Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 68
68 bækur Helgin 21.-23. september 2012  RitdómuR VetRaRlokun og SalamöndRugátan Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson hefur vakið athygli eftir að hún kom út á dögunum. Bókin situr í efsta sæti sölulista Eymundsson yfir handbækur, fræðibækur og ævisögur og í öðru sæti aðallistans í síðustu viku. létta leiðin VinSæl  RitdómuR öRlagaboRg g auti Kristmannsson gagnrýnandi spáði því að útgáfa á fyrri hluta mikils ritverks Einars Más Jóns- sonar um sögu frjálshyggjunnar mark- aði svipuð skil í umræðu á Íslandi og Framtíðarland Andra Snæs. Það hefur ekki gengið eftir. Ritverk Einars kom út snemmsumars en um það hefur ríkt þögn. Sem er sérkennilegt. Örlagaborgin er mikið verk, stútfullt af leiftrandi ritsnilld höfundar sem sér til margra átta, býr yfir ótrúlegri sögulegri þekkingu, vitnar til höfuðverka í heimspeki, hagfræði og skáldskap á frummálum, frönsku, ensku, þýsku og latínu. Hann er afburðamaður í beitingu máls og hugsunar, fyndinn og skáldlegur. Texti hans er auðlæs en hann gerir kröfu til lesanda um þolinmóðan skilning, gagnrýna hugsun án þess þó að verða fræðilegur um of, en ritglaður er hann, sprettirnir eru þeysireið langa vegu og því er hann á skjön við almenna umræðuhefð. Hann er hreinlega of fróður, of lesinn til að passa inn í það miðjumoð sem hér er nóg af. Einar markar umræðu sinni skýran bás, sagnfræðileg afstaða hans mótast af efasemd um ráðandi skóla. Atlaga hans að þeim andlega heimi sem frjálshyggja var sprottin úr, áður en hún var endurvakin með hrikalegum afleiðingum fyrir hag vestrænna ríkja, byggir á grannskoðun hugmynda og hver hinn efnahagslegi raunveruleiki var að baki þeim. Þar byrjar sagan á landnámi breskra landeigenda, upptöku eigna í þéttbýlum og sjálfbjarga sveitum svo lýðurinn varð landlaus og borgirnar urðu til. Samsvörun okkar daga er skýr: með lagaboði í nafni hagræðingar hefur örfáum fjölskyldum verið afhentur kvótinn, allt aflaverðmæti úr sjó sem veð- bært er og arfgeng auðlind. Af skarpri yfirsýn rekur hann síðan hvernig hugmyndafræði var búin til af örfáum fræðimönnum og gerð að trúar- setningu yfirstéttar með svo hörmulegum afleiðingum í þaulnýtingu vinnuafls vél- væðingar iðnaðarins að linna varð, harð- ýðgi auðvaldsins varð í bága við kristilega breytni og mannúðarsjónarmið: Þræla- hald heima við var jafnoka þrælahaldi í öðrum löndum. Allt er þetta rakið af skyn- semi og andagift. Spurning verksins er einföld: hvað rak menn til að vekja þennan draug upp og gera hann að húsanda í vest- rænum samfélögum í nafni hagfræðinnar? Þögn um verk sem þetta ber þess vott að hagfræðingastéttin sé í raun ekki sam- ræðuhæf, þar í hópi finnist enginn sá sem þori og treysti sér í samtal á grunni gagns sem þessa. Báknið burt liðið sem settist í valdastóla á Íslandi með meðvirkni krata og stuðningi Framsóknar er sætt í sínum sætum, eftirlaunin tryggð: hví skyldi það leggja á sig erfiðið að svara svo sögulega grundaðri árás? Það verður væntanlega ekki fyrr en í seinna bindi verksins þegar við verðum komin í síðari nútíma að menn af frjálshyggjuskólanum verða reittir til andsvara. Á meðan sú bið varir getum við velt fyrir okkur viðvarandi vandamáli: hvers- vegna vekur jafn gagnrýnið verk ekki viðbrögð? Er menntastéttin lömuð af ótta að hún reynist svo illa að sér að hún dugi ekki í samtal eftir að fyrsti ræðumaður hefur lokið máli sínu? Kunnátta hennar of grunn? Þess er eins saknað úr ritinu að það skuli ekki hafa gefist jafnharðan tækifæri að líta oftar til hliðar, skáskjóta augum á sambærilega stöðu í íslensku andlegu og athafnalífi. En því er treyst að þegar gandreið Einars um uppvakningu frjálshyggjunnar á okkar dögum hefst líti hann oftar hingað norður rökum sínum til stuðnings. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Fæðingarhríðir frjálshyggjunnar Metsölubókin Svar við bréfi Helgu er nýkomin út í Danmörku, hjá forlaginu C&K í þýðingu Kim Lembek. Bergsveinn Birgisson var þar staddur í síðustu viku, til þess að fylgja bókinni úr hlaði. Viðtökurnar í Danmörku eru frábærar: Fimm og sex stjörnu dómar í helstu stór- blöðum og Bergsveinn var í stóru viðtali í síðasta helgar- blaði Politiken. Politiken gefur bókinni fimm stjörnur og Jyllands Posten sex: eða fullt hús. Yfirskrift bókadóms í Weekend Avisen var heldur kostuleg: Þeim sem eru á höttunum eftir alvöru ást er ráðlagt að kasta EL James og hinni ungu söguhetju hans Grey út í horn, en fylkja sér á bak við Bergsvein og hans gamla Bjarna. Sýningar á verðlaunaðri