Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 30

Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 30
Fimmtudagurinn 8. nóvember 10:00-12:00 Íslenskur sjávarútvegur 2012 • Opnun, utanríkisráðherra • Yfirlit yfir íslenskan sjávarútveg 2012 og heimsafla • Um hugsanleg áhrif breyttra umhverfisskilyrða á næstu áratugum á framboð af fiski frá Íslandi • Sjávarþorpið 2030 • Afhending framúrstefnuverðlauna • Umræður Fimmtudagurinn 8. nóvember 13:30-15:00 Málstofa A1 | Eiga Íslendingar að vera með sam eiginlegt markaðsstarf? Málstofa B1 | Framtíðartækifæri í fiskeldi Fimmtudagurinn 8. nóvember 15:30-17:00 Málstofa A2 | Allt hráefni á land? Málstofa B2 | Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi? HORFT TIL FRAMTÍÐAR 2012Grand Hótel Reykjavík 8.– 9. nóvember Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012 S t æ r S t i v e t t v a n g u r a l l r a S e m S t a r f a í S j á v a r ú t v e g i n u m 9:00 Afhending gagna 12:00-13:30 Hádegisverður 15:00-15:30 Síðdegiskaffi 17:30-19:00 Móttaka Föstudagurinn 9. nóvember 09:00-10:30 Málstofa A3 | Heimsframboð helstu botnfisktegunda Málstofa B3 | Framboð og eftirspurn upp- sjávarfiska í N-Atlantshafi Föstudagurinn 9. nóvember 11:00-12:45 Opportunities for the seafood industry of Iceland in the EU, now or as member • The EU Common Fishery Policy and proposals for change • The environment to operate a seafood company in Iceland • Panel discussion with speakers and 2 other persons from the industry in Iceland Föstudagurinn 9. nóvember 13:00 Hluthafafundur Sjávarútvegs- ráðstefnunnar ehf. | 13:00 Kosning þriggja nýrra fulltrúa í stjórn, skipulag Sjávar­ útvegsráðstefnunnar 2013, o.fl. 10:30-11:00 Morgunkaffi Vinsælir bloggarar sameinast á m-x-k.com Vefurinn m-x-k.com er nýjasti lífsstílsvefurinn en konurnar tvær sem að honum standa, Manuela Ósk Harðardóttir og Karen Lind Tómasdóttir, eru þó engir nýgræðingar og hafa bloggað hvor í sínu lagi um langt skeið. „Ætli við höfum ekki bara verið að missa móðinn svona hvor í sínu horninu,“ segir Manuela þegar hún er spurð hvað varð til þess að þær stöllur ákváðu að opna vefinn. Manuela segir þær ekki vera með neinn ákveðinn lesendahóp í huga þegar kemur að efnisvali. „Okkur langar auðvitað að allir lesi okkur en ætli hópurinn sé ekki aðallega konur á aldrinum 18 til 35 ára.“ Vefur Manuelu og Karenar sker sig líklega einna helst úr flórunni með áherslu á myndir og frekar stutta texta. „Myndir eru algert aðalatriði. Okkur finnst sjálfum myndirnar áhuga- verðari þegar við erum að skoða síður og nennum sjaldan að lesa langan texta.“ Manuela segir þær vinkonurnar hafa ólík áhugamál og það geri vefinn fjölbreyttari. „Við Karen erum mjög líkar að mörgu leyti en það er svolítið skemmtilegt að við höf- um samt ólík áhugamál. Hún hefur til dæmis mikinn áhuga á heilsu- og líkamsrækt á meðan ég lifi og hrærist í tískunni.“ Aðspurð segist Manuela ekki líta svo á að þær séu í sérstakri samkeppni við aðra lífsstílsvefi. „Nei alls ekki. Við höfum báðar verið lengi með vinsæl blogg og erum ofsa ánægðar með alla þá sem hafa lesið okkur þessi ár. Við erum ekki að keppast neitt og erum bara að þessu fyrir ánægjuna þannig að síðan okkar er mjög persónuleg og mun alltaf vera það.“ Morðhótanir og vítissódi Heiða segir konur í miklum meirihluta les- enda sinna og að þær séu flestar 30 ára eða eldri. „Við erum að reyna að ná til karla en þetta er auðvitað svolítið kvenlægur vefur.“ Hún telur karlana þó hafa gott af því að lesa vefinn og segir feng í viðbrögðum frá þeim. „Þeir eru oft ekki jafn grimmir og konurnar svo ég segi það bara beint út.“ Heiða segist óhrædd við að skrifa um við- kvæm mál og oft byggi hún skrif sín um slíkt á ábendingum frá lesendum. Og hörð viðbrögðin láta ekki á sér standa. „Já, þokkalega! Ég er alveg búin að fá morðhótanir og allt. Og það er meira að segja búið að tímasetja það fyrir mig hvenær ég verð drepin. Reiðir karlar hafa hringt í mig en konur eru meira í að skrifa mér. Einhver bókmennta- fræðingur talaði um í fyrra að eftir að hún hefði lesið greinina mína þyrfti hún að þrífa á sér heilann með vítissóda og vír- bursta. Mér fannst það nú bara kómískt. Þetta var þvílík snilld og ég brosi enn að þessu.“ Heiða segist ekki láta umtalið á sig fá en láti þó eiga sig að skoða Barnaland (bland.is) þar sem harkan sé einna mest. „Ég fer ekkert inn á Barnaland en ég frétti stundum að ég sé í umræðunni þar en ég er ekkert að svekkja mig með því að lesa það.“ Heiða Þórðar segir það meira en fulla vinnu að halda úti vef eins og Spegill.is en hún ætli sér ekki að gefast upp. Manuela Ósk er persónuleg á vef sínum og ætlar að halda því áfram. Mynd/Helgi Ómarsson Þöngulhausum sagt að sofa Þórunn Hrefna Sigurjóns- dóttir er bókmenntafræð- ingurinn sem þurfti að skrúbba á sér heilann með vítissóda eftir lestur pistils Heiðu Þórðar á Bleikt.is. Hún segist fá lítinn botn í tilganginn með lífstílsvefj- unum svokölluðu. „Mér sýnist lífsstílsvef- irnir kappkosta að segja lesendum sínum með reglu- legu millibili að karlmenn séu organdi fábjánar, sem aðeins hugsa um kynlíf og fótbolta, en konur við- kvæm lítil blóm sem þurfa bara skilyrðislausa ást karlmanns til þess að vera hamingjusamar. Ég hrein- lega skil ekki hver er til- gangurinn með þessu stað- alímyndabulli, en líklega er ég ekki í markhópnum. Aðsenda efnið sem kallað er játningar eða reynslusögur virðist í það minnsta vera skrifað af fjórtán ára börn- um í uppnámi og á varla að höfða til fullorðinna kvenna. Þarna eru líka slúður- fréttir og mataruppskrift- ir, auk fegrunarráða, en lítið fer fyrir annars konar fréttum, enda þær líklega utan áhugasviðs þeirra sem skrifa á vefina. Hver þarf líka að fræðast um heims- málin þegar í boði eru „24 myndir sem sanna að karl- menn hafa tilfinningar“, þrjú þúsundasta greinin sem segir okkur þöngul- hausunum að svefn sé rosa mikilvægur fyrir útlitið, tja eða fantasíur Heiðu Þórð- ar?“ Þórunn Hrefna sér litla sem enga vit- glóru á lífsstílsvefjunum þar sem hún telur staðalímyndir ráða ríkjum. 30 úttekt Helgin 26.-28. október 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.