Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 70
JÓLAÓRATÓRÍAN Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU Miðasala er hafin í Hörpu, s. 528 5050, www.harpa.is og á miði.is Í H ÖR PU J.S. BACH T ilfinning okkar er sú að áhugi á ævisögum og endurminningum sé minni en oft áður,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlags- ins. „Áhugi á ýmsum tegundum bók- mennta virðist stundum koma í sveiflum, til að mynda á ævisögum, glæpasögum og spennusögum og núna virðist sem ekki sé jafn mikill áhugi á hefðbundnum ævisögum og oft áður.“ Forlagið, sem er stærsta bókaútgafa landsins, gefur aðeins út þrjár ævisögur fyr- ir jólin. Í fyrra gaf Forlagið út sjö ævisögur. Augljóst er að áherslurnar liggja annars staðar og það sama virðist gilda um mörg önnur bókaforlög. Þannig gefa hvorki Bjart- ur/Veröld og Sögur útgáfa út ævisögu í ár. Rétt yfir þrjátíu ævisögur komu út í fyrra samkvæmt Bókatíðindi.is. Þá eru undan- skildar þýddar erlendar ævisögur. Frétta- tíminn sendi fyrirspurn á flestallar bókaút- gáfur landsins og ef marka má svörin sem bárust munu sautján ævisögur koma út í ár. Þá eru endurútgáfur undanskildar. Þetta er óneitanlega umtalsverð fækkun. Egill Örn telur að gott framboð af bókum af öðru tagi, svo sem íslenskum skáldsögum, eigi stóra sök á þessari þróun. Ævisagan muni aftur verða vinsæl: „Ég er þess full- viss að tími ævisögunnar ef svo má að orði komast mun koma aftur. Það verða gefnar út ævisögur á hverju ári – en svo er bara spurning hvenær áhugi á þeim mun aukast á nýjan leik og útgáfan í kjölfarið aukast.“ Kristján Bjarki Jónasson, formaður Félags bókaútgefanda, segir að sjóað fólk í bókabransanum hafi séð þessa þróun fyrir. Viðtalsbækurnar, sem mikið kom út af frá stríðslokum og fram til 1980, hafi verið fyrstar til að gefa eftir og nú sé sífellt minni eftirspurn eftir hefðbundum ævisögum. Ástæðuna sé kannski að finna í því að markaðurinn sé farinn að krefjast „meiri pakka“ en áður. Fjölmiðlaumfjöllun í dag geri það að verkum að allir viti allt um alla og það þurfi mikið til að ævisaga seljist í stóru upplagi. „Ég hef sagt við vini mína að eina manneskjan sem drífi í „blockbuster“- ævisögu sé Ásdís Rán,“ segir Kristján. Hann segir að áfram muni vera markaður fyrir ævisögur en ólíklegt sé þó að þær séu að fara seljast í tíu þúsund eintökum. Þær séu einfaldlega ekki miðdepill umræðunn- ar lengur. „En á meðan hafa skáldsögur og krimmar það mikinn samhljóm að þær selj- ast vel. Jafnvel kokkabækur geturðu selt í tíu til tuttugu þúsund eintökum. Það að elda hefur greinilega meira gildi en ævisögur, að búa til mat með sínu fólki er mikilvægara en að setjast niður og vita hvað gerðist að tjaldabaki hjá einhverjum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Árni Sam Ævisaga Árna Samúelssonar í Sambíóunum. Landsliðs- maðurinn í handbolta sem tók við rekstri Nýja bíós í Keflavík en endaði á því að umbylta bíóbransanum á Íslandi. Sigur- geir Orri Sigurgeirsson skrifar. Almenna bókafélagið gefur út. Elly Ævisaga söngkonunnar Ellyjar Vilhjálms. Margrét Blöndal skráir. Sena gefur út. Hreint út sagt Svavar Gestsson skrifar sjálfur persónulega og pólitíska sögu sína. Forlagið gefur út. Ég gefst aldrei upp. Átakanleg lýsing af hetjulegri þriggja ára forsjárbaráttu Borghildar Guðmundsdóttur fyrir börnum sínum. Salka gefur út. Amal Ævisaga Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafn- réttishúss og varaþingmanns Samfylkingarinnar. Kristjana Guðbrandsdóttir skráði. Hólar gefa út. Er líf eftir dauðann? Erlendur Haraldsson, fyrrum prófessor í sálfræði við Há- skóla Íslands, fer yfir lífshlaup sitt. Þar á meðal rannsóknir á sýnum fólks á dánarbeði og minningum barna um fyrra líf. Hafliði Helgason skráði. Almenna bókafélagið gefur út. Sigurður dýralæknir Síðara bindi af ævisögu Sigurðar dýralæknis Sigurðarsonar frá Keldum. Hólar gefa út. Urðarmáni Ólafur Ásgeir Steinþórsson rifjar upp minningar sínar úr Bjarneyjum á Breiðafirði og uppvöxt í Flatey og síðar í Stykkishólmi. Uppheimar gefa út. Kamban Sveinn Einarsson