Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 58
Helgin 21.-23. september 201258 tíska „Burgundy“ fyrir veturinn Það er ávallt gaman fyrir áhugafólk um förðun að spá í hvernig tískan verður fyrir næstu árstíð. Spennan er mikil víðs vegar um heiminn þegar fylgst er með „Fashion Week“ sem nú stendur yfir. Nú þegar henni er að ljúka er farið að spá og spekúlera í vor og sumarlitina. Hvað verður í hávegum haft og hver verða aðal „trendin“. Þegar litið er til baka á tískuvikur fyrri hluta þessa árs er hægt að sjá hvernig stemningin verður í vetur. Þekktir „Make Up Artistar“ eru fengnir til að hanna og sjá um förðunina fyrir stóru fatamerkin. Oft hanna þeir útlit sem er mjög ýkt og ekki hentugt fyrir okkur hin dags daglega, en tískusýningar eru oft eins og leiksýningar, skrautlegar og til skemmtunar. Þá má oft sjá ákveðna strauma eða þemu sem eru hálfpartinn leiðarvísar um hvað er fram undan. Svo eru það einstaklingarnir sem útfæra að eigin vild. Það sem bar hæst og er augljóslega aðalmálið fyrir vet- urinn er varaliturinn. Dökkir „burgundy“ litir, „nude“ og svo rauðir. Á tískusýningum hjá nokkrum fatahönnuðum, t.d. Gucci, Badgley Mischka og Donnu Karan voru varirn- ar vínrauðar en það verður aðal „trendið“ í vetur. Hjá Rick Owens, Marc Jacobs og Zac Pozen var förðunin í lágmarki, en varirnar eldrauðar. Þykkur og mikill „eyeliner“ var not- aður hjá Lanvin og meira að segja voru margar fyrirsæt- urnar með litaglaða „eyelinera“, sérstaklega kóngabláa. Í hnotskurn þá mun látlaus augnförðun, litskrúðugar varir og vel mótaðar, þykkar augabrúnir vera það allra vinsælasta í vetur. Svo er upplagt að panta tíma í einkaráð- gjöf í Make Up Store Smáralind. 50 mínútna kennsla kostar 9.990 krónur og í lok kennslunnar getur viðkomandi valið vörur fyrir upphæðina. Gestapistla- höfundur vikunnar er Margrét R. Jónasar, förðunar- meistari og eigandi Make Up Store á Íslandi. www. margret.is  Stígur upp úr hverSdagSleikanum í SparidreSSið með Sömu flíkinni Hálsmálið heillaði Hversdagsdressið Sparidressið Forever21 Guðný Sara Birgisdóttir, 19 ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, heldur mikið upp á svarta kjólinn sinn sem hún keypti út á Spáni í sumar. Hún fann hann í versluninni Pull and Bear og varð heilluð af öðruvísi hönnun hálsmálsins. „Hönnun kjólsins er öðruvísi og töff og líklega var það háls- málið sem ég féll fyrir. Ég hef notað hann mikið síðan ég kom heim frá Spáni og þá helst hversdags, en þó líka við spariskóna þegar ég kíki út á lífið. Þetta er hentugur kjóll fyrir hvert tilefni og fer það algjörlega eftir því hvort ég klæðist þægilegri skyrtu við eða fínan jakka. Ég er þó meiri „tomboy“ í mér þegar kemur að persónulegum stíl, sem er kannski ástæða þess að ég nota kjólinn meira hversdags. Mangó Pull And Bear H&M Timberland Pull And Bear Götumarkaður Fyrsti ilmur Olsensystra væntanlegur Olsensystur, sem lagt hafa leiklistarferil sinn á hilluna til að sinna tísku- fyrirtækinu Elizabeth and James, sem átt hefur vaxandi velgengni að fagna, tilkynntu í vikunni að fyrsti ilmur þeirra sé væntanlegur í lok þessa árs. Ilmurinn er unninn í samstarfi við snyrtihúsið Sephora en verður framleiddur undir merki þeirra systra. Hann mun endurspegla persónuleika þeirra beggja, líkt og fata- og fylgihlutalína þeirra gerir, en það virðist einmitt vera það sem viðskiptavinir þeirra sækjast helst eftir. Ilmurinn verður þó ekki fyrir hvern sem er, en verð hans verður rjúk- andi hátt, líkt og á öðrum vörum frá hátískufyrirtæki þeirra systra. Best klæddu konur heims Árlegi listinn yfir best klæddu stjörnurnar var birtur á dögunum af slúðurtímaritinu People og var það bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow sem hreppti titilinn best klædda stjarnan. Hún hefur sýnt sig og sannað á þessu ári, með fágaðan, glæsilegan og djarfan stíl. Prins- essan og tískuíkonið Kate Middleton, sem mikið hefur verið í fjölmiðlum vegna klæðaburðar, hafnaði í öðru sæti og rauðhærða leikkonan Emma Stone í því þriðja. Fleiri stjörnur sem náðu á listann í ár voru meðal annars Kardashian systur, fyrirsætan Miranda Kerr, Reese Witherspoon, Rihanna og Jessica Alba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.