Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 66
66 bíó Helgin 21.-23. september 2012 Ólafur Darri er auðvitað ótrúlegur leikari sem virðist ekkert ofviða.  Frumsýndar  Bíódómur djúpið a llir Íslendingar sem komnir eru til einhvers vits og ára þekkja þá sorglegu en um leið mögnuðu sögu sem Baltasar rekur í Djúpinu. Að kvöldi 11. mars árið 1984 sökk Hellisey VE 503 austur af Stórhöfða. Aðeins einn maður komast lífs af úr sjávarháskanum með því að synda í land til Vestmannaeyja í köldum sjónum í um sex klukkustundir. Þegar Guðlaugur Friðþórs- son náði landi eftir ótrúlega þrekraunina í sjónum beið hans þrautaganga til byggða yfir hraunið í Eyjum. Þjóðin stóð á öndinni þegar spurðist af seiglu og hörku þessa 22 ára gamla sjómanns en sjálfur var hann hógværðin uppmáluð, syrgði látna félaga sína og vildi sem minnst úr þessu gera. Og það vill hann enn en Djúp- ið er engu síður orðið að veruleika. Viðfangs- efnið er sannarlega viðkvæmt og vandmeð- farið en myndin er Baltasar og öllum sem að henni standa til mikils sóma. Sjóskaða hafa ekki verið gerð slík skil áður í íslenskri kvikmynd og með því að segja söguna af virðingu og auðmýkt tekst Baltasar að heiðra minningu þeirra sem fórust með Hellisey og í raun allra þeirra ótal íslenskra sjómanna sem hafið hefur tekið. Sagan sem Baltasar segir er sönn og það er myndin líka. Þegar bátnum hvolfir á auga- bragði skellur sjórinn ekki aðeins á áhöfn- inni heldur einnig áhorfendum sem sogast inn í atburðarásina og ískaldan veruleikann með magnaðri kvikmyndatöku, frábærum neðansjávartökum og áhrifaríkum leik. Maður minnist þess ekki að hafa séð jafn „ekta“ skipskaða í bíó enda er ekkert í plati hjá Baltasar. Hann sökkti skipi með leikur- um og tökuvélum innanborðs og nær miklu meiri áhrifum í Djúpinu en miklir kallar eins og James Cameron og Wolfgang Petersen hafa gert í risamyndunum Titanic og Perfect Storm þar sem treyst er á tölvubrellur frekar en að vaða í málin að hætti Íslendinga. Sagan er harmþrunginn en Baltasar missir sig aldrei út í óþarfa tilfinningasemi og með traustum leikurum og næmu myndmáli snertir hann strengi í brjóstum áhorfenda. Maður heyrði fullorðna karlmenn snökta og sjúga upp í nefið í salnum. Minna er meira í þessu tilfelli og með tilgerðarleysinu kallar Baltasar fram nístandi sorg og sársauka og gerir myndina um leið enn kröftugri og eftir- minnilegri. Leikurinn í myndinni er sérkapítuli út af fyrir sig og hér er ekki pláss til þess að ausa alla þá lofi sem eiga það skilið. Ólafur Darri er auðvitað ótrúlegur leikari sem virðist ekkert ofviða og hann fer gríðarlega vel með aðalhlutverkið. Svo vel að hann er ekki að leika. Hann bara er. Aðrir skipverjar gefa heldur ekkert eftir og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hinn léttleikandi Jóhann G. Jóhannsson í hlutverki besta vinar Ólafs Darra. Hann þarf endilega að láta sjá oftar til sín í bíó. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikur unga ekkju Jóhanns G. og er svo góð í hlutverkinu að mann skortir eiginlega orð. Í Djúpinu smellur einfaldlega allt saman og ekkert klikkar. Leikur, kvikmyndataka, klipping, sagan sjálf, efnistökin og nálgun handritshöfunda og leikstjóra miða öll að því að hámarka áhrif þessarar mögnuðu myndar. Baltasar Kormákur hefur fyrir löngu sannað sig sem snjall, útsjónarsamur og frjór kvikmyndaleik- stjóri en með Djúpinu hefur hann skilað sínu besta verki hingað til. Djúpið er einfaldlega mögnuð upplifun sem lætur engan ósnortinn. