Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 36
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is BORGIR HAUST E N N E M M / S IA • N M 5 3 2 8 3 Alicante frá 14.900 9.900 Aðra leið, til eða frá áfangastað, með sköttum. Frá kr. í september og október aðra leið með sköttum OSLO frá9.900kr. Í september og október KÖBEN frá9.900kr. 30. október og síðan í allan vetur. B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir á sk ilj a sé r ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy ri rv ar a. eins mörgum orðum,“ segir hún. Stúlkan lýsir tilfinn- ingum sínum en drengurinn hleypur um öskrandi. „Ef þú spyrð hann hvað er að getur hann ekki sagt þér það. Hann segir kannski: „Ég hata þig“ en þá áttu að spyrja hann spurninga eins og: „Hatarðu mig eða er þér kannski bara illa við mig eða finnst þér ég kannski ósanngjörn?“ Kenndu honum, gefðu honum tilfinn- ingalegan orðaforða. Við þurfum að kenna drengjum mismunandi orð til að nota yfir tilfinningar sínar. Ef við gerum það þá ekki þá þekkja þeir ekki orðin sem þeir geta notað,“ segir hún og leggur jafnframt áherslu á að strax frá fæðingu leggi foreldrar sig sérstaklega fram við að tala við drengi. Stúlkurnar sýni meiri við- brögð en drengirnir og því sé auðveldara að spjalla við þær en einmitt af þeim sökum sé mikilvægt að tala við drengina. „Við verðum að kenna þeim orð strax frá unga aldri. Þeir nema þau ekki eins auðveldlega og stúlkurnar því málstöðvarnar í heila þeirra þroskast síðar,“ segir Abigail. Drengir heyra ekki hávaða „Þau, sem eiga drengi, kannast kannski við að þeir heyra ekki. Kannski heyrir pabbinn ekki heldur,“ segir hún og hlær. „Ástæðan er sú að drengir eru ekki jafn viðkvæmir fyrir hljóði og stúlkur. Þeir heyra raddir og tónlist en stúlkur heyra hávaða, raddir og tónlist. Þegar drengur skoppar bolta og honum er sagt að hætta þessum hávaða þá veit hann ekki hvað átt er við. Hann verður ekki var við hljóðið. Það er því mikilvægt að nota háa og skýra rödd þegar talað er við drengi. Stúlkur eru hins vegar með viðkvæmari heyrn og eru gjarnar á að spyrja: „Af hverju ertu að öskra á mig?“ þegar einfaldlega er verið að hækka örlítið róminn. En þær þurfa að komast yfir þessa viðkvæmni. Fólk mun tala hátt í návist stúlkna og þær þurfa að læra að takast á við það,“ segir Abigail. Stúlkur eiga hins vegar auðveldar með að læra í gegnum hlustun en drengir sem laðast frekar að hreyf- ingu. „Drengjakennarar verða að vera hreyfanlegir í tímum og nota hendurnar til að útskýra hluti. Stelpurn- ar myndu hins vegar truflast við það,“ bendir hún á. Hún segir að drengir eigi jafnframt erfitt með að horfa beint í augun á fólki. „Foreldrar segja oft: „Horfðu á mig á meðan ég er að tala við þig.“ Dreng- urinn gerir það, hann reynir, en svo færast augun til hliðar. Hann er samt að hlusta, getur bara ekki horft í augun á þér,“ segir Abigail. Hún útskýrir þetta með því að augu drengja hreyfast meira en augu stúlkna. „Sjónin virkar þannig að við sjáum í raun aðeins pínulítið brot af því sem heilinn segir okkur að við sjáum. Augun hreyfast hins vegar á miklum hraða frá hægri til vinstri og heilinn setur saman eina stóra mynd úr þeim brotum sem fara um sjóntaugina til heilans.“ Augu drengja hreyfast því meira en augu stúlkna, sérstaklega á aldrinum 6-8 ára. „Það getur skýrt hvers vegna drengir eiga erfiðara með að læra að lesa. Þeim finnst einfaldlega erfitt að halda augunum á blaðsíð- unum. Eftir 10 mínútur með augun á blaðsíðunni eru drengir einfaldlega orðnir þreyttir í augunum. Það hjálpar að standa upp, færa bókina og hreyfa sig. Þeir sjá hins vegar betur frá sér en stúlkur,“ segir hún. Stúlkur annast og vingast við streitu Stúlkur eru betri að lesa tilfinningar úr andliti og túlka líkamstjáningu, upp að 15 ára aldri. „Ef þú segir eitt- hvað við dreng og