Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 17

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 17
viðhorf 17 Helgin 26.-28. október 2012 25.009 fiskar komu á land í Veiðivötn- um í ár. Þetta er minni veiði en undanfarin ár. 285 milljóna tap var á rekstri Skjásins í fyrra. Velta félagsins jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæpir 1,9 milljarðar. 4 ár í röð hefur Ísland hafnað í efsta sæti í úttekt Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, á stöðu jafnræðis karla og kvenna í heiminum. 90.000 farþegar komu hingað til lands með skemmtiferðaskipum í ár samkvæmt áætlunum. Þegar hefur verið bókað fyrir hundrað þúsund farþega á næsta ári. Fimmtán þúsund undirskriftir Fimmtán þúsund Íslendingar hafa skrifað undir kröfu um að 10 prósent af áfengisgjaldi verði varið til nýrra úrræða fyrir þolendur áfengis- og vímuefna- vandans. Skýrari skilyrði fyrir hlerunum Skýrari skilyrði verða sett til að beita tilteknum aðgerðum í þágu rannsóknar samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Aðgerðirnar skerða friðhelgi einka- lífs, símhlustun, upptaka á hljóðum og merkjum, taka ljósmynda og kvikmynda og notkun eftirfararbúnaðar. Skjálftavirkni úti fyrir Norður- landi Íbúar á Siglufirði og víðar á Norður- landi mega búast við áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga og einstaka jarðskjálftum í stærra lagi. Fern jarðgöng eru á Tröllaskaga og eru Héðinsfjarðar- göng sérstaklega hönnuð til að standast jarðskálfta. Stefnt að fullri greiðslu fyrir tann- lækningar barna Greitt verður að fullu fyrir allar tann- lækningar barna, nái tillögur sem starfs- hópur um lausn á barnatannlækningum hefur lagt fyrir velferðarráðherra. Svartur atvinnurekstur í ferðaþjónustu Undanskot í ferðaþjónustu hafa aldrei verið meiri, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Könnun sýnir að hópur fólks sem stundaði svartan atvinnu- rekstur þáði einnig atvinnuleysisbætur. Ástandið var verst hjá einyrkjum og tiltölulega litlum fyrirtækjum. Segir að ný stjórnarskrá geti tekið gildi 17. júní Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ný stjórnarskrá geti tekið gildi 17. júní á næsta ári. Þjóðinni hafi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag tekist það sem Alþingi hafi ekki tekist, að kjósa um nýja stjórnarskrá. Búseta á háhitasvæðum tengist krabbameinshættu Búseta á háhitasvæðum á Íslandi tengist hættu á að fá krabbamein, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við læknadeild Háskóla Íslands. Bílabruni upplýstur Lögreglan á Suðurnesjum hefur upplýst bensínþjófnað og bílabruna á bílaleigu á Suðurnesjum um helgina. Átta bílar skemmdust í brunanum, þar af eru fimm ónýtir. Tveir menn um tvítugt voru hand- teknir og játuðu þeir verknaðinn. Ásakanir um mansal rannsakaðar Kínversk kona sem bjó hér á landi í fjögur ár sakar kínversk hjón um að stunda mansal á Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Lambhrútur lifði 40 daga í fönn Lambhrútur frá bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi fannst á lífi á laugardag á heiði austur af bænum eftir 40 daga vist í fönn. Vikan í tölum 61 krónu verðhækkun hefur orðið á metaneldsneyti frá árs- byrjun 2009 til dagsins í dag. Þetta er um 70 prósent verðhækkun en á sama tíma hefur bensín hækkað um 80 prósent. 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. www.kia.is Verð frá 3.655.777 kr. Kia cee’d Sportswagon ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2- 20 30 Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér. Þér er boðið að reynsluaka nýjum Kia cee’d Sportswagon *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %. Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.