Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 28

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 28
Nýtt fyrirframgreitt kort Þú stjórnar með Fékortinu Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni. Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár. Það virð- ist vera alls konar fólk sem les okkur og ég skrifa ekkert með neinar sérstakar týpur í huga. Bleika bylgjan á netinu Frá því vefurinn Bleikt.is opnaði undir lok ársins 2010 hafa lífsstílsvefir ætlaðir konum skotið reglulega upp kollinum. Einna mest ber á Mörtu Maríu Jónasdóttur sem drottnar yfir Smartlandi sínu á mbl.is. Hlín Einarsdóttir hefur ritstýrt Bleikt.is frá upphafi en hún lagði upp á sínum tíma með að gera vef fyrir drottningar. Pistlahöfundarnir Bryndís Gyða Michelsen og Heiða Þórðar skrifuðu pistla á Bleikt.is en þær hafa báðar sagt skilið við Hlín og opnað sína eigin vefi, Hún.is og Spegill.is. Fram- boðið er því yfirdrifið og eftirspurnin væntanlega einhver þótt vefirnir séu þyrnir í augum margra. Þ egar Hlín Einarsdóttir opnaði Bleikt.is sagði hún í viðtali við Fréttatímann að hún fengi frekar nei- kvæð viðbrögð við skrifum sínum frá konum en körlum. „Ég er kona og ég er að gera ógeðslega flotta hluti en þá er ég bara ekki að gera réttu hlutina.“ Og ekki bitu úrtölu- raddirnar á bleiku drottninguna: „Ég hlusta ekki á þetta enda er ég sterk, flott og sjálfstæð kona sem veit hvað ég vil og veit að ég er á réttri leið.“ Heiða Þórðar yfirgaf Bleikt.is og opnaði sinn eigin vef, Spegill.is og hefur fengið sinn skammt af nei- kvæðri gagnrýni. „Ég hef ekkert nema gott um Bleikt að segja en ég er kannski aðeins eldri en þessar gellur sem voru að skrifa þar og þetta var kannski ekki akkúrat sá staður sem ég vildi vera á. Það var ástæðan fyrir að ég fór og mig langaði bara að ritstýra mínum eigin vef.“ Heiða telur víst að einhverjir vefjanna hljóti að verða undir í samkeppninni um svipaðan mark- hópinn. „Það dettur einhver út. Það er bara þannig og þetta á eftir að þynnst út. Þetta snýst bara um úthaldið og ég gefst ekki upp.“ Allir hafa tilvistarrétt á netinu Bryndís Gyða Michelsen, Kidda Svarfdal og Kristrún Ösp Barkar- dóttir sameinuðu nýlega krafta sína á vefnum hun.is. Bryndís Gyða byrjaði að skrifa pistla á Pressuna fyrir margt löngu, færði sig síðan yfir á Bleikt. is en hefur nú komið sér upp sínum heima- velli. „Mig langaði að gera þetta alfarið á mín- um forsend- um og talaði v ið K iddu og K rist- rúnu og Bryndís, Kidda og Kristrún. „Við þekktumst ekkert áður en við byrjuðum á þessu en vissum auðvitað hver af annarri og höfðum eitthvað spjallað saman en erum orðnar mjög góðar vinkonur og erum sterkt teymi saman,“ segir Bryndís. þeim leist rosalega vel á þetta,“ segir Bryndís. „Síðan þróaðist þetta og varð að því sem það er í dag. Kristrún hefur ekki ver- ið í þessu áður og kemur fersk inn en Kidda sá um Veröldina á Pressunni og hefur verið að skrifa í DV.“ Þegar Bryndís er spurð hvers vegna hún hafi yfirgefið Bleikt.is segir hún: „Mig lang- aði að gera aðeins öðruvísi hluti en ég var að gera á Bleikt og vildi hafa frjálsar hendur. Við erum ekkert hræddar við að fjalla um viðkvæm og erfið mál enda þarf að gera það.“ Bryndís segir vefinn hafa fengið góðar viðtökur. „Þetta hefur verið fínt hingað til en það eru líka alltaf einhverjar leiðinlegar raddir sem heyrast. Ég hef reyndar ekkert kíkt inn á Barnaland en það getur vel verið að það sé ein- hver pirring- ur þar en það er þá bara fínt. Það er bara auglýs- ing fyrir okk- ur. Maður verður bara að hugsa þetta svona.“ Bryndís segist alls ekki líta á sem svo að stelpurnar á Hún. is séu í sérstakri samkeppni við aðra vefi eins og Bleikt og Spegil. „Nei. Mér finnst bara að allir hafi rétt á að vera til.“ Bryndís segir konur vissulega vera meirihluta lesenda Hún.is en hún spái lítið í markhópum í skrif- um sínum. Þá segir hún lesendur vera eldri en hún hafði búist við og flestir séu 21 árs eða eldri. „Það virðist vera a l ls kona r fólk sem les okkur og ég skrifa ekk- ert með neinar sérstak- ar týpur í huga.“ Kynlífið vinsælast Sigga Lund opnaði lífsstílsvef sinn, siggalund.is, eftir að henni var sagt upp hjá útvarpsstöð- inni FM 957 þar sem hún var einn umsjónarmanna morgunþáttarins Zúúúber. „Við ræddum mikið um samskipti kynjanna í þætt- inum og þar kviknaði þessi hugmynd fyrst vegna þess að mig langaði að halda þessu öllu saman fyrir hlust- endur,“ segir Sigga. „Ég lét samt aldrei verða af þessu en draumurinn um svona vef dó þó aldrei. Þegar mér var sparkað úr útvarpinu þá var bara að duga eða drepast og við kýldum þetta af stað. Þarna var rétta augnablikið komið.“ Sigga segist hæstánægð með aðsóknina þessa sjö mánuði sem vefurinn hefur verið uppi og að viðbrögð les- enda séu mikil og góð. „Ég fæ mikið af bréfum, rétt eins og í morgunþætt- inum. Þetta er mikið frá kon- um sem segjast hafa fylgst með mér lengi og að þær hafi aldrei verið ánægðari með mig en núna.“ Sigga segir vefinn fyrst og fremst hugsaðan fyrir kon- ur. „Hugmyndin er og var að skrifa fyrir konur en ef karl- menn njóta þess líka þá er ég hæstánægð. Það kemur ótrú- lega mikið af karlmönnum þarna inn og ég finn vel fyrir því að fjölmargir karlmenn fylgist vel með.“ Sigga hefur ekki síst vakið athygli fyrir skrif sín um kyn- líf. „Fyrir mér er það ekkert mikilvægara en hvað annað á vefnum. Hugsunin var ekki að þarna ætlaði ég að hafa frjálsan vettvang fyrir mig til að fjalla um kynlíf. En það er bara svo merkilegt að grein- ar um samskipti kynjanna og kynlíf eru langvinsælasta efnið. Það er alveg ótrúlegt en þetta eru alltaf vinsælustu greinarnar. Allt matartengt fylgir síðan í kjölfarið.“ Sigga Lund hefur haft nóg að gera á vefnum sínum eftir að hún var rekin úr útvarpinu. 28 úttekt Helgin 26.-28. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.