Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 10

Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 10
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is L ára Kristín Brynjólfsdóttir var í vik-unni svipt forræði yfir sex ára syni sínum á grundvelli geðsjúkdóma sem yfirlæknir á geðdeild Landspítalans sagði fyrir dómi að hefðu verið röng greining. Hann sagði einnig að meðferðin við geð- sjúkdómunum hefðu gert Láru veika. Land- spítalinn hefur beðið hana afsökunar á meðferðinni og rangri greiningu. Enginn þeirra sem komu fyrir dómarann dró það í efa að Lára gæti sinnt barninu sínu. Lára Kristín var í sumar greind með dæmigerða einhverfu en hefur átt við mikla erfiðleika að stríða allt sitt líf vegna hennar. Hún hefur margoft verið lögð inn á geðdeild og ranglega greind með fjölda geðsjúkdóma. Árið 2011 fór barnsfaðir hennar í for- ræðismál við hana og var í kjölfarið dæmt að lögheimili sonar þeirra yrði hjá honum en forræði yfir honum sameiginlegt. Lára Kristín fékk því minni umgengni við son sinn en hún var vön. „Í kjölfarið leitaði ég mér aðstoðar sálfræð- ings á Landspítalanum, þar sem ég var að vinna, vegna depurðar yfir því að hafa minni umgengnisrétt við son minn en áður. Vegna þess hve ég á erfitt með að horfa í augun á fólki, eins og algengt er hjá einhverfum, þá taldi sálfræðingurinn að ég væri með geðklofa. Hann hringdi í lækna og lét fjarlægja mig með valdi og leggja inn á geðdeild þar sem ég var ranglega greind með geðrof,“ segir Lára. Hún neitaði að taka lyf við geðrofi og var í kjölfarið svipt sjálfræði svo hægt væri að gefa henni lyf. Lögfræðingur Láru, Þuríður Halldórs- dóttir, segir að sjálfræðissviptingin hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að dómarinn í forræðismálinu sem dæmt var í nú í vikunni ákvað að svipta Láru forræði yfir syni sínum. „Fyrra forsjármálið höfðaði barnsfaðir henn- ar á grundvelli geðsjúkdóma Láru sem síðan kom í ljós að var röng greining. Síðara for- ræðismálið var höfðað í kjölfar ábendingar frá félagsráðgjafa á geðdeild Landspítalans sem hafði samband við barnaverndaryfirvöld því hann taldi Láru ekki færa um að sinna barni sínu sökum geðsjúkdóma,“ segir Lára. „Páll Matthíasson yfirlæknir á geðsviði bar vitni fyrir dómnum og staðfesti að Lára hefði fengið ranga greiningu á Landspítala og ranga meðferð. Hann játaði því jafnframt að lyfin sem henni hefðu verið gefin hefðu gert hana veikari en ella,“ segir Þuríður. „Dómarinn dæmir á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu en í þeim kemur fram að Lára sé með fjölda geðsjúkdóma. Það var ekki fyrr en í aðal- meðferð málsins sem Páll Matthíasson læknir sagði frá því að Lára hefði verið ranglega greind og hún væri einhverf en ekki með geðsjúkdóma. Dómarinn virðist hins vegar ekki hafa neinn skilning á eðli einhverfu en einhverfa er ekki sjúkdómur heldur fötlun,“ segir Þuríður. Í dómnum segir: „[Lára] hefur átt við andleg veik- indi að stríða undanfarin ár, hefur barnaverndar- nefnd þurft að hafa afskipti af [Láru] á heimili hennar og [hún] verið lögð á geðdeild.“ Að sögn Þuríðar er það ekki rétt sem þarna kemur fram. „Í fyrsta lagi hefur Lára ekki átt við geðsjúkdóma að stríða eins og fram kom í aðalmeðferð og einu afskipti sem barnavernd hefur haft af henni er vegna tilkynningar félagsráðgjafa á Landspít- alanum sem byggð var á sjúkdómi sem hún var ekki með,“ segir Þuríður. Hún segir að matsmaður sem feng- inn var til að meta hæfni Láru hafi ennfremur gert matið á henni áður en greiningin um einhverfuna kom fram og hann hafi því byggt mat sitt á rangri greiningu um geð- sjúkdóma. „Þetta er allt mjög sorglegt mál og það hefur verið margbrotið á þessari stúlku,“ segir Þuríður sem hefur hvatt Láru til að áfrýja mál- inu til hæstaréttar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  DómsmáL EinhvErf kona svipt forræði yfir syni sínum Röng sjúkdómsgreining grund- völlur að forræðissviptingu Ung kona var svipt forræði yfir sex ára syni sínum í vikunni á grundvelli rangrar greiningar um geðsjúkdóma. Hún greindist nýlega með einhverfu. Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans staðfesti að um ranga greiningu hefði verið að ræða og að lyf sem henni hefðu verið gefin hefðu gert hana veikari. Lára Kristín Brynjólfsdóttir segist hafa áhyggjur af samfélagið fatlaðs fólks og rétti þeirra til að sinna for- eldrahlutverkinu. Ljósmynd/Hari Lyf við ranglega greindum geðsjúk- dómum gerðu Láru veikari. Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric hefur verið útnefnt sem helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012 í orkubúnaðar- og tæknigeiranum. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjaf- arisanum Frost & Sullivan sem starfar um allan heim, en verðlaunin eru hluti af árlegu „Best Practices Awards“ frá Frost & Sullivan í Evrópu. ReMake Electric hannar, framleiðir og markaðssetur nýjan mæli- og tölvu- búnað auk hugbúnaðar fyrir raforku- eftirlit til að ná fram sparnaði og nýtni í raforkunotkun. Hilmir Ingi Jónsson framkvæmdastjóri segir útnefninguna glæsilega viðurkenningu á íslenskri nýsköpun. Ásamt ReMake voru fyrirtæki á borð við Siemens, ABB, Sennheiser og Hewlett Parkard sem unnu til verðlauna fyrir sína nýsköpun, samkeppnishæfni og framsýni en ReMake Electric skarar fram úr í heildarlausnum til greiningar og eftirlits á raforkunotkun og álagi.  nýsköpun BEsta fjárfEstingin í orkuBúnaðar- og tæknigEiranum Íslenskt fyrirtæki verðlaunað Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake og Gary Jeffery, framkvæmdastjóri Frost & Sullivan í Bretlandi. 10 fréttir Helgin 26.-28. október 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.