Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 24
Dúkadagar Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun á pósthús 25% afsláttur af öllum dúkum Íslenskir föstudag & laugardag 25 gerðir dúka; íslenskir jóladúkar, sparidúkar, hversdagsdúkar, dúkar fyrir öll tilefni.jólasveinadúkar É g held ég hafi fengið hálfgert taugaáfall, því ég sagði fátt næstu daga, sat yfir honum frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin og gat engum sagt frá hvað væri að eiginmanni mínum. Það að bera vitneskjuna einn reyndist mjög erfitt...“ Þannig farast Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur orð þegar hún segir sína sögu. Ingi- björg varð ástfangin af eiginmanni sínum árið 1965, þá sautján ára, þau giftu sig tveimur árum síðar og áttu gott líf. Þangað til daginn sem henni var sagt hvað væri raunverulega að manni hennar, sem hafði verið veikur í nokkur ár. „Ég er fædd og uppalin í Skerjafirðinum og eftir gagnfræðapróf fór ég að vinna hjá KRON. Mig langaði að læra hárgreiðslu en vissi auðvitað að það væri vit- urlegra að fara á húsmæðraskóla, orðin ástfangin og allt! Svo ég hélt austur á Laugarvatn og fór þar í nám á Húsmæðraskólanum, lærði að steikja hrygg og sjóða fisk og allt annað sem húsmóðir þarf að kunna. Sá sem ég var svona skotin í var Grétar Ingimarsson frá Bíldudal sem síðar varð eiginmaður minn i 25 ár. Grétar var sjö árum eldri en ég og ég var alveg svakalega ástfangin. Þetta var veturinn 1965 og fram á vor 1966, og þá fórum við Grétar vestur á Bíldudal. Hann var pípulagn- ingamaður og þetta átti bara að verða vinnuferð og smá frí en við áttum eftir að ílendast þar. Við fengum bæði strax vinnu þar og keyptum okkur hús. Sumarið eftir giftum við okkur og þegar vinnan fór að minnka árið 1970, lá leiðin til Reykjavíkur. Þá vorum við komin með tvö börn, Rósu Katrínu, sem er fædd árið 1967 og er menntaður viðskiptalögfræðingur og vinnur núna við umönnun á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og er í námi í stjórnsýslu með vinnunni og Gunnlaug Ingivald sem er fæddur 1970 og lauk leiðsögumannaprófi í vor og er nú í þjálfun til að geta orðið björgunarsveitarmaður. Í Reykjavík bjuggum við í fjögur ár. Þá lá leiðin á Bifröst þar sem Grétar var húsvörður. Þar vorum við í eitt ár, því loforðið um áframhaldandi starf var svikið. Það var yndislegur tími á Bifröst. Þá héldum við í næsta kaupstað, Borgarnes, þar sem Grétar fékk vinnu sem pípari og ég vann hjá Kaupfélaginu í rúmt ár, en þá var honum boðið gott starf á Akureyri. Við þangað, Grétar fór strax að vinna en ég fór á skrifstofur Kaupfélagsins með meðmælabréf úr Borgarnesi og sótti um starf. Starfsmannastjórinn sagðist því miður ekkert hafa fyrir mig og ég spurði hvort það vantaði virkilega ekki vana konu í verslun. Nei, þá voru meðmælin úr Borgarnesi svo alltof góð að mér var boðið starf á skrifstofu KEA!“ Fannst þetta vera dauðadómur Þeim leið öllum vel á Akureyri og áttu von á að þar yrðu þau alltaf. En lífið tók óvænta stefnu þegar Grétar ákvað að fara í framhaldsnám til Danmerkur: „Fram undan biðu okkar mjög góð ár. Við fluttum norður í febrúar 1977 og bjuggum þar til ársins 1984, þegar Grétar ákvað að fara í framhaldsnám í Danmörku. Hann ætlaði að læra um loftræstikerfi, gasvarma og fleira. Hann fór á undan okkur út til að koma íbúðinni í lag áður en við komum. Þremur vikum eftir að við komum út, fór hann að veikj- ast; fékk hálsbólgu og steypist allur út í rauðum blettum. Svo gekk þetta yfir, en hann var alltaf að steypast út í útbrotum af og til. Hann vildi samt ekki fara til læknis fyrr en árið 1986 og það voru teknar alls konar prufur sem ekkert kom út úr. En auðvitað var ekki tekin HIV prufa, því það var lítið talað um þann sjúkdóm árið 1986, enda Hélt sannleikanum fyrir sig Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir gat ekki einu sinni sagt börnunum sínum hvað í raun væri að pabba þeirra. Hún þagði í níu mánuði en þá gat hún ekki lengur borið áhyggjurnar ein. Ingibjörg sagði Önnu Kristine frá því hvernig var að komast að því að eiginmaðurinn væri smitaður af HIV veirunni, hvernig hann smitaðist og hvernig hún tókst á við það. Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.