Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 8
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifæri 16.900 7.900 Ryksuga VS 59E20 Tækifærisverð: kr. stgr. (Fullt verð: 24.900 kr.) Sími AS510 Tækifærisverð: kr. stgr. (Fullt verð: 9.268 kr.) VERTU VINUR Á FACEBOOK Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið yfirhaf nir á laxda l.iS Vandaðar haustyfirhafnir dúnúlpur - Vattjakkar - ullarkápur Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf ibuxin rapid fæst án lyfseðils í apótekum ibuprofen Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen sem er lyf sem dregur úr verkjum og hita (flokkur: bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlya sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunar- truflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyum (NSAID). Ef þú ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid: Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóma í meltingarfærum eða langvinna bólgusjúkdóma í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum lyum, astma, ofnæmiskvef ), langvarandi þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði. Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði meðgöngu. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg, einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, kviðverkur, sortusaur, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir lynu. Júlí 2012. HÖFUÐVERKUR - TANNVERKUR - TÍÐAVERKUR - MÍGRENI - HITI Ný hjólaþrautabraut við Nauthólsveg í Öskjuhlíð Ný hjólaþrautabraut hefur verið opnuð í Öskjuhlíð. Um er að ræða „pumpu-braut“ („Pump Track“) sem farin er með sérstakri tækni og notuð til þjálfunar og leikja. Félagar í hjólreiðafélaginu Tindi eiga heiðurinn af lagningu brautarinnar og hafa unnið hana í samvinnu við Reykjavíkurborg sem leggur til svæðið. Brautin er við Nauthólsveg norðan við Háskólann í Reykjavík. Fyrirmyndin er erlend en útfærð af félögum í Tindi. Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í febrúar 2011 með það að markmiði að fjölga þátttakendum í keppnis- hjólreiðum á Íslandi, sem og þeim greinum sem stundaðar eru hvort heldur það eru samgönguhjólreiðar, keppnishjólreiðar eða hjólreiðar til skemmtunar. Tindur er íþróttafé- lag innan ÍSÍ og stendur öllum opið. -jh Uppáhellibar á nýju kaffihúsi Te & Kaffi opnaði í vikunni nýtt kaffihús að Aðal- stræti 9 við Fógetagarð. Þetta er níunda kaffihús fyrirtækisins. Það hefur sérstöðu því þar verður uppáhellibar þar sem við- skiptavinir geta valið kaffi sem er sér uppáhellt fyrir hvern og einn. Þar er einnig hægt að rista kaffitegundir í ofni. Einnig er þar kaffivél sem er eins og notuð er á heimsmeistarmóti kaffibarþjóna og auk þess gömul espresso vél sem notast við yfir 100 ára gamla aðferð við að laga espresso. „Þetta er sama aðferð og Ítalirnir notuðu þegar þeir fundu upp hinn himneska espresso drykk,“ segir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi. „Við ætlum,“ segir hann, „að bjóða upp á námskeið fyrir einstaklinga og hópa sem vilja læra meira um kaffi og kaffigerð.“ - jh Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri. F oreldrar barna með greiningar á borð við einhverfu eru margir hverjir ósátt-ir við þann litla sveigjanleika sem ís- lenskt skólakerfi býður upp á með stefnu sinni, skóli án aðgreiningar. Í lögum um grunnskóla frá 2008 kemur fram að nem- endur eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar og án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Í kjölfar nýju grunn- skólalaganna voru inntökuskilyrði í sérskóla hert enda miðast stefna stjórnvalda við að börnum með sérþarfir sé sinnt í almennum grunnskólum. Við þetta eru ekki allir for- eldrar barna með sérþarfir sáttir. „Skóli án aðgreiningar hentar ekki öllum börnum,“ segir Þorgerður Jörundsdóttir foreldri. Hún segir að stefnan eigi vissulega rétt á sér enda sé ekki vilji til að ýta börn- um út úr almennum skólum sem geta verið þar og það reynist best fyrir þeirra þroska. „Við þurfum hins vegar líka sveigjanlegri leið,“ segir Þorgerður. Hún vill að foreldrar hafi val fyrir hönd barna sinna, ýmist hvort þau geti gengið í sérskóla fyrir þau börn sem þurfa á því að halda vegna fötlunar sinnar. „Svo má líka vera til sveigjanlegri leið, eins konar millibil, þar sem boðið er upp á sérdeildir í skólum þar sem þátttaka inn í bekk er hluti af degi barnanna,“ segir hún. „Skóli án aðgreiningar þarf að brúa ansi breitt bil,“ segir Þorgerður. „Það er svo misjafnt við hvað börnin eru að glíma. Við erum að tala um allt frá einhverfum börn- um með hegðunarraskanir en góða greind upp í börn með greindarskerðingu og aðrar fatlanir,“ segir hún. „Ef hér á að vera skóli án aðgreiningar viljum við kennara sem taka þessum börn- um fagnandi og líta ekki á þau sem byrði á skólanum. Kennarar verða að geta horft á þessi börn og séð hvað í þeim býr. Það er líka akkur fyrir skólana að hafa þau,“ segir Þorgerður. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Skólamál Skóli án aðgreiningar hentar ekki öllum börnum Foreldrar vilja val Skóli án að- greiningar þarf að brúa ansi breitt bil, að mati for- eldra, og lítill sveigjanleiki er í íslensku skólakerfi. For- eldrar vilja val fyrir börnin sín og hafa þann möguleika að setja þau í sér- skóla, henti það þeim betur. Skóli án að- greiningar hentar ekki öllum börn- um með þroskarask- anir, að mati Þor- gerðar Jör- undsdóttur. Ljósmynd/ Nordic Photos Getty Images 8 fréttir Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.