Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 3

Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 3
María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is Fer tómhent heim frá mataraðstoðinni GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is GLÆSILEG JÓLALJÓS Frá Svíþjóð Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 15 sunnudag Frá í j Mikið úrval samtengjanlegra útisería Allt að 1.040 ljós við einn straumbreytiÉ g er búin að vera með meira-prófið í þrjátíu ár en þurfti nú að fara í hæfnispróf og það var ekkert mál,“ segir Björn Hafsteinsson, fyrrverandi strætóbílstjóri, en nítjánda ágúst 2005 missti hann báða fæturna í alvarlegu bílslysi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlands- brautar. „Það keyrði vörubíll yfir á rauðu ljósi og beint á mig. Ég flaug út úr vagnin- um og lenti undir vörubílnum,“ útskýr- ir Björn af miklu æðruleysi. Fjórum mánuðum síðar fékk hann gervifætur hjá Össuri („hann er svo helvíti góður hann Össur,“ segir Björn) og það tók hann aðeins sex mánuði að læra á nýju ganglimina. Björn segist að eðlisfari vera mjög jákvæður og hann er þakklátur fyrir allan stuðninginn sem hann fékk frá eiginkonunni, fjölskyldu og vinum. Það voru tíu manns í strætisvagni Björns þegar slysið átti sér stað en Björn var sá eini sem slasaðist alvar- lega. Í fjölmiðlum sagði hann strax eft- ir slysið að hann hefði setið á götunni með „stúfinn í hendinni“ og hugsaði um það helst hvort hann ætti að fá sér smók. Hann vildi ekki að fólk væri að bogra yfir sér heldur var honum fyrst og síðast umhugað að það væri í lagi með alla farþegana. Að sögn er Björn ekkert ákveðinn hvað hann geri nú þegar meiraprófið er aftur í höfn. Hann vildi bara alls ekki missa það og segist allt eins geta keyrt strætó. „Ég geri auðvitað eitt- hvað sniðugt þegar fram líða stundir. Ég hef sagt það áður að það þýðir ekk- ert að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft því það eru engar tær!“ segir Björn. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Hörn Heiðarsdóttir er metnaðarfull og hlakkar til fram- tíðarinnar. Hana langar að vinna að einhvers konar nýsköpun. Ljósmynd/Hari  NíuNda koNaN iNspector í 160 ára sögu Mr Fékk símtal frá SUS eftir kosninguna „Ég er mjög ákveðin og stefni á starf þar sem ég hef engan yfirmann,“ segir Hörn Heiðarsdóttir. Hún er níunda konan til að gegna embætti inspectors scholae í 160 ára sögu Menntaskólans í Reykjavík. Hún er á eðlisfræðibraut og segir að leiðin liggi síðar í verkfræði. „Ég er samt að spá í að taka mér árs pásu á milli og læra frönsku í París.“ Inspectorar MR hafa raðað sér á topp samfélagsins í gegnum árin og jafnan komist hratt til metorða eftir að menntaskólanum lýkur. Þar má meðal annarra nefna, Hannes Hafstein, fyrsta ráðherrann, Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, Davíð Stefánsson skáld, Einar Olgeirs- son, alþingismann og forystumann sósíalista á 20. öld, Markús Örn Ant- onsson borgarstjóra, Davíð Odds- son, ritstjóra, fyrrverandi borgar- stjóra og forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson, lækni, forseta borgar- stjórnar og varaformann Samfylk- ingarinnar. Hörn segir að álagið hafi byrjað að segja til sín strax í fyrstu vikunni eftir kosningarnar. „Ég fékk til dæmis símtal frá SUS en þar vildu menn fá mig til að koma á einhvern fund. “ Hörn segist hafa afþakkað boðið en bætir við að hin ýmsu fyrirtæki reyni einnig að fá hana til samstarfs. „Það vilja allir eiga smá í inspectornum,“ segir hún og hlær. „Já það er óneitanlega pressa að vera inspector það er til margs ætl- ast af manni og innan skólans ríkja allar þessar gömlu hefðir í félagslíf- inu, svo það hafa allir miklar skoð- anir á því sem ég geri og ég er stöð- ugt undir eftirliti.