Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 2
Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Sjúkraliðar hafa látið svína á sér Þ rjátíu til fjörutíu fjölskyldur neyð-ast til að flytja úr húsum sínum árlega af völdum myglusvepps og dæmi eru um að hús hafi verið dæmd ónýt vegna myglusvepps, að sögn Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur, sérfræðings í myglusveppi hjá Húsi og heilsu. „Þekking á myglusvepp er sífellt að aukast og fólk æ meira vakandi fyrir þessu vandamáli,“ segir Sylgja. „Dæmi eru um að seljendur óski eftir því að farið sé yfir hús þeirra áður en þau eru seld og kannað hvort þar megi finna myglusvepp, og er það mjög jákvætt,“ segir hún. Fréttatíminn birti nýverið viðtal við Vigdísi Völu Valgeirsdóttur sem átti í mjög erfiðum veikindum í þrjú ár vegna myglusvepps. Einkennin lýstu sér með útlimadoða og lömun, ofskynjunum og sjóntruflunum. „Ég gat ekki lesið en er samt með fullkomna sjón. Þetta helltist yfir mig í köstum og ég átti kannski góð- an mánuð og slæman mánuð. Þegar var minna álag á mér á sumrin gat ég farið út úr húsi því ég var ekki jafn slæm,“ lýsir Vigdís Vala. Oft á tíðum þurfti að halda á Völu ef hún þurfti að komast á salerni því hún stóð ekki undir sér sjálf. „Ég vann einu sinni við umönnun á Grund og það var álíka mikið mál að koma mér út úr rúmi og þeim sjúklingum sem ég annaðist þar. Það þurfti að hjálpa mér að setjast upp í rúminu. Þegar ég var skárri og komst fram úr lenti ég stundum í því að fæturnir gáfu sig og ég hrundi einfald- lega í gólfið.“ Kona um þrítugt, sem ekki vill láta  IcelandaIr Hækkar og Hækkar í verðI Fengi 4.294.000.000 krónur ef hann seldi núna Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatimann.is Ef Framtakssjóður Íslands seldi öll bréf sín í Icelandair í dag yrði hagnaður hans fjögur þúsund, tvö hundruð níutíu og fjórar milljónir króna eða tæpir 4,3 milljarð- ar. Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um nærri fjörutíu prósent það sem af er ári. Framtakssjóður Íslands er stærsti hluthafinn í félaginu með 19 prósenta hlut. Háværar gagnrýnisraddir heyrðust þegar Framtaks- sjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, lagði þrjá milljarða í Icelandair fyrir þrjátíu prósenta hlut í félaginu sumarið 2010. Hann seldi rúman þriðjung hlutabréfa sinna í október, fékk ríflega 2,7 milljarða fyrir og hagnaðist um nærri 1,5 milljarða. Síðan hefur gengið hækkað um nærri þriðjung. Og bara ef Framtakssjóður- inn hefði selt á gengi dagsins í dag væri hann átta hundruð milljónum ríkari. Vilhjálmur Bjarnason, Á að selja? „Fram- takssjóðurinn tjáir sig ekki um áform sín varðandi hlutabréf í félögum sem skráð eru í kauphöll,“ segir Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri. ?lektor og formaður Félags fjárfesta, segir þennan eina og hálfa milljarð þó engan ábata fyrir eig-endur Framtakssjóðsins þar sem lífeyrissjóðirnir hafi sjálfir keypt hlutinn. Hingað til hafi Icelandair „aðeins“ greitt út 800 milljónir í arð, sem sé of lítið. Ætli lífeyrissjóðirnir að hagnast á Icelandair verði aðrir að kaupa bréf- in en þeir sjálfir og arð- greiðslurnar að hækka. Miklar hækkanir í Kauphöllinni 114% Hampiðjan 39% Icelandair 23% Grandi 12% Hagar 11% Marel 8% Össur Heimild: Kauphöllin  HeIlsa ÞekkIng á myglusveppI sífellt að aukast Marga mánuði á Grensás vegna myglusvepps Tugir fjölskyldna þurfa árlega að flýja hús sín vegna myglusvepps. Ein kona hefur dvalist mán- uðum saman á Grensásdeild vegna mikilla veikinda sem hún rekur til myglusvepps í íbúð sinni. nafn síns getið, kannaðist við einkenn- alýsingu Vigdísar þegar hún las viðtalið við hana í Fréttatímanum. Hún hafði þá dvalist í tvo mánuði á Grensásdeild Landspítalans eftir mikil og erfið veik- indi sem enginn læknir fann skýringu á. Hún þjáðist af miklum höfuðverkjum sem taugalæknir taldi stafa af slæmu mígreni. Hún var sett á mígrenilyf, flogaveikilyf og hjartalyf til að reyna að sporna gegn höfuðverkjunum en þau gerðu ekkert gagn. Líffæri hennar, nýru og lifur, störfuðu ekki eðlilega og gallblaðran eyðilagðist þannig að hana þurfti að fjarlægja. Hún lenti eitt sinn í andnauð og var flutt með sjúkrabíl á spítala og