Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 33
Farðu skynsamlega með þitt Fé! Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kreditkort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja. Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is. FÍ TO N / S ÍA Borghildur Guðmunds- dóttir og þáverandi eigin- maður hennar, Richard Colby Busching, bjuggu í Kentucky í Bandaríkj- unum með barnunga syni sína tvo þegar þau skildu að borði og sæng. Eftir að lögskilnaðurinn gekk í gegn sá Borghildur sér ekki annað fært en að fara heim til Íslands með drengina. Hún hafði verið háð manni sínum með framfærslu þar sem hún var í námi en hann bjó þannig um hnútana fjár- hagslega að henni voru allar bjargir bannaðar. Þegar hún hafði dvalið í rúmt ár á Íslandi fór Richard fram á að hún sneri aftur með börnin til Bandaríkjanna þar sem hann stefndi Borghildi fyrir dóm í forræðismáli. Íslenskir dómstólar úr- skurðuðu að Borghildur skyldi verða við kröfum eiginmannsins fyrrver- andi og henni var gert að fara með drengina til Bandaríkjanna í ágúst árið 2009. Hún höfðaði þá mál til þess að fá úrskurðinum hnekkt en tapaði bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá var henni gerð grein fyrir því að bæði Interpol og FBI myndu aðhafast í málinu ef hún færi ekki að dómsúrskurðinum. Hún fór því út í óvissuna til Kentucky. Hún átti ekki fyrir flugmiðunum og dvalar- og atvinnuleyfi hennar í Bandaríkjunum var útrunnið. Áður en hún hélt utan furðaði hún sig í fjölmiðlum að hægt væri að „henda íslenskum ríkis- borgurum úr landi eins og tuskum“. Hún undraðist einnig að réttur barnanna væri í engu virtur og spurði hvort mætti svipta þau móður sinni og öllu öryggi. Richard er her- maður og átti við geðræn vandamál að stríða eftir að hafa barist í Íraksstríð- inu og Borghildur sagði drengina óttast föður sinn. Baráttan um forræðið yfir drengjunum stóð síðan í átta mánuði en lauk með sigri Borghildar sem sneri aftur heim til Íslands með syni sína tvo. Vísað frá Íslandi út í óvissuna í Bandaríkjunum Borghildur gafst aldrei upp og hafði sigur í bandarísku réttarkerfi en slíkt er fáheyrt í forræðisdeilum útlendinga við heimafólk. Ég held líka að það skipti rosalega miklu máli að elska börnin sín aðeins meira en maður hatar fyrrverandi. sem er börnunum fyrir bestu. Hann hafði engan áhuga á því að hlusta á klögumál og umkvartanir míns fyrrverandi og lögmanns hans um mig. Hann þaggaði snarlega niður í hinum lögfræðingnum með því að segja að ég hefði engin lög brot- ið í Bandaríkjunum. Ég hafi gert skyssu með því að fara með börnin til Íslands í góðri trú en væri komin til baka og hefði engin lög brotið. Hann sagðist ekkert vilja ræða þetta heldur hver hefði séð um börnin, hvar þau hafi það best, hver þekki börnin og hvar þau vilji vera. Hann horfði líka á ástæðurnar fyrir því að ég ákvað að fara heim. Þær voru gildar og góðar. Ég hafði rosalega sterkt mál og sannanir fyrir öllu sem ég sagði.“ Borghildur segir syni sína una hag sínum vel á Íslandi. Þeir séu frjálsari hér og séu kampakátir. „En þeir vilja hitta pabba sinn sem er náttúrlega bara frábært. Og þeir hafa Skype til að heyra í honum en upplifa höfnun vegna þess að pabbi þeirra hefur lítið samband.“ Ýtt út í bókarskrif Borghildur hélt nákvæmar dagbæk- ur yfir allt sem á daga hennar dreif á meðan deilan stóð yfir og þær urðu grunnurinn að sögu hennar, Ég gefst aldrei upp, sem kemur út hjá Sölku eftir nokkrar vikur. „Ég byrjaði að skrifa stuttu áður en ég fór út vegna þess að ég varð að muna allar staðreyndir. Maður verður að vera með allt á tæru. Ég er alræmd fyrir að þurfa að hafa allt skrifað niður svo ég gleymi því ekki þannig að ég var alltaf að skrifa brjálaðar dagbækur á hverj- um degi. Og upp úr þeim varð bókin til. Systir mín stakk upp á því að ég gæfi út bók. Ég sagði henni að hún væri bara biluð og að ég væri eng- inn rithöfundur. Hún ákvað samt í einhverri dellu að setja á Facebook hjá sér að ég væri að skrifa bók. Þá fékk ég náttúrlega brjálaðar kveðj- ur og hvatningu þannig að það var komin pressa á mig.“ Borghildur lét því slag standa og hellti sér út í skrifin. „Ég var líka farin að spá mikið í þessu vegna þess að svo margar konur höfðu haft samband við mig og sagt mér frá því hvernig þær hefðu tapað og fengju ekki að sjá börnin sín aftur. Þá ákvað ég bara að skrifa um þetta allt saman hvort sem ég myndi vinna eða ekki vegna þess að allt skiptir þetta máli. Það er nefnilega oft þannig að þeir sem hlutast til um forsjármál gera sér ekki grein fyrir hversu mikil forsaga liggur að baki. Ég er ekki bara einhver dama sem ákveður bara allt í einu að fara heim. Ég skil allar eigur mínar eft- ir í Bandaríkjunum þegar ég fer til Íslands. Húsið, bílinn, alla muni, erfðagripi eftir pabba og mömmu og afa og ömmu. Allar ljósmyndir af mér sem barni og strákunum litlum. Maður skilur allt eftir og það þarf ansi mikið að ganga á til þess að þú takir svona ákvörðun. Þannig að hvort sem ég hefði unn- ið eða tapað þá ákvað ég að halda áfram að skrifa þessa bók. Hvort sem hún kæmi út eða ekki. Ég gæti þá að minnsta kosti skrifað mig burt frá þessari sögu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is viðtal 33 Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.