Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 34
Uppskriftir á gottimatinn.is
Á gottimatinn.is finnur þú nýjar og spennandi
uppskriftir fyrir haustuppskeruna og fullt af
öðrum sígildum uppskriftum.
matseldin
byrjar
á gottimatinn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
É g hef 65 ára reynslu af kynjaskiptum skólum, ég fæddist í einum því foreldrar mínir kenndu í heimavistarskóla fyrir
drengi. Við bjuggum á heimavistinni með 13
stráka á efri hæðinni. Ég gekk
í stúlknaskóla og kenndi í
fjórum kynjaskiptum skólum,
tveimur stúlknaskólum og
tveimur drengjaskólum. Svo
er ég móðir drengs sem gekk
í drengjaskóla,“ segir Abigail
Norfleet James, doktor í
kennslusálfræði sem hefur
sérhæft sig í kynjaskiptingu í
skólum.
Hún fékk fljótlega áhuga á
kynjunum og hvernig drengir
og stúlkur læra á mismun-
andi hátt og hefur stundað
rannsóknir á því sviði undan-
farna áratugi. Hún var stödd
hér á landi á dögunum í boði
Hjallastefnunnar en skólar
og leikskólar Hjallastefnunar
kynjaskipta nemendum í hópa.
Hún er hlynnt því að strákum sé kennt sér og
stúlkum sér. Ástæðurnar eru fyrst og fremst
líkamlegar og af tvennum toga: annars vegar
vegna þess að stúlkur og drengir þroskast og
stækka mishratt. Hins vegar vegna þess að heili
þeirra þroskast á ólíkan hátt þannig að styrk-
leikar þeirra koma fram á mismunandi aldri
fram að 16-18 ára aldurs þegar heili kynjanna er
aftur orðin samstiga í þroska.
Samanburðurinn ósanngjarn
Hún heldur því fram að þegar stúlkur og dreng-
ir eru saman í bekk beri þau sig saman við hitt
kynið á sviðum þar sem samanburðurinn er
ósanngjarn vegna þess hversu kynin eru ólík.
„Stúlkur eru duglegri í höndunum,“ tekur
Abigail sem dæmi. „Drengir fá til að mynda að
heyra strax í leikskóla að þeir þurfi að vanda sig
betur að lita því þeir lita út fyrir línurnar, ólíkt
stúlkunum sem eru svo flinkar. Þeir bera sig
saman við stúlkurnar, sem lita ekki út fyrir, og
hugsa með sér: „ég get þetta ekkert“, og hætta
að reyna. En ef þeir eru í strákahópi, þar sem
allir lita út fyrir, þá er það ekkert mál,“ segir
hún.
„Strákarnir eru hins vegar betri í að hitta í
mark og henda jafnframt öllu því sem þeir geta.
Stúlkur eru ekki jafnflinkar og drengirnir og
hætta því að reyna að henda hlutum, því saman-
burðurinn er þeim í óhag,“ segir Abigail.
Málstöðvar stúlkna þroskast fyrr
Vinstri helmingur heilans þroskast hraðar í
stúlkum en hægri helmingurinn hjá drengjum,
að sögn Abigail. „Málstöðvarnar eru í vinstri
helmingnum og þess vegna hefur 20 mánaða
stúlka tvöfalt meiri orðaforða en drengur á sama
aldri. Hann er hins vegar með betri rúmskynj-
un, sem er í hægri helmingi heilans, og er því
Munurinn á drengjum og stúlkum
Stúlkur eru
fljótari til máls,
flinkari að
teikna og eiga
auðveldara
með að tjá
tilfinningar
sínar. Drengir
eru með betri
rúmskynjun og
því betri í að
hitta í mark,
hafa meiri
hreyfiþörf og
þola betur
hávaða. Streita
er lamandi
fyrir stúlkur en
hvetjandi fyrir
drengi. Abigail
Norfleet
James, doktor
í kennslusál-
fræði, hefur
rannsakað
muninn á
stúlkum og
drengjum og
segir hann
falinn í heila
þeirra.
Abigail Norfleet
James hefur 65
ára reynslu af
kynjaskiptum
skólum. Hún fædd-
ist í einum, gekk
í annan og hefur
kennt í fjórum. Framhald á næstu opnu
betri í að henda hlutum. Þegar þú horfir á
tæplega tveggja ára dreng og stúlku, hún
talar og talar og hann er bara að henda
hlutum hugsarðu ósjálfrátt: „Hmmm, hann
ekkert sérstaklega klár,“ og hann veit það.
Þegar börnin ná 15-16 ára aldri er heila-
þroski þeirra mun jafnari en ýmsar venjur
hafa mótað þau fyrir lífstíð,“ segir hún.
Sýnt hefur verið fram á það að sá hluti
heilans sem nefnist amygdala þroskast fyrr
í drengjum en stúlkum en sá hluti heilans
sem nefnist hippocampus þroskast fyrr í
stúlkum. „Hippocampus breytir skamm-
tímaminni í langtímaminni en það er þó
ekki víst hvort stúlkur hafi betra minni en
drengir á unga aldri því allar rannsóknir
sem þetta er mælt nota orð og vitað er að
stúlkur eru þegar betri en drengir í tungu-
málinu“, segir Abigail.
Amygdala sér um að stjórna tilfinn-
ingum. „Ólíkt því sem almennt er talið
eru drengir alveg jafn tilfinningaríkir og
stúlkur, þeir geta bara ekki sagt frá því í
Ólík heila-
starfsemi og
þroski
Karlar hafa hærri sárs-
aukaþröskuld en konur
en hins vegar minna
þol fyrir sársauka.
Stelpur finna sársauka
hins vegar fyrr en þola
hann jafnframt betur.
Drengjum líður best
við herbergishita í
kringum 19 gráður en
stúlkum líður best í 23
gráðum. Það sem er
þægilegur herbergis-
hiti fyrir stúlkur er allt
of heitt fyrir drengi.
Síðasti hluti heilans
til að þroskast er fram-
heilinn en hann er sá
hluti heilans sem leyfir
okkur að taka upp-
lýstar ákvarðanir og
hugsa áður en maður
framkvæmir. „Þetta
er sá hluti heilans sem
gerir okkur fullorðin.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
34 úttekt Helgin 21.-23. september 2012