stúlku með augunum þá er stúlkan líkleg til að skilja hvað þú átt við. Drengurinn hefur ekki hugmynd um hvað þú ert nákvæmlega að meina. Það verður að nota skýr skilaboð við drengi, en ekki láta þá giska, þeir lesa það ekki úr andliti þínu,“ bendir hún á. Stúlkur og drengir bregðast á ólíkan hátt við streitu. Tímamótarannsókn sem gerð var í UCLA háskólanum í Bandaríkjunum um aldamótin leiddi í ljós að „Fight or flight“-kenningin svokallaða ætti einungis við um karlmenn. Þegar körlum er ógnað og þeir fyllast streitu bregðast þeir við með því að berjast eða flýja af hólmi. Hormónið adrenalín leikur þar lykilhlutverk og blóð- flæði eykst til vöðva og höfuðs. Hin nýja rannsókn UCLA sýndi hins vegar fram á að hið sama gerist ekki hjá konum. Þess í stað framleiða þær hormónið oxytos- in sem konur framleiða í miklu magni eftir barnsburð. Þarf að vinna með karl- mennskuna og kvenleikann Margrét Pála Ólafsdóttir, stofn- andi Hjallastefnunnar segir að styrkja þurfi persónulega sjálfs- mynd stúlkna og námslega sjálfs- mynd drengja. Með því að skipta börnum í hópa eftir kynjum sé hægt að útvíkka hugmyndir þeirra um karlmennskuna og kvenleikann. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofn- andi Hjallastefnunnar, segir að með því að aðskilja kynin náist að gefa bæði stúlkum og drengjum miklu jafnari hlut inni í skólakerf- inu. „Við náum að styrkja sjálfs- mynd beggja kynja miklu betur, persónulega sjálfsmynd stúlkna og námslega sjálfsmynd drengja. Þegar annað kynið er saman í hópi prófa börnin langtum fleiri hluti en þegar bæði kynin eru saman en við náum samt um leið að mæta drengjum sem drengjum og stúlkum sem stúlkum,“ segir Margrét Pála. „Ég trúi því að mikill meiri- hluti drengja deili mörgum sam- eiginlegum einkennum og stúlk- ur líka. Hins vegar er gríðarleg fjölbreytni innan hópsins. Í ein- kynja hóp þarf að vinna að því mjög marksækið að útvíkka hug- myndir barnanna bæði um karl- mennskuna og kvenleikann. Í ein- kynja hópi vinnum við með það að mýkt og nálægð er jafnmikils virði og kjarkur og kraftur,“ bend- ir hún á. Margrét Pála segir að þegar bæði kynin eru saman í hópi sé í mun meira mæli ýtt undir staðalí- myndir kynjanna. „Þá er krökk- um, sem passa ekki inn í hina gömlu ímynd um karlmennsku og kvenleika, einfaldlega skutlað yfir múrinn. Stelpustrákar eru bara með stelpum og stráka stelpur eru bara með strákunum. Með þessu ríghöldum við í gömlu myndina um hvernig karlmennskan er og hvernig kvenleikinn er,“ segir hún. „Í einkynja hóp tekst okkur að útvíkka hugmyndir beggja kynjanna um karlmennsku og kvenleika því allt sem gert er í strákahópi er auðvitað strákalegt. Þá verður ekkert stórmál þótt sumir strákar vilji bara dunda sér og spjalla við kennarann á meðan aðrir strákar fara út í fótbolta.“ Hún bendir á að það sé miklu viðurkenndara að útvíkka kven- leikann. „Konur mega vera í gallabuxum og vera vélstjórar og á gröfunni, það er búið að opna hugmyndina um kvenleikann þó svo að alveg megi ganga lengra,“ segir hún. „Það sem gerist í einkynja hópi ýtir undir þá hugmynd að það sé eitthvað sem tilheyri þessu kyni en það þarf að vinna með það. Það er ekki nóg að kynjaskipta þótt gífurlega mikið gerist strax með því, það þarf líka að vinna með hugmyndir um kvenleikann og karlmennskuna og útvíkka þær til þess að strákarnir endi ekki bara í hörðu boxi. Þá geta neikvæð ein- kenni kynjamenningar magnast upp. Við gerum það með okkar sérstöku námskrá og vinnum með aga, hegðun framkomu og svo sjálfstæði og sjálfstraust. Ef ekki er unnið gegn veikleika kynjamenn- ingarinnar mun kynjaskipting ekki skila því sem vonast er eftir.“ Margrét Pála Ólafsdóttir segir að auðveldara sé að útvíkka hugmyndir barna um kvenleikann og karlmennsk- una í einkynja hópum. 36 úttekt Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.