Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 38
40-70% Rýmingarsala Korputorgi ÓDÝRT FYRIR ALLA! Opið næstu daga. Kl. 11:00–18:00 U m sjö milljarðar manna byggja nú jörðina. Sam- kvæmt nýleg- um tölum eiga jarðarbúar um 1,2 milljarða tölva en sex milljarða síma. Þessir sex milljarðar síma eru vissulega afar misjafnir, allt frá eldgömlum jálkum upp í iPhone 5. En þróunin er samt afar hröð og sífellt fleiri eiga nú og nota snjall- síma. Í raun má segja að það sé eng- inn maður með mönnum nú til dags nema eiga snjallsíma. Vöxtur snjallsímamarkaðarins er hraðari en vöxtur sjónvarpsmark- aðarins á sjötta áratugnum og inter- netmarkaðarins á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Á síðasta ári voru 47 prósent af öllum seldum símum hjá Vodafone hér á landi snjallsímar. Það sem af er þessu ári eru eru 60 Smíða öpp fyrir milljónir manna Ótrúlegur vöxtur hefur verið í sölu og notkun á snjall- símum síðustu misseri. Sextíu prósent seldra síma á árinu eru snjallsímar og það hlut- fall eykst með hverjum mán- uði. Smátt og smátt virðist fólk vera að færa netnotkun sína úr tölvum yfir í síma. Í Kaaberhúsinu við Sætún er að finna hugbúnaðarfyrir- tækið Gangverk sem sérhæfir sig í að smíða öpp. Milljónir manna nota öpp Atla Þor- björnssonar og félaga, allt frá gestum Iceland Airwaves til milljóna útvarpshlustenda í Bandaríkjunum. prósent allra seldra síma snjallsímar. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir að þetta hlut- fall fari hækkandi með hverjum mán- uði. Þróunin er enda sú að sífellt fleiri nota símann sinn til að sinna helstu netnotkun sinni; Facebook, banka- viðskiptum og upplýsingaleit svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru ótalin öll öppin. Hundruð þúsunda eru í boði. Íslendingar í fremstu röð Á efstu hæð Kaaberhússins í Sætúni er fyrirtækið Gangverk til húsa. Það er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki í framleiðslu appa hér á landi. Fyrir- tækið hefur gert öpp fyrir Arionbanka og Símann en starfar líka fyrir erlend fyrirtæki á borð við fjölmiðlarisann CBS. „Fyrsta stóra appið sem fór út frá okkur var endursmíði á appi fyrir Radio.com. Það tók sex mánuði að smíða og kom út í mars á þessu ári,“ segir Atli Þorbjörnsson, einn eigenda Gangverks. Radio.com er einskonar regnhlíf yfir allar útvarpsstöðvar CBS í Bandaríkjunum en þær skipta hundruðum. Appið virkar einfaldlega þannig að fólk velur sér staðsetningu og tegund tónlistar og getur í kjölfarið hlustað á stöðvar að sínu skapi. Millj- ónir notast við þetta app. Fyrir vikið má fullyrða að þetta sé útbreiddasta app sem íslenskt fyrirtæki hefur smíðað. Gangverk hefur framleitt fleiri öpp fyrir CBS. Má þar nefna svokallað Metrolyrics-app sem snýst um að finna texta við lög auk þess sem það ber kennsl á lög sem fólk þekkir ekki. Þá eru starfsmenn Gangverks að skrifa nýja útgáfu af Last.fm-appinu en það vörumerki þekkja margir Ís- lendingar. Smíða fyrir þátt Lettermans Nýjasta verkefni Gangverks fyrir CBS er svo Live on Letterman-app. Live on Letterman er sjónvarpsþáttur sem sendur er út í beinni útsendingu í Bandaríkjunum á nokkurra vikna Atli Þorbjörnsson og félagar á skrifstofu Gangverks í Kaaberhúsinu. Þeir smíða öpp fyrir fjölmiðlarisann CBS sem milljónir snjallsímanotenda nota. Ljósmynd/Hari App fyrir sjónvarpsþátt David Letterman. App fyrir útvarpsstöðvar CBS. Android-útgáfa Arion banka appsins. Kvikmyndahátíðin RIFF. Iceland Airwaves. N o k k u r Þe i r r A A ppA S e m G A N G v e r k h e fu r S m Í ðA ð 38 úttekt Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.