Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 24
D
júpið fjallar, eins og alþjóð
veit, um ótrúlega þrek-
raun Guðlaugs Friðþórs-
sonar sem synti í land
um sex kílómetra leið í ís-
köldum sjónum við Vestmannaeyjar eftir
að bátur hans, Hellisey, sökk austur af
Stórhöfða árið 1984.
„Ég tók myndina upp fyrir nánast
tveimur árum og hún er eiginlega búin
að vera í stöðugri vinnslu síðan þá. Auð-
vitað í ákveðnum lotum,“ segir Baltasar.
„Ég var nú bara síðast að breyta klipp-
inu á henni á meðan ég var í tökum á 2
Guns. Þá sátum við bara um helgar og
vorum að skoða þetta saman,“ segir leik-
stjórinn og lítur á eiginkonu sína.
„Fyrir mynd eins og þessa er mikil-
vægt að gefa sér góðan tíma, því um-
fjöllunarefnið er mjög viðkvæmt. Það er
búið að liggja yfir henni í smáatriðum
og allir sem að henni hafa komið hafa
vandað sig gríðarlega,“ segir Lilja sem
kemur jafnan af fullum krafti inn í eftir-
vinnslu mynda Baltasars. „Fyrir mynd
eins og þessa er rosalega gott að geta
gefið sér góðan tíma.“
„Það gerir vinnsluna að ákveðnu leyti
kostnaðarsamari en mér finnst þetta
hafa gefist mjög vel með Djúpið. Mér er
mjög annt um þetta efni og ég vildi vinna
þetta og skila af mér eftir bestu getu.
Mér fannst mjög gott að koma aftur að
myndinni og þá sá alveg hverju þyrfti
að breyta og laga. Þetta voru töluverðar
breytingar sem ég held að hafi allar
verið af hinu góða. Þótt sagan sé svona
skýr þá er alveg hægt að fara með hana
út um víðan völl en mig langaði ein-
hvern veginn að halda henni ofboðslega
einfaldri og fókusaðri vegna þess að hún
er svo kraftmikil. Hún þarf ekkert auka
drama og ég vildi leyfa henni bara að lifa
á svolítið einfaldan hátt.“
Goðsöguleg píslarganga
Reyndir sjómenn sem hafa séð Djúpið
hafa hrósað myndinni fyrir hversu
raunveruleg hún er og Baltasar treysti
ekki á tölvubrellur þegar hann filmaði
Langir Smugutúrar til Hollywood
Baltasar Kormákur frumsýnir
kvikmynd sína Djúpið í dag,
föstudag. Hann er búinn að
taka upp tvær Hollywood-
myndir frá því hann kláraði
tökur á Djúpinu en segist vera
búinn að nostra við hana þessi
tæpu tvö ár sem liðin eru. Lilja
Pálmadóttir, eiginkona hans og
einn framleiðenda Djúpsins,
segir það algeran lúxus að
geta eytt svona miklum tíma í
eftirvinnsluna og að búið sé að
pússa myndina og „nudda fram
og til baka.“ Lilja og Baltasar
ræða hér um Djúpið, ástríðuna
í íslenskri kvikmyndagerð,
hasarinn í Hollywood og villta
gæðinginn Denzel Washington.
sjóslysið. Hann sökkti bát með mann-
skap innan borðs og Ólafur Darri, sem
leikur aðalpersónuna, mátti láta sig hafa
að busla í sjónum og berjast við að halda
jafnvægi í brimsköflunum.
„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert
en það er svo fáránlegt að tala um það
þegar þú berð þetta saman við hið eigin-
lega afrek,“ segir Baltasar og Lilja tekur
undir. „Það verður frekar hjákátlegt að út-
tala sig um hversu erfitt var að taka þetta
upp,“ segir hún og bætir við að slíkt tal
verði mjög hjáróma þegar hin raunveru-
lega mannraun sé höfð í huga.
„Vissulega verður það dálítið hjáróma,“
segir Baltasar. „En þarna er samt nánast
verið að gera hið ómögulega. Og ég ætla
nú bara að leyfa mér að raupa af því að ég
veit ekki til þess að sjóslys hafi verið kvik-
myndað svona áður í bíómynd. Ég hef í
það minnsta ekki séð þetta gert svona.“
Auðmjúkur gagnvart mætti hafsins
Baltasar nefnir sjóslysamyndina Perfect
Storm til sögunnar. „Þar var þetta mikið
Það eru
líka ekki
allir jafn
bilaðir og
þú. Það
er bara
þannig.
Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eiga sitt griðland og heimili í Skagafirðinum þar sem þau njóta lífsins og slaka á þegar stundir gefast milli stríða frá hasarnum í Hollywood. Ljósm: Hari
24 viðtal Helgin 21.-23. september 2012