leikgerð Ólafs Egils á vegum Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi standa nú yfir og verður verkið á fjölum Nýja sviðsins fram til 7. október. Líklega eru það síðustu forvöð að sjá verkið á sviði, nema aðsókn verði svo góð að Leikfélagið freistist til að taka það upp í annað sinn síðar á þessum vetri. Strandaklám í Danmörku Nýr Skjöldur small inn um lúguna í vikunni. Tímaritið sem er mál- gagn Páls Skúlasonar er nú á 21. árgangi sínum og er sem fyrr með spennandi efni: hér er frumbirt ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur, Bænir við Steinkudys. Hér eru viðtöl við Reyni Ingibjartsson um feril hans og Símon Jón Jóhannsson um ritstörf hans en hann vinnur nú að riti um barnaleiki en hann á í heftinu grein um hoppleikinn parís. Sölvi Sveins- son skrifar um orðtakið að renna blint í sjóinn og rætt er við Reykvíking ársins, Theódóru Guðrúnu Raf- nsdóttur. Þá rifjar ritstjórinn upp heimsókn til Berlínar fyrir hálfri öld. Ný hefti menningarritanna Draumsýn er ný útgáfa sem hefur þegar sent frá sér nokkur rit, flest þýdd úr norsku; síðast komu út á þessu nýja forlagi tvær sakamálasögur eftir rithöfundinn Jørn Lier Horst: fyrir fullorðna les- endur Vetrarlokun og unglinga Salamöndrugát- an. Báðar marka upphaf bókaraða: Cecelia, Leo, Une og Egon eru keimlík krökkum úr ritverki Enid Blyton, búa í strandbyggð þar sem manns- lát og dularfullir skálkar eru á ferð, en í hinni röðinni fylgjum við William Whisting lögreglu- manni og ekkli sem á dóttur sem vinnur við netmiðil. Þar nýtir Horst sér þekkingu sína af störfum fyrir rannsóknarlögregluna á Vestfold. Horst á að baki nokkrar skáldsögur og hefur í tvígang verið tilnefndur til Riverton-verð- launanna sem eru krimmaverðlaun Norsara. Hann kann ágætlega til verka, í unglingasög- unni er stærstum hluta sögunnar eytt í að kynna okkur hin fjögur fræknu og heldur er hún rýr þótt iPhone-kynslóðin sé komin á spjöld ung- lingakrimmanna. Í Vetrarlokun (sem á við það þegar sumar- bústaðir eru undirbúnir fyrir veturinn) er plottið býsna samslungið en heldur fyrirsjáanlegt. Hann heldur vel um alla þræði og lesturinn er fjarri því að vera leiðinlegur. Inn í eru dregnar persónur sem kunnuglegar eru úr rófi spennu- sögunnar, ástkona, samstarfsmenn, vonbiðill dóttur sem rekur fansí veitingastað, þáttastjórn- andi. Persónur sem koma við sögu eru margar og lesandanum verður fljótt ljóst að honum er ekki ætlað að hafa reiður á nema þröngum kjarna þeirra. Því er ekki að neita að aðgerðir lögreglu í sögunni eru sannfærandi: samskipti um kall- kerfi. Skipulagt eftirlit, hleranir, en allt er þetta á næsta bæ við okkur: glæpurinn er í báðum sögunum smygl á fíkniefnum. Þessar sögur Horst bjóða lesendum norræna krimmans upp á kunnuglegar sveitir, bæta litlu við þó þar fari vænn félagi annarra norskra lögreglumanna úr sagnaheimum en þær er hvor fyrir sinn hatt ágætis afþreying. Draumsýn verður að bæta verulega í prófarka- lestur útgefinna bóka á sínum vegum. Í Vetrar- lokun var víða að finna fyrir óþægindum í lestr- inum vegna orðalags sem bendir til að þýðingu hefði mátt aga betur. -pbb Skrif norskrar löggu  örlagaborgin – brotabrot úr afrekasögu frjáls- hyggjunnar. Fyrri hluti. Einar Már Jónsson Ormstunga, 546 bls. 2012.  Salamöndrugátan Jørn Lier Horst Sigurður Helgason þýddi. Draumsýn, 160 s., 2012. Umfjöllun Politiken í Danmörku um Bergsvein Birgisson og Svar við bréfi Helgu. Ritið er komið út og helgað kirkju í krísu: Hjalti Hugason, Sigurjón Árni Eyjólfs- son, Sólveig Anna Bóasdóttir og Pétur Pétursson leggja sitt til málanna um stöðu kirkjunnar. Greinar utan þema heftisins eru helstar eftir Benedikt Hjartarson um manifest evrópsku framúrstefnunnar og galdratrú í rússneskum futurisma, Björn Ægir Norðfjörð fjallar um biflíuverk Cecil B. DeMille, Heiða Jóhannsdóttir skoðar myndhverft sóttnæmi í breskum fræðslumyndum og Alda Björk Valdi- marsdóttir og Guðni Elísson fjalla um Hallgrím Helgason og hrunið. Þá geymir heftið þýðingu á ritgerð eftir Elizabeth A. Johnson: Glötun og endurheimt sköpunar- verksins í kristinni hefð.  Vetrarlokun Jørn Lier Horst Örn Þ. Þorvarðarson þýddi. Draumsýn, 334 s., 2012. Einar Már Jónsson. Hann [Einar] er hreinlega of fróður, of lesinn til að passa inn í það miðjumoð sem hér er nóg af. Báknið burt liðið sem settist í valda- stóla á Íslandi með meðvirkni krata og stuðningi Fram- sóknar er sætt í sínum sætum, eftir- launin tryggð: hví skyldi það leggja á sig erfiðið að svara svo sögulega grundaðri árás?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.