Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 29
hann endaði á hvolfi. Hangandi á löppunum.“ Sveittur í lófunum „Þegar upp er staðið eru þetta allt manneskjur og maður verður bara að vera vel undirbúinn. Þú lendir svolítið eins og í þriðju gráðu yfir- heyrslu ef þeir finna að þú veist ekki alveg hvað þú ert að tala um. Maður svitnar aðeins í lófunum og svona. Þetta er bara eins og að taka víti og annað hvort hittirðu eða ekki. Það er bara að skjóta en það þýðir ekkert að skjóta á mitt mark- ið. Þú verður að skjóta í hornið.“ „Eins og þegar þú hittir Denzel í fyrsta skipti. Þá var hann í raun og veru að taka þig í áheyrnarprufu,“ segir Lilja og Baltasar tekur undir það. „Það er alveg á hreinu þarna er það hann sem er í raun að sam- þykkja leikstjórann,“ segir Lilja. „Þannig er þetta. Ég var að vísu kominn á undan honum að verk- efninu og tóninn í honum var meira þannig að hann myndi ekki gera þetta nema honum líkaði við leik- stjórann.“ Allt gekk þetta upp að lokum og Baltasar kláraði tökur á 2 Guns á réttum tíma og stóðst fjárhags- áætlun. „Auðvitað er þetta gríðar- leg ábyrgð. Að vera með tugmillj- óna dollara myndir á herðunum en þetta gekk upp,“ segir Baltasar og Lilja segir hann halda ró sinni á meðan á sem mestu gengur. „Þegar þú ert í sjálfri vinnunni og tökunum þá ferðu inn í svo mikið flæði að þessar pælingar komast ekkert að hjá þér. Þá ertu bara að vinna og það rennur ekki af þér fyrr en tökurnar eru búnar.“ „Nei, nei. Ég er ekkert að hugsa um þetta og ég er ekkert að eiga öðruvísi við þessa gæja en Ólaf Darra til dæmis. Ég er bara að reyna að ná mínu í gegn.“ „Þú ert bara að gera það sem þú kannt að gera....,“ segir Lilja. „Og trúi á,“ bætir Baltasar við. „Auðvitað er maður meðvitaður um stærðina og umfangið en það er vilji þarna til að hlusta á mig. Ég hef gert myndir fyrir minni pening. Þótt Contraband hafi kostað 25 milljónir dollara þá þótti mönnum þarna með ólíkindum að það hefði verið hægt. Þeim fannst hún líta út eins og 60 milljón dollara mynd. Og þá spyrja þeir mann hvernig maður hafi farið að þessu. Og ég svara því til að ég geri þetta bara eins og ég geri myndir á Íslandi. Maður raðar bara hlutunum saman og reynir að vera dálítið klár í að púsla þessu saman. Þannig að þessi íslenski skóli, neyð og skortur, er mjög góður. Ég veit samt ekki hvað þetta endist lengi. Kannski endar maður eins og þessir karlar. Venst þægind- unum og verður þurftafrekur og erfiður,“ segir Baltasar og hlær en er þó varla í mikilli hættu á meðan hann rígheldur í ræturnar á Íslandi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 6 5 8 • 197 hestafla dísilvél, eyðir aðeins 7,4 l/100 km • Sex þrepa sjálfskipting • Útblástur með því minnsta sem þekkist í sambærilegum bílum • 2 tonna dráttargeta • 7 ára ábyrgð eins og á öllum nýjum Kia bílum • Fáanlegur sjö sæta Verð frá 7.190.777 kr. STÓRGÓÐUR 7 MANNA JEPPI 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. KIA SORENTO ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Kaupau ki: Heilsár s- dekk Eigum bíla til afgreiðslu strax – komdu og reynsluaktu Kia Sorento Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Hún fylgdist að sjálfsögðu með eiginmanni sínum stýra þessum þekktu mönnum og neitar því ekki að hún hafi verið með stjörnuglýju í augunum þegar hún hitti Denzel Washing- ton fyrst. „Æ, nú hljóma ég eins og skólastelpa en ég réði ekkert við þetta. Maðurinn hefur svaka- lega nærveru. Svona kvikmynda- stjarna í öllu sínu veldi. Og það er mikil upplifun að sjá Baltasar leik- stýra þessum köllum. Það er bara magnað dæmi.“ En láta svona stórstjörnur eitt- hvað að stjórn? „Já, já. Þeir gera það. Þetta er samt ekkert auðvelt og það er svo- lítið eins og að vera með villtan hest að stýra Denzel. Það þýðir ekkert að rykkja í tauminn....“ Lilja grípur orðið á lofti og segir frá fyrstu tökum Baltasars með Denzel. „Þegar ég spurði Baltasar fyrst þegar þeir voru að byrja í tök- unum hvernig gengi með Denzel kom smá þögn en síðan sagði hann: „Hann er svolítið eins og Sigur.“ „Sigur frá Húsavík er einn af keppnishestunum mínum, stórbrot- inn gæðingur, súper hæfileikaríkur en getur verið alveg ofboðslega erf- iður, “ segir Lilja og hlær. „Ég skildi svo gjörsamlega um hvað hann var að tala.“ Þessi samlíking Baltasars virðist síður en svo hafa verið úr lausu lofti gripin: „Það er ekkert ólíkt að eiga við leikara og hesta. Og ég meina þetta ekki illa. Þetta er bara eins og hestahvísl sem snýst í raun og veru um að fá hestinn til að vinna með þér með ákveðinni líkamstjáningu. Þetta var ekkert ósvipað með Den- zel. „Alveg frá fyrsta fundi sneri hann aldrei að mér. Hann sneri alltaf hliðinni í mig eins og hest- arnir snúa rassgatinu í mann. Á síðustu æfingu fyrir tökur sat hann svo opinn á móti mér og þá vissi ég að ég væri búinn að ná honum inn. Þetta er bara eins og ég segi. Það þýðir ekkert að rykkja í tauminn. Þú verður bara að toga hægt en alltaf stöðugt. Þú ferð ekki með neinu offorsi á þetta en það þarf alveg svakalega staðfestu og eftir- fylgni.“ Þegar leið á samstarfið tókst Baltasar að leggja meira á Wash- ington en var í handritinu og hafði verið samið um. „Ég fékk þessa hugmynd. Að hengja Denzel upp á löppunum og sleppa nauti á hann. Ég ætlaði svo að hengja Wahlberg upp við hliðina á honum. Þetta var ekki í handritinu og þá getur svona lagað orðið ansi snúið. Framleið- endurnir vildu ekki koma nálægt þessu en sögðu að mér væri frjálst að reyna að eiga við Denzel. Og ég setti bara hausinn í gin ljónsins og viðtal 29 Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.