Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Ekki er hægt að komast að afdráttarlausri nið-urstöðu um hvort hagkvæmara sé fyrir ríki að halda eigin gjaldmiðli eða gerast aðili að stærra myntsvæði. Stundum geta komið svo alvarleg efnahagsáföll að auðveldara verður að eiga við þau með sveigjanlegu gengi. Á öðrum tímum getur sveigjanlegt gengi hins vegar beinlínis aukið á efnahagslegan óstöð- ugleika, auk þess sem eigin gjaldmiðill getur virkað sem viðskiptahindrun og þannig dregið úr efnahags- legri velsæld. Það er því ekki til það gengisfyrirkomulag sem hentar öllum ríkjum á öll- um tímum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um val- kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Helsta niður- staða bankans er sú að Íslend- ingar standi í meginatriðum frammi fyrir tveimur kostum, endurbættri krónu eða upptöku evru. Í skýrslunni eru raktir kostir og gallar þessara tveggja kosta. Með upptöku evru gæti landsframleiðsla auk- ist og peningakerfið orðið skilvirkara og ódýr- ara. Áhætta í bankastarfsemi myndi minnka og neytendur fengju aðgang að stórum mark- aði. Aðild að evrusvæðinu myndi hins vegar fylgja áhætta fyrir Ísland. Ekki yrði lengur hægt að beita sjálfstæðri peningastefnu til að draga úr áföllum. Þá bendir bankinn á þá áhættu sem felst í núverandi kreppu á evr- usvæðinu en að mati Seðlabankans er áhættu- samt fyrir Ísland að gerast aðili að evrusvæð- inu áður en sést hvernig úr rætist. Þar er bent á að ríkisskuldakreppan sem kom í kjölfar fjármálakreppunnar hafi leitt til nýrrar efna- hagskreppu í mörgum evruríkjum „sem hefur umbreyst í alvarlegustu kreppu myntbanda- lagsins frá upphafi, kreppu sem gæti jafnvel ógnað tilvist þess,“ eins og segir í skýrslu Seðlabankans. Í henni kemur enn fremur fram að íslensk hagsveifla sé í takmörkuðum tengslum við hagsveiflur annarra ríkja, það með talin ríki evrusvæðisins. Reynsla Íslend- inga af eigin peningastefnu og sveigjanlegu gengi undanfarin ár er hins vegar ekki góð, að mati bankans. Svar við því hvort velja beri krónu eða evru er ekki einhlítt en með mati á kostum og göll- um, og ekki síst ef tekið er mið af þeirri óvissu sem nú ríkir á evrusvæðinu verður að áætla að minni áhætta sé tekin með því að halda því kerfi sem við þekkjum – og reyna af fremsta megni að bæta það – fremur en halda á óvissar slóðir. Við þurfum, eins og Steingrímur J. Sig- fússon atvinnuvegaráðherra orðaði það í um- ræðum um skýrslu Seðlabankans á Alþingi, að taka til á heimavelli og „koma húsinu í lag“. Menn verða einnig að vera raunsæir í skoð- un þessa máls. Þrátt fyrir aðildarumsókn Ís- lands að Evrópusambandinu verður ekki séð að pólitískur meirihluti sé í raun fyrir þeirri umsókn eða meirihlutastuðningur við hana á þingi. Annar stjórnarflokkurinn er meira að segja á móti aðild að sambandinu og sama andstaða er meðal stóru stjórnarandstöðu- flokkanna. Skoðanakannanir síðustu miss- era benda einnig til þess að umtalsverður meirihluti þjóðarinnar muni hafna aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Erfiðustu kaflarnir í viðræðum okkar við sam- bandið, um sjávarútveg og landbúnað, hafa ekki verið opnaðir og verða varla á þessu kjör- tímabili. Framhald viðræðnanna er því vafa undirorpið. Eðlilegast er því, við þessar aðstæður, að menn taki til heima hjá sér, beiti þeim aga í ríkisfjármálum sem nauðsynlegur er fyrir stöðugleika krónunnar og hætti að tala hana niður. Krónan er, að mati Seðlabankans, skýr valkostur, og eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á í kjöl- far skýrslu Seðlabankans, eru það aðrir þætt- ir en gjaldmiðillinn sjálfur sem ráða úrslitum um efnahagslega velgengni ríkja. Hann bend- ir einnig á þá augljósu staðreynd, að tímabært er að við einblínum á þá þætti sem renna stoð- um undir krónuna sem gjaldmiðil, vegna þess að um leið eru það þær aðgerðir sem geta til lengri tíma tryggt að við höfum einhverja val- kosti, vilji menn hafa þá í framtíðinni. Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti í gjaldmiðilsmálum Raunsæi ráði Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Í skammarkrókinn Ég vil hafa kurteist fólk á Alþingi, fólk sem kann íslensku til dæmis. Sighvatur Björgvinsson, fyrr- um þingmaður og ráðherra, hefur nokkrar áhyggjur af mannasiðum þingmanna og skaut fast á framsóknarþing- konuna Vigdísi Hauksdóttur í Silfri Egils. Þú og þeir Mér var ekki einu sinni boðið á myndina. Engilbert Jensen er vægast sagt óhress með notkun gamla Hljóma-lagsins Þú og ég í kvikmyndinni Svartur á leik og hefur leitað réttar síns þar sem ekki var beðið um leyfi til að nota lagið. Eimreiðin brunar Reglubræðurnir eru mættir til leiks og það kæmi mér ekki á óvart að það ætti eftir að fjölga í hópnum. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna furðar sig á því að ráðu neytisstjórinn fyrrverandi Baldur Guðlaugsson sé kominn til starfa á LEX. Vanir menn Já, já, alveg absalútt og hann nýtist okkur helling. Við erum bara kátir með þetta. Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri LEX lögmannsstofu, er ekki jafn hissa og Björn Valur Gíslason á störfum Baldurs Guðlaugssonar fyrir LEX. Hann lýsti ánægju sinni með ráðninguna í samtali við DV. Allt ál er vænt... Ál er grænn málmur. Hann er að spara losun gróðurhúsaloft- tegunda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var í góðum gír í útvarpsþættinum Harmageddon en tókst að stuða náttúruvæna græningja á vinstri vængnum. Tökum höndum saman! Markmiðið ætti að vera að útrýma því, svo einn góðan veðurdag verði hugmyndin um kvennaathvarf jafn fjarstæðukennd og hug- myndin um hommaathvarf eða útlendingaathvarf. Þórdís Elva Þorvalds- dóttir, stjórnar formaður Kvennaathvarfsins, benti á að þörf fyrir kvennaathvarf er tímaskekkja og vill ráðast að rótinni, kynbundnu ofbeldi. Andvaka í ár Ég missti úr svefn og var að drepast úr stressi fyrst eftir að ég fékk stefnuna. Teiti Atlasyni bloggara var létt eftir að meið- yrðamáli Gunnlaugs Sigmundssonar gegn honum var vísað frá og getur nú slakað á.  Vikan sEm Var „Ég þakka heiðurinn,“ segir Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, sem er maður vikunnar að þessu sinni. Elsa hefur staðið í ströngu að undanförnu og hún vonar að umræðan sem fylgdi í kjölfar boðaðrar launahækkunar forstjóra Landspítal- ans muni leiða til þess að stjórnvöld og stjór- nendur spítalans og annars staðar í heilbrigðis- kerfinu meti árangur frekar út frá gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga, í stað þess að horfa eingöngu á hversu vel hefur tekist til við niðurskurð í kerfinu. „Ég vona einnig að um- ræðan opni augu manna fyrir verðmæti starfa í heilbrigðiskerfinu og nauðsyn þess að halda í allt það vel menntaða og eftirsótta fólk sem við eigum.“ MaðuR vikunnaR Verðmætin liggja í fólkinu Elsa B. Friðfinnsdóttir. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 12 viðhorf Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.