ritar ævisögu rithöfundarins Guðmundar Kamban. Forlagið gefur út. Óskar í Sunnubúðinni Endurminningar Óskars Jóhannssonar kaupmanns. Ugla gefur út. Sagan mín. Orð að sönnu Æviminningar Sigrúnar Sigurðardóttur, hjúkrunar- fræðings frá Möðruvöllum, sem hún færir sjálf í letur í sinni fyrstu bók. Vestfirska forlagið gefur út. Íslenskt leikrit frumflutt í Skotlandi Nýtt íslenskt leikrit eftir hina bráðefnilegu Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Skotlandi í næstu viku. Verkið heitir „And the Children never Looked Back“ og er í leikstjórn Graeme Maley sem leikstýrði einmitt Djúpinu eftir Jón Atla Jónasson fyrir þrem árum. Salka var tilnefnd til Grímuverðlaunanna í fyrra fyrir fyrsta leikverk sitt, Súldarsker, og síðar í vetur er hún ein þriggja ungskálda sem skrifuðu verk sem tilheyrir samsýningu einskonar í Borgarleikhúsinu. Leikkonurnar sem Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson. Ég hef sagt við vini mína að eina manneskjan sem drífi í „blockbust­ er“­ævisögu sé Ásdís Rán.  BókaúTgáfa Íslendingar Taka skáldsögur fram yfir ævisögur Sífellt færri ævisögur koma út á Íslandi. Í fyrra voru þær yfir þrjátíu en í ár er útlit fyrir að þær verði 17. Ljósmynd/Hari Ævisögurnar á útleið Mun færri ævisögur koma út hér á landi fyrir jólin en undanfarin ár. Bókaút- gefandi telur að fólk hafi meiri áhuga á skáldsögum en áhugi á ævisögum gæti glæðst á ný. For- maður Félags bókaútgef- anda segir að þó alltaf verði markaður fyrir ævisögur sé blómaskeið þeirra á enda. Helstu ævisögurnar í ár Geðveiki í Egilssögu Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur þegar sent frá sér bók um geðvanda- mál persóna Íslendingasagna og þá skoðaði hann sérstaklega ástarmál. Nú mun hinsvegar Egill nokkur Skalla- grímsson leggjast á bekkinn hjá Óttari og fer sálgreiningin fram klukkan 20 í kvöld uppi á Sögu- loftinu í Land- námssetrinu í Borgarnesi. Salka Guðmunds- dóttir. Óttar Guð- mundsson geðlæknir sálgreinir Egil Skalla- gríms- son. Leikkonur í karlagervi Í fyrra brugðu þær Alexía Björg Jóhannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og María Pálsdóttir sér í gervi pörupiltanna Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnars- sonar við mikla lukku í Þjóðleikhúsinu. Um var að ræða svokallað uppistand og annað kvöld ætla leikkonurnar að troða upp í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það verður aðeins þessi eina sýning og því um að gera fyrir Akureyringa og gesti þeirra að nýta tækifærið.  BókmennTir nýrækTarsTyrkir BókmennTasjóðs afhenTir Yngri höfundar fá klapp á bakið Nýræktarstyrkir Bókmenntasjóðs voru afhentir í fimmta sinn á miðvikudag. Það var Katrín Jakobs- dóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem tilkynnti hverjir hlutu styrkina að þessu sinni í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Alls bárust 23 umsóknir en fimm höfundar hlutu styrk að upphæð 200.000 krónur að þessu sinni. Þau eru Dagur Hjartarson fyrir smásög- urnar Fjarlægðir og fleiri sögur, Heiðrún Ólafs- dóttir fyrir ljóðabókina Á milli okkar allt, Hugrún Hrönn Ólafsdóttir fyrir Hulstur utan um sál, Soffía Bjarnadóttir fyrir textasafnið Segulskekkja og Sunna Sigurðardóttir fyrir Mér þykir það leitt. Nýræktarstyrkjum er ætlað er styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa tak- markaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menn- ingarlegt gildi, að því er segir í fréttatilkynningu. Undir þetta svið falla skáldverk í víðri merkingu þess orðs til dæmis sögur, ljóð, barnaefni, leikrit, eða eitthvað allt annað, og leitað var eftir breidd og fjölbreytni í umsóknum. Nýræktarstyrkir afhentir. Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Bók- menntasjóðs, stilltu sér upp með styrkhöfunum. Þau eru Heiðrún Ólafsdóttir, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Dagur Hjartarson (fyrir aftan), Soffía Bjarnadóttir og Máni Sigurðarson, sem tók við styrknum fyrir hönd systur sinnar Sunnu Sigurðardóttur. Ljósmynd/Hari 70 menning Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.