Ég tengi
við þennan dreng sem vinnur þetta
afrek og er einhvers konar hetja.
Með því að tengja við þessa sögu
þá getum við speglað okkur sjálf í
henni eins og við speglum okkur í
Íslendingasögunum til dæmis. Og
það er heilbrigðara en að spegla
sig í áliti útlendinga á okkur. Það
var eitthvað sem dró mig að því að
gera þetta á þessum tíma,“ segir
Baltasar sem réðist í gerð Djúpsins
eftir hrun.
Hollywood var ekki takmarkið
Lilja og Baltasar búa norður í
Skagafirði en eru eðli málsins sam-
kvæmt á miklum þeytingi sem
hefur síst minnkað eftir að Balt-
asar haslaði sér völl í Hollywood.
Hof er griðastaður þeirra þar sem
þau sinna börnum á ýmsum aldri
og auðvitað hestunum sem skipa
stóran sess í lífi þeirra. Baltasar
klippir oftast myndir sínar að ein-
hverju leyti á Hofi og fór þannig
með stórmynd sína Contraband
frá Hollywood í klipp-
ingu í Skagafjörðinn. En
hvað finnst stórlöxunum í
Hollywood um að leikstjór-
inn láti sig hverfa í íslenska
sveit í eftirvinnslu?
„Þeir ná þessu ekki
alveg,“ segir Baltasar en
Lilja bætir um betur: „Þeir
ná þessu ekki. Það er ekki
séns.“ Baltasar brosir:
„Þeim finnst þetta samt
svolítið magnað.“ Og Lilja hlær:
„Þeim finnst þetta bara skrítið. Þeir
botna ekkert í þessu.“
Það er því deginum ljósara að
Íslendingurinn þykir nokkuð kyn-
legur kvistur í höfuðborg kvik-
myndaiðnaðarins. „Mark Wahlberg
sagði við mig þegar ég var að leika
í Listaverkinu að ef ég skyldi ekki
hafa orðið var við það þá vildi hann
bara benda mér á að ég væri orðinn
stór Hollywood-leikstjóri þannig
að hann fattaði ekki alveg hvað ég
væri að gera uppi á einhverju sviði
á Íslandi,“ segir Baltasar sem hefur
engin áform um að slíta ræturnar.
„Ég get bara ekkert að þessu
gert. Ef við horfum á þetta eins og
þetta er þá gerði ég ekki íslenskar
myndir til þess að komast að í
Hollywood. Þetta var ekki stökk-
pallur þangað þannig að þótt mér
hafi boðist verkefni upp úr þessu
öllu þá hefur það ekkert með
það að gera að mig langi ekki til
þess að gera íslenskar bíómyndir.
Mér finnst ég ekkert vera búinn
með þetta og sé kominn á annan
stað. Ég held að margir hugsi það
þannig. Að nú sé ég bara farinn til
Ekki hægt að
sleppa Ólafi Darra
Ólafur Darri Ólafsson er frábær í aðal-
hlutverkinu í Djúpinu þar sem hann
leikur sjómanninn Gulla. Í raun standa
allir leikarar sig með stakri prýði en
Baltasar segist hafa gætt sín á því að
fylla ekki myndina af stjörnum.
„Ólafur Darri lá náttúrlega beint við
en ég hugleiddi aðra leikara en það
var ekkert hægt að komast fram hjá
honum. Hann er eins og fæddur í þetta
hlutverk, sem er risahlutverk fyrir
mann af hans kaliberi, og það var ekki
hægt að láta hann ekki leika þetta. Það
var bara ekki réttlætanlegt.
Guðlaugur var aðeins yngri en Darri
þegar sjóslysið varð en við gátum ekki
verið að velta okkur upp úr aldrinum
nákvæmlega. Strákarnir í áhöfninni
voru einhverjir yngri í raunveruleik-
anum en mér finnst þetta vera meira
um íslenska sjómenn í heild þannig að
ég vildi lýsa nokkrum manngerðum
sem eru nokkuð dæmigerðar fyrir
ýmsar gerðir íslenskra sjómanna.“
Hollywood. En það er ekki þannig.
