Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 76
TILBOÐ Þriggja rétta Asíuferð 3.990 kr 60 Bita Sushi bakki 8.500 kr Borðapantanir í síma 571 5522 Á Buddha Café finnur þú áhugaverða blöndu af japanskri eldamennsku og kantónískum réttum. Bragðlaukarnir flytja þig til Japans þegar við færum þér nigiri-maki-sashimi og aðra frábæra sushi rétti framleidda í eldhúsi okkar.Við uppfyllum löngun þína í japanska forrétti með Tempura súpum sem verma bæði sál, bragðlauka og salöt fyrir hollustuna.Japanska eldhúsið er ánægjuleg upplifun jafnt fyrir augu sem og bragðlaukana. Kantónísku sérréttirnir okkar bjóða þér síðan í ferðalag í gegnum ekta Kantóníska eldhúsið - réttir sem þegar eru gestum okkar að góðu kunnir. Borðaðu á staðnum eða taktu hann með www.buddhacafe.is Pabbi Þórdísar Nadiu er frá Túnis og það kann að hafa eitthvað um það að segja að Túnis er uppáhalds staðurinn hennar. Ljósmynd/Hari  Í takt við tÍmann ÞórdÍs nadia semichat Er með hipsterafóbíu Þórdís Nadia Semichat varð 28 ára á miðvikudaginn. Hún er nýbyrjuð í Listaháskólanum þar sem hún lærir Fræði og framkvæmd en áður hefur hún getið sér gott orð sem magadanskennari og rappari. Þórdís Nadia þolir ekki Kaffibarinn. Staðalbúnaður Ég geng aldrei í buxum, ég er eiginlega alltaf í pilsi eða kjól. Stíllinn minn er frekar afslappaður. Mamma kaupir mikið af fötum á mig en ég geri það stundum og þá oft- ast „second hand“ föt. Enda er ég oft í svolítið götóttum fötum, þau eru það ódýr að þau eyðileggjast strax. Ég geng alltaf með hring sem ég fékk í afmælisgjöf þegar ég var tvítug. Og ég geng líka alltaf með hring sem ég keypti í Túnis fyrir tveimur árum. Og eyrnalokka sem ég keypti líka þar. Hugbúnaður Þegar ég fer á kaffihús og vil bara eiga gott spjall við vini mína fer ég oftast á Tíu dropa. Það er mjög sjaldgæft að geta farið á kaffihús á virkum dögum þar sem er ekki einhver Mánudagsklúbbur í gangi. Þegar ég fer út að djamma fer ég oftast á Næsta bar af því það er svo kósí. Mér finnst mjög mikilvægt að geta talað við fólk. Ég þoli ekki Kaffibarinn og fer aldrei þangað enda er ég með hipsterafóbíu. Ég fer oft í bíó og þá oftast í Bíó Paradís sem er mjög næs. Annars er ég að horfa á Summer Heights High sem er ástralskur grínþáttur, leikinn en á að líta út fyrir að vera raunveruleikaþáttur. Aðalleikar- inn leikur þrjár persónur í menntaskóla, einn kennara, sextán ára stelpu og strák með hegðunarvandamál. Vélbúnaður Mamma er alveg ágætlega góð í að tína símanum sínum. Ég fæ því oftast símann hennar þegar hún er búin að kaupa sér nýjan og hinn kemur í leitirnar. Nú er ég bara með gamlan Nokia-síma sem er ágætt því ég meika ekki Instagram og svona. Samt er ég algjör hræsnari af því ég á Macbook Pro tölvu sem ég varð að kaupa af því hún er svo falleg. Kærastinn minn var að hlæja að því að það eina sem ég geri í henni er að fara á Facebook og DV.is. Ég kann eiginlega ekkert að nota hana. Ég á 943 vini á Facebook og verð að viðurkenna að ég er háð. Ég bara þori ekki að reikna út hversu miklum tíma ég eyði þar inni. Ég er líka svolítið háð golfleik sem er í Nokia-sím- anum mínum. Aukabúnaður Ég bý í miðbænum svo ég borða oft úti. En ég tek svona köst þar sem ég elda mjög mikið í tvær vikur og skoða matarblogg og svona. Ég er mjög hrifin af arabískum mat og öllu sem er sterkt. Ég er eiginlega háð sterkum mat sem þýðir að ég get oftast ekki boðið fólki í mat – ég set chili og hvítlauk út í allt sem ég geri. Það fer eftir skapi hvað ég panta mér þegar ég fer á bar en oftast er það rauðvín. Mér finnst mjög gaman að dansa og kenni magadans í Kramhúsinu. Í sumar fór ég til Túnis, fór í Sahara-eyðimörkina og heimsótti Tataouine þar sem Star Wars var tekið upp. Ég myndi örugglega segja að Túnis sé uppáhalds staðurinn minn. L eikkonan unga, Emma Wat-son, sem þekktust er fyrir að leika Hermione Granger í Harry Potter-myndunum heiðraði eins og kunnugt er Íslendinga með nærveru sinni í sumar þegar hún lék í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah. Leikkonan hefur þegar úttalað sig um miður geðslega íslenska eldamennsku og stórfurðulega drykkjusiði þjóðarinnar í fjöl- miðlum ytra og nú hefur hún einnig upplýst að hún hafi ekki séð sér fært að kynna sér íslenska reða- flóru á Hinu íslenzka reðasafni. Watson var í spjalli hjá Josh Horowitz á MTV-sjónvarpsstöðinni ásamt vini sín- um og mótleikara í Noah, Logan Lerman og þar bar hið einstaka safn á góma. Horowitz hafði haft spurnir af Reðasafn- inu og spurði leikarana ungu hvort þeir hefðu sótt þennan vinsæla ferðamanna- stað við Laugaveginn heim. „Ég heyrði af þessu en ég fór ekki,“ svaraði Watson og Lerman sló á létta strengi og botninn í reðaumræðuna: „Það var mjög erfitt að komast þarna inn.“ Sigurður Hjartarson stofnaði Reðasafnið fyrir margt löngu en þar hefur hann safnað saman reðum af allri spendýrafánu eins lands, meðal annars karlmannslim.  emma Watson sá ýmisLegt á ÍsLandi Komst ekki á Reða- safnið Emma Watson kom víða við í Íslandsferð sinni en láðist að kíkja á Reðasafnið sem hún heyrði um á meðan hún var á landinu. 76 dægurmál Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.