einnig missti hún allan mátt í líkamanum og var um tíma bundin hjólastól því hún gat sig ekki hreyft. Hún fékk fjölda upphringinga frá fólki þegar viðtalið við Vigdísi Völu birtist, því vinir og ættingjar, könnuðust þar við einkennin. Þegar hún og eiginmaður hennar skoðuðu málið kom í ljós að myglusvepp var að finna í íbúð þeirra. Þau fluttu strax úr íbúðinni og gripið hefur verið til ráðstafana til að lag- færa skemmdirnar. Þau búa hjá móður hennar þangað til íbúðin verður aftur íbúðarhæf. Á þeim mánuðum sem liðið hafa eftir að þau fluttu út hafa einkenni hennar minnkað, hún getur nú hreyft sig sjálf og er að fá máttinn að nýju. Höfuðverkirnir hafa þó ekki enn lagast fyllilega. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Einkenni af völdum myglusvepps Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, ennisholu- bólgur, óþægindi og síendurteknar sýkingar, hósti, þurrkur eða sviði í hálsi eða lungum, hrotur, tíð þvaglát, niðurgangur eða aðrar meltingar- truflanir. Sjóntruflanir, minnistruflanir, doði og dofi í útlimum, ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni. Jafnvægistruflanir, kvíði, þunglyndi, svefnvanda- mál, þroti, bjúgur, húðvandamál, liðverkir, stingir, eða aðrir óút- skýrðir verkir. Fæðuóþol, þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa. husogheilsa.is Þekking á myglusveppi er sífellt að aukast og eru dæmi um að seljendur óski eftir því að farið sé yfir hús þeirra áður en þau eru seld til að tryggja að þar sé ekki myglusvepp að finna. Elín Hirst í framboð Elín Hirst stefnir á öruggt sæti til Alþingis í Suðvesturkjördæmi. Hún ætlar fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er samkvæmt heimildum Frétta- tímans. Elín er fyrrum fréttahaukur, þar á meðal fyrrum fréttastjóri Sjón- varpsins, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Henni var óvænt sagt upp í ársbyrjun 2010. Síðan þá hefur hún sinnt mörgu, meðal annars ritað bók um biskups- dótturina Guðrúnu Ebbu fyrir síðustu jól, sinnt Mæðrastyrksnefnd og hún tók þátt í skipulagningu söfnunará- taksins Á allra vörum. Hún hugleiddi að bjóða sig fram til embættis forseta í vor, en ekki varð úr því. Í fréttatil- kynningu, þar sem hún aftók forseta- framboðið, sagðist hún sérstaklega hafa áhuga á að auka og efla hlut kvenna í samfélaginu, hvar sem því væri við komið. Nú sitja fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokks úr Kraganum á þingi. Bjarni Benediktsson, Þorgerður K. Gunnars- dóttir, Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. - gag Launahækkun Björns Zoëga, forstjóra Land- spítalans, kveikti í fólki að ræða kjör sín og líðan í vinnunni, segir Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Félags sjúkraliða, nú þegar launahækkunin hefur verið afturkölluð. Hún segir að svínað sé á kjarasamningum við sjúkraliða með því að bjóða mörgum þeirra hlutastörf, kalla þá til vinnu þegar spítalanum henti og skipa þeim að taka yfirvinnu út í fríi þegar spítalinn segi til. Þeim sé ekki greidd yfirvinna þótt þeir vinni hana. Þetta verði vart liðið lengur. „Við erum með lögfræðiálit á því að þegar fólk er með yfirvinnu eigi að greiða hana,“ segir hún. Hins vegar hafi fólk óttast að missa vinn- una enda hótað að aðrir leystu þá af samþykktu þeir ekki fyrirkomulagið. - gag Foreldrum veikra barna gefin von Tíu á mánudagsmorgun mætti málari og bauðst til að mála stuðningsmiðstöðina nýju fyrir veikustu börn Íslands. „Það langar alla að gera sitt. Það er frábært,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, forstöðumaður stuðnings- miðstöðvarinnar sem landinn safnaði 100 milljónir fyrir um síðustu helgi. „Mér finnst að foreldrum hafi verið gefin svo mikil von með þessari söfnun. Það er eins og þau hafi fengið stuðning og kraft frá þjóðinni. Þetta fólk er búið að berjast áfram og þjóðin fékk að sjá fyrir hverju.“ Bára er búin að ráða tvo hjúkrunarfræðinga og stendur í viðræðum við félagsráðgjafa. Hún er stolt af samkennd þjóðarinnar sem þátturinn endurspeglaði vel. „Svo var ekki síst gott að sýna ráðamönnum þjóðarinnar hvað við erum að fást við og hversu veik börn eru höfð heima.“ 2 fréttir Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.