Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 42
42 fjármál Helgin 21.-23. september 2012
Fjármál SnjallSímaForrit arion banka
n ei, ég er ekki með yfirdrátt,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur („ég titla
mig reyndar ekki sem neinn hagfræðing
en jú, jú, ég er með þessa gráðu“), sem
hefur síðustu misseri haldið fyrirlestra
á vegum Arion banka fyrir ungt fólk um
fjármál.
„Fyrirlestrarnir eru hugsaðir sem
leið til að kveikja á perunni hjá þessum
krökkum sem eru að detta á þann aldur
að geta tekið lán,“ útskýrir Jón og segir
megin þemað í því dæmi öllu saman vera
að krakkarnir eyði ekki um efni fram.
Þótt Jón titli sig ekki dagsdaglega sem
hagfræðing (hann er ritstjóri vikuritsins
Monitor sem fylgir með Mogganum) þá
útskrifaðist hann með fínar einkunnir í
hagfræði frá hinum virta háskóla, Boston
University, árið 2009. Þar bjó hann í þrjú
ár og bjó með öðrum Íslendingi – þeir
voru báðir í fótboltaliði skólans – í þrjú
ár. Honum fannst í fyrstu pínu glatað að
koma heim, hann var orðinn pínu Amer
íkani í sér, en hún Hafdís Björk beið hans
(þau höfðu verið í „Lond Distance Rela
tionship,“ útskýrir Jón) þannig að það var
líka frábært að koma aftur til Íslands.
Og á dögunum varðstu Íslandsmeistari í
fótbolta með FH?
„Jú, jú,“ svarar Jón sem spilar stöðu
hægri bakvarðar og allt í leikmannahópn
um þótt hann hafi setið á bekknum mest
allt sumar.
Jón er 26 ára gamall og heilbrigðið upp
málað, bæði hvað fjármálin varðar (eina
lánið sem hann hefur tekið er íbúða
lán) og allt annað. Hann reykir ekki og
KYNNING
Fjármál meginþema jónS er að krakkarnir eyði ekki um eFni Fram
Jón Jónsson er ekki með neinn yfirdrátt
Jón Jónsson, tónlistarmaður, hag-
fræðingur og ritstjóri Monitors, segist
hafa byrjað ungur að safna sér fyrir
því sem sig langaði í og hann fer
aldrei yfir á reikningnum og vill alltaf
eiga varasjóð.
Jón Jónsson
hefur síðustu
misseri haldið
fyrirlestra á
vegum Arion
banka fyrir ungt
fólk um fjármál.
„Á þriðjudaginn verður
Jón á Akureyri með
fyrirlestur um fjármál.“
drekkur ekki og heldur ekki bara fyrirlestra
um fjármál heldur predikar hann líka yfir
krökkum um skaðsemi munntóbaks („ég
drekk ekki einu sinni kaffi,“ útskýrir Jón).
Ertu ekki hinn fullkomni tengdasonur?
„Ég held ég sé alveg ágætur. Þú getur
hringt í tengdó ef þú vilt,“ svarar Jón og
skrifar eigið ágæti fyrst og síðast á foreldra
sína, þau Jón Rúnar Halldórsson og Ásthildi
Ragnarsdóttur. Mamma hans vinnur ein
mitt í banka og pabbi hans er í viðskiptum,
var lengi framkvæmdarstjóri, en þau eiga
fjögur börn: Jón auðvitað, Friðrik Dór
(yngri bróðir) og svo á Jón tvíburasystur,
hana Hönnu Borg, og elsta systirin heitir
María Mjöll og vinnur hjá Sameinuðu þjóð
unum í New York. Allt óvenjuvel heppnað
fólk og ekkert þeirra með yfirdráttarheim
ild, segir Jón og hlær.
Á þriðjudaginn verður Jón á Akureyri með
fyrirlesturinn sinn en áhugasamir ættu að
fylgjast með vefsíðu Arion og auglýsingum.
m eð snjallsímaforriti Arion banka geta viðskiptavinir fylgst með færslunum sínum, stöðu reikn
inga og korta án þess að skrá sig inn í net
bankann. Það þarf einungis að skrá þig
inn þegar framkvæmdar eru fjárhagsleg
ar færslur eins og að millifæra og greiða
ógreidda reikninga. Notendur appsins
geta valið þá reikninga og þau kort sem
þeir vilja fylgjast með.
Aðal áherslan var lögð á að auðvelda
aðgengi viðskiptavina að fjárhagslegum
upplýsingum sínum. Þannig þarf einungis
einn smell til að nálgast stöðu reikninga
og kreditkorta, ógreidda og útistandandi
reikninga og síðustu innborganir og
útborganir. Við látum viðskiptavini einnig
vita ef þeir fara á FIT, þegar greitt er inn
á reikning ofl. Nú hafa viðskiptavinir
sannarlega fjármálin sín í vasanum sem
auðveldar þeim til muna að fylgjast með
og hafa yfirsýn yfir heimilisfjármálin.
Árangurinn lét ekki á sér standa og á
fyrsta mánuðinum hafa þúsundir við
skiptavina þegar sótt appið. Við erum líka
sjá mikla notkun á appinu en rúmlega
10% innskráninga eru að koma þar í gegn.
Þetta rímar líka vel við það sem er að ger
ast í Evrópu en þar hefur á milli ára orðið
90% aukning í því að fólk nálgist fjárhags
legar upplýsingar í gegnum snjallsíma.
Til að nota snjallsímaforritið skrá við
skiptavinir sig inn með sömu auðkenn
ingu og notuð er í netbankanum. Að
lokinni fyrstu uppsetningu er hægt að sjá
upplýsingar um stöður í rauntíma og án
innskráningar. Óski viðskiptavinir þess
geta þeir læst forritinu með leyninúm
eri. Forritið er hannað fyrir Android og
iPhone síma en virkar einnig vel á töflum
eins og t.d. iPad.
Appið er nýjasta lausnin fyrir síma en
Arion hefur um margra ára skeið boðið
upp á þjónustusíma bankanna 5154444
sem er mörgum kunnur. Einnig hefur
sms þjónustan í netbankanum verið
vinsæl þar sem viðskiptavinir geta fengið
stöðu reikninga ofl. sent með smsi. Í
haust 2011 buðum við upp á m.Arion.is
sem er sérhannaður vefur fyrir farsíma
og allir farsímar sem komast á netið geta
nýtt sér.
Allar al-
mennar
upplýsingar
er hægt að
nálgast á
vef bankans
www.arion-
banki.is.
Arion appið
KYNNING