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Judge Dredd á að baki langan og blóðugan feril í myndasögum en á það til að skjóta upp sínum hjálmvarða kolli í bíómyndum. Sylvester Stallone lék Dredd í myndinni Judge Dredd árið 1995 en hún er best geymd gleymd. Hörkutólið er nú mætt aftur til leiks og meira að segja í þrívídd og nú er Karl Urban undir hjálminum og útdeilir grimmu réttlætinu í framtíðarborginni Mega City One. Glæpahyski veður uppi í borginni, lög- hlýðnum borgurum til mikillar skelfingar. Þeir einu sem standa í vegi óþjóðalýðsins eru hinir svokölluðu dómarar, laganna verðir sem hafa leyfi til þess að rannsaka mál, dæma í þeim á staðnum og taka þá dæmdu af lífi. Fremstur í flokki dómaranna er Joseph Dredd sem gefur ekkert eftir og tekur á pakkinu af fullri hörku. Þegar hann er að þjálfa nýliða í faginu, Cassöndru Anderson, fá þau útkall í hverfi þar sem dópdrottning hefur komið sér fyrir í rammgerðu 200 hæða húsi og dómararnir ákveða að ryðjast til inngöngu og fikra sig upp á topp til þess að koma höndum í hár kellu. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomato- es: 89%, Metacritic: 72% Dómari og böðull Karl Urban leikur Dredd í þessari umferð. Maður í sjónum! Ólafur Darri sýnir lágstemmdan stórleik í Djúpinu og félagar hans í áhöfninni gefa heldur ekkert eftir í magnaðri og eftirminni- legri mynd.  Frumsýnd LandaBrugg Frá nick cave Lögleysa á bannárunum Tónlistarmaðurinn drunga- legi Nick Cave og leikstjórinn John Hillcoat hafa átt farsælt samstarf í gegnum tíðina og Hillcoat fer ákaflega vel að leikstýra myndum eftir hand- ritum Cave. Þeir gerðu fyrir nokkrum árum hina þrúgandi ofbeldisfullu The Proposi- tion, ástralskan vestra með naglanum Ray Winstone og Guy Pierce í aðalhlutverkum og eru nú mættir til leiks með hinni stjörnum prýddu Lawless. Myndin fjallar um þrjá bræður sem gera það gott með landasölu og bruggi á bannárunum í Bandaríkj- unum. Boundurant-bræðurnir halda til í fjalllendi Virginíu og framleiða þar 96% spíra sem nýtur mikilla vinsælda. Þeir þurfa síðan að snúa vörn í sókn þegar spilltur lögreglu- maður vill fá hluta af gróða þeirra. Bræðurnir þurfa líka að hafa áhyggjur af fleiru en löggunni þar sem mafían í Chicago er ekkert sérlega hress með þá heldur og vart má milli sjá hvor andstæðing- urinn er hættulegri. Tom Hardy, Jason Clarke og Shia LaBeouf leika bræðurna en Guy Pierce leikur lögg- una vondu auk þess sem sá frábæri leikari Gary Oldman kemur við sögu. Aðrir miðlar: Imdb: 7.7, Rotten Tomatoes: 65%, Metacritic: 58% Tom Hardy leikur bróðirinn sem stjórnar bruggarafjölskyldunni og er heldur betur harður í horn að taka. Barnagirnd á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hafst á fimmtudaginn og að vanda er úrval mynda sem þar verða sýndar fjölbreytt og snerta á mörgum flötum mannlegrar tilveru og þeir eru ekki allir jafn geðslegir. Austurríski leikstjórinn Sebastian Meise á tvær myndir á hátíðinni sem báðar fjalla um þann viðbjóð sem barnagirnd er. Heimildamyndin Stigið fram (Outing) var gerð á fjórum árum. Hún dregur upp mynd af fornleifafræðinemanum Sven. Hann hefur verið þjakaður af barnagirnd frá unga aldri og stígur fram til að tala opinskátt um baráttuna við þessar for- boðnu langanir. Kyrralíf (Stillleben) er leikin mynd um föður sem borgar vændiskonu til að leika hlutverk dóttur sinnar. Þegar duldum þrám föðursins er ljóstrað upp tekur fjölskyldan að gliðna í sundur. Myndin kannar hvernig hugsanirnar einar geta haft eitraðar og hörmulegar afleiðingar í óvenjulegri mynd um óhuggulegt efni. Kyrralíf skyggnist inn í skuggalegustu kima mannssálarinnar. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! TILNEFND TIL KVIKMYNDAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS MEISTARAVERK SEM HLAUTÓSKARINN 2012 SEM BESTA ERLENDA MYNDIN A SEPARATION ***** “Ein besta mynd ársins.” - Fbl 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.