“ Hörn segir það þó ekki hafa teljandi áhrif því sjálf sé hún skipulögð, „og mjög ákveðin.“  FrÉttir BjörN HaFsteiNssoN strætóBílstjóri Missti FæturNa 2005 Það þýðir ekk- ert að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft því það eru engar tær! Missti fæturna og aftur kominn með meirapróf Á dögunum fékk Björn Hafsteinsson að halda meiraprófinu eftir að hafa þreytt hæfnispróf. Hann missti báða fætur í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum og gat ekki hugsað ég sér að missa meira- prófið eftir að hafa haft það í þrjátíu ár. Björn Hafsteinsson þurfti að fara í hæfnispróf til að halda meiraprófinu sem hann hefur haft í yfir þrjátíu ár. Hann missti nefnilega fæturna fyrir nokkrum árum og hæfnisprófið tók sex mánuði með öllu. Sem er jafn langur tími og það tók Björn að læra á nýju fæturna. Ljósmynd/Hari Mikil ásókn er í matargjafir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Ljós- mynd/Hari Öll skíðasvæði lands- ins opin um helgina Bláfjöll opna um helgina Gert er ráð fyrir því að skíðasvæðin í Bláfjöllum, Siglufirði, Sauðárkróki og Ísafirði verði opnuð í fyrsta sinn á þessum vetri um helgina. Í Bláfjöllum hefur nú verið komið upp svokölluðu töfrateppi fyrir yngstu börnin, sem er færiband sem þau stíga upp á og flytur þau upp barnabrekkuna. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur einnig verið opnað, sem og á Dalvík og Ólafsfirði. Þá er komin snjófram- leiðsluvél í Ártúnsbrekkur í Reykjavík sem notuð verður til þess að framleiða snjó í skíðalyftuna þar en það er að sjálfsögðu eingöngu hægt í frosti. -sda Mikil aðsókn er í úthlutanir á vegum Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands og dæmi er um að fólk þurfi frá að hverfa vegna langra biðraða. Kona sem hafði samband við Fréttatímann segir að klukkan fjögur í gær hafi um hundrað manns verið sendir heim með tómar hendur við úthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Svipað hafi verið uppi á teningnum hjá Mæðrastyrksnefnd en þar hafi einnig hafi verið farið að þynnast töluvert í pokum við úthlutunina í gær. Samkvæmt starfsmanni hjá Mæðrastyrks- nefnd er þó engum úthýst og allir fara heim með eitthvað en vissulega klárist eitt og annað. Hún segir að vandinn sé að stækka og að greina megi mikla aukningu á meðal fólks sem sækir sér aðstoðar í fyrsta skipti. Starfsmaður Mæðrastyrksnefndar segist vera farinn að finna verulega fyrir jólakvíða hjá fólkinu sem þangað sækir en samtökin hafa byrjað að taka pantanir fyrir jólin. Ekki náðist í starfsfólk Fjölskylduhjálpar. -mlþ Dagur íslenskrar tónlistar í dag Tilnefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna 2012 verða kynntar í dag, föstudag, á Degi íslenskrar tónlistar. Alls voru 120 plötur skráðar til þátttöku í Íslensku tón- listarverðlaununum í ár en í fyrra voru þær 114. Athöfn verður í Hörpu milli klukkan 11-12 þar sem léttar veitingar verða í boði og allir eru velkomnir. Endurtekin verður söng- skemmtun frá í fyrra þegar allar útvarps- stöðvar landsins léku sömu þrjú lögin og fólk var hvatt til að syngja með. Nú verða lögin þrjú flutt af Kór Kársnesskóla og Megasi ásamt áhorfendum í Hörpu. Hefst söngurinn klukkan 11.15. Unnur Ösp verðlaunahafi Í umfjöllun blaðsins á dögunum um heiðurs- verðlaun leiklistarinnar, Stefaníustjakann, láðist að nefna Unni Ösp Stefánsdóttur leikkonu en hún er meðal verðlaunahafa. Beðist er velvirðingar á mistökunum og óskar Fréttatíminn henni til hamingju með heiðurinn. fréttir 3 Helgin 30. nóvember-2. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.