Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 40
Ekki kátt í höllinni T Talsvert er lagt á heiðurshjónin Elísa­ betu og Filippus í Buckinghamhöll þessa dagana, einkum vegna stripls náinna fjölskyldumeðlima. Þau hafa nokkurn ama af berum fjölskyldumeðlimum hér og þar enda eru fáir siðprúðari en þessi aldurhnignu hjón. Sérkennilegt er því að það unga fólk sem út af þeim er komið, eða mægist þeim, geti ekki haft hemil á sér. Afi og amma í höllinni eru orðin svo gömul og lúin að það er tillitsleysi gagn­ vart þeim að láta svona. Harry prins, sonur Karls ríkisarfa og Díönu heitinnar, virðist af fréttum og myndum að dæma skemmtilegur strákur, hæfilega kærulaus og til í tuskið. Hann er því eins og hver annar ungur maður og gæti þess vegna verið ættaður úr Tungunum, svo dæmi sé tekið. Vandi hans er aðeins einn, að vera kominn út af ofurfrægu fólki. Enginn myndi kippa sér upp við það þótt strákar úr Tungunum slepptu aðeins fram af sér beislinu, dyttu í það, færu jafnvel í fatapóker og spiluðu ballskák á sprellanum. Færi svo að partí að loknum Tungnaréttum þróaðist í þessa veru eru engar líkur á því að héraðsblað­ ið Sunnlenska hefði áhuga á því að kaupa og birta strípimyndir af Tungnadrengj­ unum, hvað þá blöð á landsvísu. Öllum stæði nákvæmlega á sama. Hið sama á hins vegar ekki við um aumingja Harry. Hann gleymdi sér í stuðinu, eins og verða vill, og tíndi af sér spjarirnar í partíi í Las Vegas í liðnum mánuði. Það var ekki að sökum að spyrja. Las Vegas er kunnara pláss en Arat­ unga og Harry frægari en smalastákar á Biskupstungnaafrétti. Því fór sem fór. Myndir af Harry allsberum í partíinu fóru sem eldur í sinu um heimsbyggðina, hvort heldur var í blöðum eða netmiðlum. Hann mátti þó eiga það að hann hélt um það allra heilagasta, krúnudjásnin, eins og það var orðað í bresku pressunni. Ömmu og afa í höllinni var ekki skemmt. Beri prinsinn gerði þó ekki at­ hugasemdir enda þekkti hann sjálfan sig á myndunum. Líklegt er að hann hafi fengið móral þegar af honum rann, en hann lét fárið yfir sig ganga og sætti sig við að tugir milljóna manna skoð­ uðu myndirnar. Hann mátti vita að allir partígestirnir væru með myndavélasíma, að minnsta kosti þeir sem enn voru full­ klæddir. Það er verra að finna vasa ef maður er orðinn ber. Þar er enginn mun­ ur á partíum í Las Vegas eða Tungunum. Hugsanlegt er að athugasemdir við myndirnar hafi komið verr við hinn unga mann en myndbirtingin sjálf, enda eru menn á þessum aldri viðkvæmir fyrir útliti sínu. Sumir sneru nafni hans upp á fræga persónu í túlkun Clint Eastwood og kölluðu prinsinn Dirty Harry. Við það gat hann unað. Verra var þegar beinar athugasemdir voru gerðar við kroppinn. Sumum þótti hann nefnilega heldur mjó­ sleginn og renglulegur og mætti því bæta aðeins á sig. Staða hans er samt betri en stóra bróður, Vilhjálms, sem í fyrra gekk að eiga konuna Kate Middleton sem um leið öðlaðist heimsfrægð. Eiginkonan og bróðirinn Harry hafa nefnilega gert nett grín að Vilhjálmi, framtíðarkóngi Bret­ lands. Hann hafi verið full gráðugur í skyndimat og því safnað svokölluðum ást­ arhöldum, spiki ofan við mjaðmirnar. Þau hafa því kallað hann hamborgarakóng­ inn, sem kannski á betur við á tungumáli spaugfuglanna, „Burger King“. En slúðurpressan hafði engan áhuga á ástarhöldum Vilhjálms. Brjóstahöld eiginkonu hans, Kate, stóðu henni nær. Þessi framtíðar konungshjón Bretlands brugðu sér í frí í sumarhús í Suður­ Frakklandi á dögunum. Þar er veðurfar blítt, eins og þeir þekkja sem þangað hafa komið. Erfðaprinsinn og prinsessan Kate, sem bera þá virðulega titla her­ toginn og hertogaynjan af Cambridge, sóluðu sig í sundfötum í garði sumar­ hússins. Það gera flestir við aðstæður sem þessar. Svo hitnaði meir suður þar svo prinsessan svipti af sér brjóstahöld­ unum. Það gerir fjöldi kvenna við svip­ aðar aðstæður, og þykir ekki tíðindum sæta, nema ef um framtíðardrottningu Breta er að ræða. Það hefði Kate mátt vita og Vilhjálmur líka. Móðir hans og Harrys var engin önnur en Díana prinsessa sem hundelt var af papparössum alla sína fullorðins tíð, eftir þau Karl, frumburður Elíasabet­ ar og Filippusar, rugluðu saman reytum. Það er nefnilega ekkert grín að giftast inn í þessa fjölskyldu. Þá verður and­ skotinn laus. Vitaskuld var papparass í grenndinni og myndaði brjóst prinsess­ unnar og seldi þær myndir, væntanlega dýrum dómum. Bresk blöð, sem kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum, létu þó ekki freistast en það gerði franskt blað og síðar ítalskt. Bæði eru þau í eigu Sil­ vios Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Hann er þekktur fyrir ýmislegt annað en pólitík, meðal annars partí þar sem eitthvað bar á beru kvenmannsholdi í nálægð við karlinn. Hertogahjónin hafa kært ritstjóra franska blaðsins fyrir árás á einkalíf og væntanlega fær sá ítalski sömu trakteringar. Það er ekki víst að sá þjónn Berlusconi kippi sér upp við það enda er ritstjórinn fremur að velta því fyrir sér hvort brjóst hertogaynjunnar séu ekta. Það er því ekki kátt í höllinni. Þar fer um gömlu hjónin, Elísabetu ömmu og Filippus afa, sem sífellt eiga von á nýjum skandal. Við verðum bara að vona, þeirra vegna og annarra, að Karl ríkisarfi og eigin­ kona hans, Camilla Parker­Bowles, eigi ekki erindi til Suður­Frakklands á næstunni. Það er eiginlega alveg nóg að hafa fengið að sjá hnén á Kalla í skotapilsinu! Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands www.faerid.com Sölustaðir: N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus. 40 viðhorf Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.