Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 12

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 12
Laaaaaaaaaangbestar? Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna! Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli Það er engan veginn ásættan- legt að upp undir þriðjungur nemenda í fram- haldsskóla hrökklist frá námi. Hvergi í heiminum hætta fleiri framhalds- skólanemendur í námi en á Íslandi og þrátt fyrir áralanga umræðu um vandann hefur ekki tekist að draga úr honum. Nauðsynlegt er að grípa inn í strax í grunnskóla og að skólakerfið verði byggt út frá ein- staklingnum, styrkleika hans og áhugasviði. Þörf er á þjóðarátaki gegn brottfalli. S kúli Helgason, alþingismaður og varaformað-ur allsherjarnefndar og menntamálanefndar Alþingis, segir að þjóðarátak þurfi til að sporna gegn því mikla brottfalli úr framhaldsskól- um sem okkur hefur ekki tekist að bregðast við. Brottfall framhaldsskólanema úr námi á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Samkvæmt rannsóknum hafa fjögur af hverjum tíu ungmenn- um ekki lokið framhaldsskólanámi við 24 ára aldur. Hvergi í heiminum er hlutfall framhaldsskólanema sem ljúka námi á tilsettum tíma lægra en hér, ein- ungis 44 prósent. Hið sama gildir þótt gefin séu tvö ár til viðbótar, enn erum við í neðsta sæti með 58 prósent. Einn af hverjum tíu nemendum í árgangi hættir námi í framhaldsskóla á ári hverju. „Það er engann veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu,“ segir Skúli. „En það er grundvallaratriði að takast á við brott- hvarfið fyrr í skólakerfinu. Hann birtist sem brott- hvarf í framhaldsskólunum en vandinn byrjar oft að myndast í grunnskólanum, sem slakur námsárang- ur, námsleiði og hegðunarerfiðleikar og við þurfum því að fá grunnskólann í lið með okkur ef við viljum ná árangri í að minnka brotthvarfið,“ segir hann. Kristjana Stella Blöndal er lektor í starfs- og námsráðgjöf við Háskóla Íslands og hefur gert rannsóknir á brottfalli nemenda úr framhalds- skólum. Til þessa hafa helstu skýringar á brottfalli verið taldar vera óígrundað námsval og hin mikla áhersla sem lögð er á bóknám. Brottfall meira meðal þeirra sem líkar verknám Kristjana Stella og Jón Torfi Jónasson, forseti mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands, gerðu rannsókn árið 2007 sem náði til tæplega 4.000 nemenda í öllum fram- haldsskólum landsins. Í henni kom fram að um helm- ingi nýnema líkaði betur við verklegar greinar í grunnskóla og þriðjungi líkaði álíka vel við bóklegar og verklegar grein- ar. „Þetta er athyglisvert því árið 2007 völdu einungis 14 af hverjum hundrað nýnemum í framhaldsskólum landsins starfs- og verknám,“ segir Stella. „Meira brottfall er meðal nemenda sem líkar betur verknám,“ bendir hún á. Skúli er í forsvari fyrir starfshóp sem vinnur að skýrslu um samhengi mennta- mála og atvinnumála sem verið er að leggja lokahönd á. „Starfshópurinn var settur á fót meðal annars til að greina þá þversögn sem birtist í því að við búum við sögulegt hámark atvinnuleysis en um leið er skortur á starfsfólki með verk- og tækni- menntun í mörgum vaxtargreinum, svo sem hugverka- iðnaði, málmiðnaði og fleira,“ segir Skúli. „Það virðist sem talsvert vanti upp á samtalið milli atvinnulífsins og skólakerfisins þannig að samhengi sé milli náms- framboðs og færniþarfa atvinnulífsins,“ segir hann. Eitt af því sem starfshópurinn hefur skoðað er brottfall í framhaldsskólum. „Mín niðurstaða er sú að grundvallarsjónarhornið í menntakerfinu þurfi að breytast og það verði að byggja í auknum mæli á því að greina og virkja styrkleika hvers nemanda. Menntakerfið hefur þró- ast á löngum tíma og miðar of mikið að því að þjóna hópum og fylgja miðlægum áætlunum í stað þess að einbeita sér að því að ná því besta út úr nemandanum,“ segir Skúli. Hægt að bregðast við fyrr Kristjana Stella hefur hannað tæki til að skima fyrir áhættuhópunum svo hægt sé að bregðast við sem fyrst. „Með þessum skimunarprófum má greina áhættuþætti brotthvarfs strax í efri bekkjum grunn- skóla og takast á við vandann áður en í óefni er komið,“ bendir Skúli á. Hann tekur fram að víða sé verið að vinna spennandi og gott starf í skólum. „Hins vegar vantar nokkurs konar þjóðarátak, samstillta áætlun ríkis og sveitar- félaga með þátttöku skólafólks um aðgerðir gegn brott- hvarfi og gera það með þeim hætti að úrræðin sem við teljum að virki standi öllum til boða, alls staðar á landinu,“ segir Skúli. „Við þurfum að breyta um sjónarhorn í menntakerf- inu og byggja það upp út frá þörfum nemandans, styrk- leikum hans og áhugasviði,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Námsleiði er einn af þeim áhættu- þáttum sem greina má í grunnskóla og bregðast má við til að reyna að koma í veg fyrir að nemandi flosni upp úr námi. Kristjana Stella Blöndal. Skúli Helgason. 12 úttekt Helgin 26.-28. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.