Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 26.10.2012, Qupperneq 26
RAUNVERULEGUR RAFBÍLL. OPEL AMPERA Bíll ársins 2012. E N N E M M / S ÍA / N M 5 4 8 7 4 Eigum bíla á lager Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 | www.opel.is Opel / BL ehf. Opel Ampera Full hleðsla á fjórum klst. Rafmagn og hleðsluvél með 560 km drægni Opið laugardaga frá kl. 12-16. Komdu í reynsluakstur! Sigurður og Kristín Gestsdóttur giftust árið 1959 en hún lést árið 2006, þá 77 ára gömul. Sigurður á þrjú börn, ellefu barnabörn og sjö langaafabörn. Hann er 82 ára gamall í dag og bæði skipasmiður og myndlistarkennari. Fyrir tæpum 30 árum greindist Kristín með Parkinsonssjúkdóm- inn og missti hún því hreyfigetu sína hægt og bítandi. Sigurður segist í bókinni líta svo á að stundum geti dauðinn verið lausn en Kristín hafði misst líkamlega getu og verið orðin and- lega fjarlæg. Hann er þess þakklátur að hún hafi fengið ljúfan dauð- daga í faðmi fjölskyld- unnar. Hún lést á Land- spítalanum umkringd börnum þeirra og tengdabörnum og líka barnabörnum og barna- barnabörnum sem vildu vera nálægt ömmu sinni, hugga hana og kveðja. Þau Sigurður héldust í hendur þar til hún kvaddi. Sigurður Þorkelsson missti konu sína 2006 „Þegar maður er ungur þá er maður ekkert að hugsa um dauðann eða krabbamein. Maður er bara að hugsa um börn og reka fyrirtæki og lifa lífinu. Svo kemur þetta áfall og auðvitað verður maður aldrei sátt við missinn. Þetta fór ekki eins og ég ætlaði mér,“ segir Anna en það sem henni þótti erfiðast var að dætur hennar hefðu misst pabba sinn. Það var óbætanlegt og mikil sorg sem fylgir því að reyna að lifa við það. Anna og Guðfinna hafa ólíkan bakgrunn. Anna ólst upp í Garðabæ og foreldrar hennar voru að byggja („já, það voru gardínur í stað her- bergishurða,“ segir hún og hlær en hún sór þess ung eið að hún skyldi aldrei byggja hús) en Guðfinna eyddi sinni æsku á Akureyri. Anna kynnt- ist manninum sínum, Árna Margeirssyni, í JC þar sem hún lærði ræðulist og fundar- sköp. Guðfinna flutti ung með honum Agli sínum til Dan- merkur og þar eignuðust þau fyrsta barnið sitt. Hann lærði eðlisfræði og hún sálfræði („Danmörk á alltaf stað í hjarta mínu því þar bjó ég í níu ár,“ segir Guðfinna). Þær lifðu líf- inu án þess að vita nokkuð af hvor annarri. Anna flutti með sínum manni á Egilsstaði þar sem þau ráku auglýsingastofu saman. Guðfinna var í bænum, gift í 42 ár. Sorgin sameinaði þessar tvær ólíku konur og það er auðvelt að koma auga á þann djúpa kærleika sem hefur myndast á milli þeirra. Algengasta og alvarlegasta áfallið Fljótlega eftir að Guðfinna og Anna byrjuðu að ræða bókina ákváðu þær að bókin þyrfti að ná utan um allt sem snýr að því að missa maka. „Við tölum ekki mikið um makamissi. Þetta er ekki beint tabú en ég held að fólk geri sér hvorki grein fyrir því hvað þetta er algengt né hvað það þetta er mikið áfall. Þetta er talið algengasta og alvarleg- asta áfallið sem fólk lendir í. Ef þú ert í sambandi þá deyr alltaf annar á undan hinum. Það er óumflýjanlegt. Þetta gerist annað hvort þegar þú ert ung, miðaldra eða gömul,“ segir Guðfinna. „Ég skil vel að fólk vilji helst lesa um