Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 48
48 garðar í samvinnu við GarðyrkjufélaG íslands Helgin 21.-23. september 2012  Garðar Vilhjálmur lúðVíksson, formaður GarðyrkjufélaGs íslands Garðar líkjörar úr íslenskum berjum Heimalagaðir líkjörar Eftir gott berjasumar eiga margir ber í frysti sem t.d. má nýta í berjasnafs eða líkjör. Það getur verið skemmtilegt að bjóða upp á lítið staup af heimatilbúnum líkjör á köldu vetrarkvöldi. Hér koma þrjár uppskriftir sem hægt er að prófa sig áfram með. Berjarpressur koma að góðum notum þegar kemur að því að búa til saft og líkjör. Vilhjálmur Lúðvíksson fer yfir haust- verkin sín. Hann hlakkar til að setja niður ávaxtatrén sín nú í haust og svo á hann töluvert af ungum sáðrósum sem fara niður núna á næstunni. f yrsta stóra haustlægðin kom á dög-unum. Reyndar hafa nokkrir stórrign-ingardagar dunið á okkur að undan- förnu. Þá minnumst við eins sólríkasta og þurrasta sumars sem flest okkar hafa lifað. Nánast samfelldir þurrkar voru frá byrjun maí og fram í ágúst. Nú er komið að haust- rigningum og rétt að huga að haustplöntun – og haustdagskrá Garðyrkjufélagsins. Framan af sumri var nóg að gera að vökva og halda lífi í því sem nýlega hafði verið plantað út. Reyndar dró mjög úr sölu hjá garðplöntustöðvum á þeim tíma hugsanlega vegna þess að fólk kaus að hinkra meðan þurrkarnir stóðu. Nú er rétti tíminn til að planta og kíkja í garðplöntustöðvarnar. Vís- ast er að þær eigi töluvert úrval af áhuga- verðum trjáplöntum, runnum og fjölærum garðplöntum til sölu. Ræturnar hafa nægan tíma til að koma sér fyrir í haust ef jörð ekki frýs fyrr en eftir nýár eins og verið hefur hin síðari ár. Litríkt vor Haustlaukatíminn er kominn og töluvert úrval á góðu verði sýnist mér hjá stóru garð- plöntusölunum. Munið 20% afslátt af haust- laukum til félagsmana GÍ í Blómavali og Garðheimum. Fátt er skemmtilegra en gera áætlanir um litríkt vor. Það má einnig kaupa sér haustlyng og beitilyng og koma fyrir á skjólríkum stöðum í garðinum. Með því að skera upp í og opna þéttan rótarhnaus- inn sem mest, troða jarðvegi inn í hann við gróðursetninguna og bleyta svo vel í nást góð tengsl við jarðveginn umhverfis. Þá geta plönturnar slegið nýjum rótum og lifað áfram. Þá fær maður fjölært haustlyng sem blómstrar ár eftir ár og þarf ekki að horfa upp á það þorna upp rétt eftir áramótin. Þetta hef ég sannreynt. Ávaxtagarðurinn Ég hef beðið með að setja niður hluta af ávaxtatrjánum sem ég keypti í fyrra. Þau stóðu inni í vetur en ég setti þau út um mitt sumar og þar standa þau enn og hafa flest vaxið afar vel. Ég hlakka til að setja þau niður á næstunni í „ávaxtagarðinn“ sem ég er að undirbúa. Ég á líka töluvert af ungum sáðrósum í pottum sem ég ætla að setja í raðir á milli þeirra til að sjá hvort ekki koma upp ný áhugaverðir einstaklingar. Það verður þó líklega ekki fyrr en eftir 3-4 ár að blómin láta sjá sig á þeim líkt og á ávaxta- trjánum. Á meðan bíð ég spenntur. Reyndar á ég þegar nokkrar rósir sem ég sáði fyrir 10 árum og blómstruðu fagurlega í ár – líklega einar 10 plöntur af um 260 sem ég plantaði út. Ekki slæm útkoma. Hinum hef ég fargað. Þessa dagana blómstrar reyndar hjá mér Helenurós sem líklega er ný fyrir heiminn því hvergi hef ég séð hennar líka. Læt mynd af henni fylgja. Ég er strax farinn að hlakka til vorsins! Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands Haustið í garðinum Ávaxtatrén bíða gróðursetningar. Haustlyng frá í fyrra hefur búið um sig. Haust- lauka- tíminn er kominn og tölu- vert úrval á góðu verði sýn- ist mér hjá stóru garð- plöntusöl- unum. Hálftímalíkjör 750 ml vodka 1 lítri af frosnum berjum, mjög gott að blanda saman nokkrum tegundum, s.s. bláberjum, sól- berjum og hindberjum 2-4 stk mentolbrjóst- sykur eða eftir smekk Agavesíróp eftir smekk Þíðið berin og síið allan vökva frá, leysið upp brjóstsykurinn. Blandið saman berja- safanum, uppleystum brjóstsykrinum, vodka og agavesírópi, kælið og drekkið! Ávaxta og kryddlíkjör 750ml sterkt vín, má nota vodka, gin, romm eða eftir smekk 150-200 gr þurrkaðar apríkósur Ysta lagið af berki einnar mandarínu 4 örþunnar sneiðar af ferskum engifer 4-5 greinar af tímian eða tsk. af þurrkuðum Agavesíróp eftir smekk Öllu blandað saman og síað eftir 2-3 vikur. Borið fram kalt. Munið! Alls ekki henda aprí- kósunum. Góðar (nokkuð áfengar) t.d. í eftirrétti. Stikilsberjalíkjör 1 kg hökkuð ber 1 kanilstöng 4 stk stjörnuanís 1 vanillustöng 500gr pálmasykur 1 lítri af vodka. Pressið allan vökva úr berjunum og blandið saman við kryddið, pálmasykurinn og vodkann. Geymið í tvo mánuði í flösku og hristið við og við. Berist fram kalt. Sáðrós með fylltum ilmandi blómum. www.forlagid.i s – alvör u bókaverslun á net inu Að þora að lifa og elska bbbb „… merkileg viðbót við kvennalitteratúr okkar daga …“ P á l l B a l d v i n B a l d v i n s s o n / F r é t t a t í m i n n „Vel skrifuð og skemmtileg saga um eina skemmti- legustu kvenpersónu sem sést hefur á prenti langa lengi.“ F r i ð r i k a B e n ó n ý s d ó t t i r / F r é t t a B l a ð i ð nÝ kilja!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.