Ég er að þróa verkefni hérna,
kaupa bækur og skoða ýmislegt
sem ég hef áhuga á að gera.“
Baltasar stofnaði nýlega fram-
leiðslufyrirtæki á Íslandi og stefnir
að því að gera sakamálaþætti ásamt
Magnúsi Viðari Sigurðssyni og
Sigurjóni Kjartanssyni. Þá hefur
hann tryggt sér kvikmyndarétt-
inn á Sjálfstæðu fólki og Gerplu
eftir Laxness. Og síðan hefur hann
ekki gleymt Grafarþögn, framhaldi
Mýrarinnar sem hann hefur lengi
haft hug á að gera. „Mig langar
rosalega að gera Grafarþögn. Ég
var búinn að fjármagna hana en
það hefur gengið illa að finna rétta
tækifærið til að ná öllum saman og
klára dæmið. Án þess að ég vilji
hljóma eitthvað væminn þá er ég að
Ólafur Darri sýnir stórleik í Djúpinu.
reyna að nota þessi tengsl mín úti
og setja fjármagn í þennan bransa
hérna heima. Ég vil halda áfram að
fjárfesta og framleiða hérna.“
Baltasar segist ekki sjá neitt
nema jákvætt við þann árangur
sem hann hefur náð ytra. „Það er
alveg hægt að taka afbrýðisemina
á þetta en ég held að þetta sé allt
af hinu góða og geti gagnast fleiri.
Maður finnur alveg að þetta opnar
möguleika. Það hefur til dæmis
aldrei komið leikstjóri frá Fær-
eyjum sem hefur náð í gegn en ef
einn slíkur kæmi fram þá myndi
fólk fara að líta á aðra leikstjóra frá
Færeyjum. Þannig er þetta og þetta
hangir allt saman,“ segir Baltasar
og nefnir útrás íslenskrar tónlistar
í kjölfar Bjarkar sem dæmi um
hvernig eitt leiðir af öðru.
Risavél með þúsund
tannhjólum
Þegar færi hefur gefist hef-
ur Lilja verið með Baltasar
á tökustöðum í Bandaríkj-
unum og hún segir í raun
um tvo gerólíka heima að
ræða þegar kvikmynda-
gerð á Íslandi er borin
saman við það sem er í
gangi í Hollywood.
„Ástríðan í sköpuninni og kvik-
myndagerðinni hérna er allt önnur.
Áran og orkan eru bara allt öðru-
vísi. Hún er ekkert betri eða verri
en þegar ég er búin að vera með
Baltasar á setti í margar vikur og
er búin að anda þessu andrúmslofti
að mér þá finn ég alveg hverslags
rosaleg maskína þetta er. Og hvað
þetta er mikill iðnaður. Þetta er
eins og bílaframleiðsla.“
„Já, já og það er hægt að gera
góða bíla og það er hægt að gera
lélega bíla. Þetta er náttúrlega
stærsta útflutningsgreinin þeirra
og er eins og stóriðja,“ segir Baltas-
ar og Lilja tekur undir: „Nákvæm-
lega. Það er ofboðslegur máttur
í þessu. Þetta er eins og risavél
með þúsund tannhjólum og það er
magnað að sjá þetta apparat virka.“
Baltasar segir að sér finnist að
mörgu leyti frábært hvernig hlut-
irnir ganga fyrir sig í Hollywood.
„Evrópubúar tala oft niður til
Hollywood og finnst allt frábært
í Evrópu. Við horfum á svo mikið
sem kemur frá Ameríku en ef þú
horfir á allt sem kemur frá Evrópu
Framhald á næstu opnu
Hjónin deila ástríðu fyrir hestamennsku og reynslan af hestunum gagnast Baltasar
vel þegar hann þarf að hafa taumhald á Hollywood-stjörnum.
26 viðtal Helgin 21.-23. september 2012