baráttu og sjá viðtöl við fólk sem hefur sigrast á krabbameini. Dauðinn er svo óþægilegur og sorgin svo djúp. Við sem samfélag viljum auð- vitað bara að hlutirnir séu í lagi en stundum er þetta bara búið,“ bætir Anna við. Þær benda líka á sem dæmi um það hversu alvarlegt áfall það sé að missa maka sinn er að fólk sem lendir í því er í sex sinnum meiri áhættu að fá hjartaáfall. „Fyrstu vikurnar ertu í mun meiri hættu á að deyja,“ segir Guðfinna því það er hægt að deyja úr sorg. „Það er svo of- boðslegt álag sem fylgir svona áfalli. Allt kerfið hrynur.“ Anna botnar að mjög algengt sé að fólk veikist eftir svona missi. „Þú færð líka skrítna raunveruleikakennd. Ég man eftir að hafa verið að keyra bílinn en allt í einu rankað við mér og ekki haft hugmynd um hvert ég var að fara.“ Erfiðast er að finna leið til að lifa þetta af. Anna fór sjálf mikið í gönguferðir og tengdist náttúrunni. Einn uppáhalds- staðurinn hennar var litli skógurinn á Egilsstöðum en þar sleppti hún sér og talaði við trén. Svo hefur það hjálpað henni að stunda jóga og í dag er hún jógakennari. Þá hefur það veitt henni mikla sálar- hjálp að skrifa og eftir Árni dó tók hún BA gráðu frá banda- rískum háskóla í bókmenntum og ritlist. „Mér þótti líka vænt um hvað samfélagið fyrir austan þjappaði sér vel í kringum okkur stelpurnar en öll orkan hjá mér fyrst fór í að hugsa um þær. Ef ég hefði klikkað þá hefði allt klikkað,“ segir Anna en hún bjó á Egilsstöðum í þrjú ár eftir að Árni dó og flutti svo í bæinn. „Þá var ég orðin mjög leið á að vera fyrir austan. Ég tilheyrði ekki lengur þeim hópi sem ég gerði áður. Ég var ekki lengur hjón. Ég var alltaf ein og hlutverk mitt í fjölskyldunni hafði breyst og í raun hlutverk mitt í samfé- laginu líka svo ég vildi breyta til og flutti til Reykjavíkur.“ Munur á körlum og konum Dætur Önnu hafa spjarað sig. Sú elsta, Addí eins og hún er kölluð, var tólf ára þegar pabbi hennar dó úr krabbameini. Hún ákvað þá að verða læknir og stóð við það. Í dag vinnur hún sem deildarlæknir á hjartadeild í Kaupmannahöfn og íhugar framhaldsnám. Erla María býr líka í Kaupmanna- höfn og stefnir á tannlækninn. Sú yngsta, Una, er með annan fótinn í móðurhúsum og vinnur í Sunnuhlíð. Anna og Guðfinna eiga margar góðar minningar frá skriftunum og margar sársaukafullar. Þær eyddu hluta úr sumri í sumarbústað- inum hennar Guðfinnu (sem var ákveðin í að fita Önnu og eldaði ofan í hana miklar kræsingar). „Þetta var ótrúlega dínam- ískt andrúmsloft. Efnið við- kvæmt og við þurftum að kafa ofan í sorgina til að ná í þennan texta,“ segir Anna og Guð- finna segir að eina leiðin til að takast á við þetta sé að taka út þjáninguna. „Þú kemst ekki heil út úr þessu nema þú leyfir þér að fara aftur og aftur í gegnum Ég var alltaf ein og hlutverk mitt í fjöl- skyldunni hafði breyst og í raun hlut- verk mitt í samfélaginu líka svo ég vildi breyta til og flutti til Reykjavíkur.“ Sigurður: „Sigurður segir ekkert hafa verið óuppgert í sam- skiptum þeirra Krist- ínar. Honum finnst þau hafa fengið að upplifa heiminn saman.“ (Makalaust líf síða 75). 26 viðtal Helgin 26.-28. október 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.