Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Page 36

Fréttatíminn - 26.10.2012, Page 36
Október, eða ROKKTÓBER eins og við kjósum að kalla hann, er þétta sti viðburðamánuður ársins, þar sem hæst rís AIRWAVES hátíðin. Miðborgin iðar og spriklar af mann lífi þegar tónlistarmenn stökkva fr am á sviðið, blaðamenn frá öllum heim shornum streyma til borgarinnar o g áhorfendur flykkjast að til að sjá o g hlýða á dýrðina. Tökum tónlistinni fagnandi og njótum saman þessa stórviðburðar í Miðborginni okkar. Vertu með – þar sem rokkhjart að slær NÆR HÁMARKI Airwaves íMiðborginni  karen Björk er dómari og fyrrum heimsmeistari Sé mig ekki í hefðbundnu starfi É g er mjög aktív kona og þessi lífsstíll hentar mér vel, ég þarf að vera mikið á hreyf- ingu og sé mig ekki í hefðbundnu starfi,“ segir Karen sem byrjaði dansferilinn sex ára gömul. „Ég var mjög hress krakki, algjör stráka- stelpa, eða allavega passaði ég ekki alveg í rammann sem stelpum er sniðinn. Ég var mjög dugleg að taka mér eitthvað fyrir hendur, svo það hefur kannski lítið breyst,“ segir hún og hlær. Þegar Karen var sextán ára flutti hún til London þar sem hún fór í framhaldsnám í dansi. „Ég ætlaði mér að „meikaða“, það var bara þannig.“ Í Lundúnum kynntist hún manninum sínum, Ástralanum Adam Reeve. „Ég var með dans- herra frá Rússlandi í skólanum og hann hafði líka rússneskan dans- félaga. Ég bjó með þeim og við kynntumst í gegnum þau.“ Þau urðu að sögn Karenar miklir vinir fljótlega sem að síðar leiddi til ástar- sambands. Að náminu loknu tóku þau að dansa saman fyrir Íslands hönd og árið 2003 urðu þau fyrstu heims- meistararnir í dansi hér á landi. „Við bjuggum í ferðatösku, við vorum alltaf á ferðinni. Dansinn átti okkur öll og það var bara þannig.“ Þau fóru síðan að þjálfa og hafa snúið sér alfarið að þjálfuninni í dag. Þau opnuðu dansskóla í Ástralíu og voru þar með annan fótinn þangað til fyrir fjórum árum þegar þeim fæðist dóttir. „Þegar dóttir okkar fæddist tókum við ákvörðunina um að setjast alfarið að á Íslandi. Það er ekki hægt að bjóða ungu barni upp á þessi endalausu ferðalög.“ Karen viðurkennir samt að búa ekki við hefðbundið fjölskyldumunstur. „Ég á í rauninni fullt af börnum, ég lít svo á að við eigum mikið í öllum þeim krökkum sem hjá okkur æfa. Dagurinn minn snýst í kringum þau öll og auðvitað dóttur mína, sem þekkir ekkert annað en að foreldr- arnir séu á stöðugri hreyfingu. Þetta er kannski ekki lífið eins og flestir venjast. Vinnudagurinn minn einkennist af lotum, sérstaklega núna þegar þátturinn er farinn í gang. Það þarf bara að vera skipu- lagður til þess að allt rúmist innan dagskrárinnar. Þar kemur dans- reynslan að góðum notum því að í dansinum þarf maður mikinn aga.“ Karen er, sem áður sagði, ein af dómurum þáttanna. „Ég vaknaði einn morguninn við símtal þar sem að framleiðandi frá Sagafilm sagði mér frá hugmyndinni. Mér leist strax mjög vel á og mætti í pruf- urnar.“ Hún segir að við það að vera dómari í þættinum hafi hún farið nokkuð langt út fyrir sitt þæginda- svið. „Ég er auðvitað vön því að vera á hinum enda dómaraborðsins, svo þetta er krefjandi. Ég hef samt aldrei verið hrædd við að takast á við ný verkefni og ögra sjálfri mér.“ Aðspurð segir hún það ómögu- legt að segja hvort að hún hefði tekið þátt í svona þætti hefði það verið í boði á sínum tíma. „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið mjög nýjungagjörn, en ég á erfitt með að setja mig í þau spor, ég veit ekkert hverjar aðstæður hefðu verið.“ Hún segist dást mikið af hug- rekki keppenda og að í ár séu kepp- endurnir ekki síðri en í fyrra. „Mín tilfinning er sú að keppendur séu jafnvel sterkari og betur undirbúnir í ár, keppnin verður því ótrúlega spennandi. Það eru svo svakalega margir góðir.“ En hver eru skilaboð þín til þeirra sem að vilja ná jafn langt og þú í dansinum? „Ekki gefast upp, sama hve mikið á reynir. Hafir þú metnaðinn og ástríðuna eru þér allir vegir færir. Ekki láta ósigra draga ykkur niður, berið höfuðið hátt og haldið alltaf áfram. Þetta er mjög harður heimur en gefandi,“ segir Karen og er rokin af stað í næsta verkefni. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Það er sjaldan lognmolla í kringum Karen Björk og dagurinn er þétt skipaður verkefnum. Mynd Hari Karen Björk Björgvinsdóttir er einn dómaranna í sjónvarpsþáttunum Dans dans dans. Hún er sjálf fyrrum heims- meistari í samkvæmisdönsum en hefur nú snúið sér alfarið að þjálfun ásamt dansfélaga sínum og lífsförunauti, Ástralanum Adam Reeve. Hún bjó að eigin sögn lengi vel í ferðatösku, þar sem hún flakkaði um heiminn, dansaði og þjálfaði. Í dag eiga þau hjónin eina dóttur og hafa sest að á Íslandi. Laugavegur 53b • sími: 552-3737 Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is i c e l a n d i c d e s i g n Litla Jólabúðin lindsay@simnet.is Laugavegi 8 Sími: 5522412 101 Reykjavík Laugavegi 53, 101 Reykjavík S: 553 1144 TiLboðsdagar Litla Jólabúðin Laugavegi 8, 101 Reykjavík Sími: 552 2412, lind ay@simnet.is Skólavörðustíg 12 Sími: 519 6030, www.geysir.net ÞRíR fRakkaR Baldursgötu 14, 101 Reykjavík Sími: 552 3939 Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík Sími: 551 0449 Skólavörðustíg 10, bílastæðismegin 101 Reykjavík Sími: 534 6489 JóLaföTin koMin Laugavegur 58 • s: 551 4884 • still@stillfashion.is • stillfashion.is 36 viðtal Helgin 26.-28. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.