Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 52

Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 52
44 snyrtivörur vöru- og fyrirtækjakynningar Helgin 26.-28. október 2012  Húðvörur vítamín  SnyrtiStofa Þórunn KriStín er eigandi SnyrtiStofunnar mizú  Húðvörur Þrjú Þrep  Húðvörur andlitSKrem  Húðvörur dagKrem Invigorating Night Gel - Ole Henriksen a lgjör vítamínsprengja fyrir húðina, inniheld­ur ávaxtasýrur sem hjálpa til við að endur­nýja húðfrumurnar og dregur úr línum. www.olehenriksen.is Gentleman‘s Tonic Séntilmennska við raksturinn. Breska snyrtivöru­ línan Gentlaman´s Tonic fer alla leið þegar kemur að herramennsku. Klassískur keimur af Babbassau & Bergamont. Fæst í Hygeu. f ullkomið dagkrem sem dregur úr 10 merkjum öldrunar með stöðugri notkun. Þetta er fyrsta heildarlausn gegn öldrun húðarinnar, allt í einu kremi. Þú færð sléttari húð, mýkri húð, styrkari húð, bætir rakamissi, aukinn teygjanleika, meiri fyllingu, jafnari húðlit, geisl­ andi húð og jafnar skarpari línur. Allir þessir eiginleikar krems­ ins halda sér einnig í BB útgáfu af Revitalift Total Repair 10, þar sem þú getur valið um 2 litar­ tóna. Það er í senn fyrsta BB krem sem vinn­ ur gegn öldrun húðarinnar. t öfrandi BB krem sem gefur þér fullkomna náttúrulega húð. Algjör tæknibylting. Kremið er með örfínum litarögnum sem aðlagast þínum húðlit. Þú öðlast fallega húð með fullkominni þekju, eykur náttúru­ legt yfirbragð, jafnar húðlitinn, gefur húðinni 24 tíma raka og veitir henni SPF 12 og andoxunarefni. Einnig fáanlegt BB púður frá L‘Oréal sem gefur húðinni flauels­ mjúka áferð. Revitalift Total Repair 10 BB Nude Magique e r þróað af húðlæknum og samanstendur af hreinsun, endurnýjun og raka. Þrjú einföld þrep, kvölds og morgna, sem gerir húðina fullkomna, bjarta og geislandi. Þriggja þrepa húð- hirðukerfið í Clinique Þórunn Kristín Snorradóttir rekur sína eigin snyrtistofu í Borgartúni. Þú verður að hugsa vel um sjálfa þig v ið erum flest gjörn á að hugsa fyrst um aðra og svo um okkur sjálf,“ segir Þórunn Kristín Snorradóttir sem á og rekur snyrtistofuna Mizú í Borgartúni 6 (gamla Rúg­ brauðsgerðin) en hún bendir á að í lífinu sé þetta svoldið eins og með súrefnisgrímurnar í flug­ vélunum: „Auðvitað eigum við fyrst að hugsa um okkur sjálfar því þannig getum við gefið miklu meira af okkur.“ Þórunn opnaði snyrtistofuna 2008 þegar hér átti allt að vera í kaldakoli en þessi hugrakka kona byrjaði með tvær í vinnu en þær eru sex í dag. Mizú býður upp á litun og plokkun, vax og brasil­ ískt, nudd, fótaaðgerðir, brúnku­ meðferðir, höfuðbeina­ og spjald­ hryggsmeðferð og varanlega förðun svo eitthvað sé nefnt. Varanleg förðun? „Húðflúr eða tattú. Ég fór út til Bretlands um það leyti sem ég opnaði stofuna og lærði það hjá Nouveau Contour. Sem er eitt virt­ asta fyrirtæki í heimi,“ útskýrir Þórunn en þessi kjarnorkukona lætur sér ekki nægja að reka sitt eigið fyrirtæki heldur bíða fjögur börn heima á aldrinum eins og hálfs til tólf ára. Eiginmaðurinn stendur þétt við bakið á sinni konu en hann er málarameistari. En hvað er væntanlegt? „Það sem er að koma til landsins nú í vetur vonandi heitir Meta­ therapy og þá er verið að vinna með þurrar nálar á hrukkur. Þetta er einskonar hrukkubani og hann verður næsta stóra trendið, býst ég við,“ svarar Þórunn og ít­ rekar að fólk verði að hugsa vel um sjálft sig, upp á sjálfsvirð­ inguna: „Annars finnst mér ég persónulega ekki fúnkera dags­ daglega.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.