Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 30

Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 30
TIL LEIGU 1500 FERMETRA STÓRGLÆSILEGT VERSLUNARHÚSNÆÐI Á DALVEGI 10-14 Uppl. Pétur 660-1771 eða petur@klettas.is Fyrirliðabönd Pumpur Ængahattar fyrir tækniængarnar Úrval af fótboltum Verð aðeins kr. 12.990.-Aukaængin skapar meistarann Fótboltamark!!! sjón er sögu ríkari Skemmtilegar fótboltagjar 1974 – Föstudagur 20. desemb- er, klukkan 18.30 – Innarlega í Neskaupstað, á svæði Fisk- vinnslustöðvarinnar: „Hjálp, hjálp, heyrir einhver í mér? Ég er hérna – hjálp,“ hrópar Árni Þorsteinsson, nítján ára, hásri röddu. Hann er innilokaður í afar þröngu þróarrými og sér ekki handa sinna skil – þetta er algjört svart- hol. Árni er slasaður og hefur líklega verið meðvitundarlaus í um tvær klukkustundir. Hann telur líklegast að hann hafi lent í miklu snjóf lóði en hefur ekki hugmynd um hvar hann geti verið staddur. Enginn leitarmanna hefur minnstu möguleika á að heyra hróp hans. Engum dettur heldur í hug að leita hans þar sem hann er, en þykkur steinveggur er yfir höfði Árna og þar ofan á um fimm metra lag af snjó og braki, tugir tonna. Pilturinn á afar þungt um andardrátt – loft- ið er þrungið daunillu ammoníaki – og í þessu óhugnan- lega svartholi veltir Árni fyrir sér hvort hann sé orðinn blindur. Sokk- ar og skór eru holdvotir. Í kolsvörtu myrkrinu heyrir Árni vatn seytla. Er ég í rek- aldi úti í sjó, hugsar hann? Ef meiri sjór eða vatn kemur hingað inn hlýt ég að drukkna. Piltinum finnst hann aleinn í heiminum. Óvissan er al- gjör. Í skímu leitarljósanna, um eitt hundrað metrum ofar, fetar hóp- ur barna sig áfram ógreinilega slóð, uppi á snjóflóðinu í fylgd for- eldra sinna. Það er verið að flýja með börnin úr bænum því að fleiri snjóflóð geta fallið. Leitarmenn stinga bambusstöngum niður í snjóinn þar sem þeir ganga í skipulegri röð – enginn mælir orð. Hér er einnig leit- að þriggja annarra manna sem hafa grafist undir mis- kunnarlausu ham- faraf lóði sem fór á örskotshraða í gegnum Frystihús- ið í Neskaupstað. Leitarmenn þurfa að vera með gasgrímur vegna ammoníaks- leka en þær eru af skornum skammti. Rétt áður var far- ið með börnin yfir annað snjóflóð – í því lentu þrettán manns – þar af þrjár kon- ur og þrjú börn. Það flóð náði um 400 metra út á fjörðinn. Og þá veltu menn meðal annars fyrir sér: „Eru Ólafur og Sveinn fundnir, eru synir Þórstínu og Sigga á lífi – hvernig reiddi drengjunum af eftir að komið var með þá á sjúkrahúsið? Hvað með Elsu og Þórstínu? Hvernig – hvar eru? Ótal spurningar hafa vaknað og enn er fátt um svör. Þegar farið er með börnin innar, í átt að sveit- inni, blasir við sjón sem þau gleyma aldrei. Síldarbræðslan hefur sópast burt – þar er ekkert eftir nema brak og samanþjappaður snjór. Hluti af hundraða tonna svartolíutanki ligg- ur eins og niðursuðudós ofan á aðal- byggingunni. Reykháfar, sem settu svip á þetta stærsta byggðarlag Austurlands, eru nú skakkir eins og eftir loftárás. Mjölskemman er hreinlega farin. Hér í Bræðslunni voru fjórir menn að vinna. Þeir eru ófundnir – þar á meðal eru ættingjar barnanna og vinnufélagar eða vinir foreldranna. Faðir ellefu ára drengs, sem fetar nú snjóslóðina rétt á hæla móður sinnar, var að vinna hér í Bræðslunni í morgun. Fyrir ein- skæra tilviljun var hann sendur út í bæ og var þar þegar hamfarirnar riðu yfir. Íslenska þjóðin er þrumu lostin og fréttir af náttúruhamförunum hafa borist út í heim. Íbúar Nes- kaupstaðar eru sem lamaðir – snjó- bíllinn kemst ekki yfir Oddskarð og flug liggur niðri vegna veðurs. Björgunarsveitir frá öðrum fjörðum komast aðeins sjóleiðina og því er ekki von á aðstoð til bæjarins fyrr en í nótt. Flæðarmálið við Strandgötuna – Á kafi í krapasjó Undir margra metra snjófargi barst Alfreð Alfreðsson út í jökulkald- an sjóinn á mikilli ferð. Á leiðinni þangað fór flóðið að breytast í þykk- an snjókrapa. Alfreð barst með því um 30 metra frá landi. Þegar hann stöðvaðist var hann á um tíu metra dýpi, sem samsvarar hæð þrílyfts húss. Þrýstingurinn, kuldinn og ótt- inn heltóku Alfreð: „Þetta var hryllingur þegar ég gerði mér grein fyrir hvert ég var kominn. Ég hafði haldið niðri í mér andanum allan tímann og var því að springa af súrefnisskorti – gerði mér enga von um að lifa þetta af. Ósjálfrátt vildi ég samt ná andanum. Nú var ekki um annað að ræða en að koma sér upp úr þessu skelfing- ar krapadíki. Það var að losna um Hvar eru konan þín og börnin? Snjóflóðin í Neskaupstað eru einn sögulegasti atburður síðustu aldar. Í bókinni Útkall – sonur þinn er á lífi, eftir Óttar Sveinsson, er í fyrsta skipti greint frá því á heildstæðan hátt hvað raunverulega gerðist í þessu stærsta byggðarlagi Austurlands rétt fyrir jól 1974. Tólf fórust í tveimur flóðum en margir björguðust með ævintýralegum hætti. Meðal þeirra sem segja frá er Árni Þorsteins- son sem var 19 ára. Hann lokaðist inni í þröngu þróarrými í 20 klukkustundir og var af mörgum talinn af. Alfreð Alfreðsson fór tugi metra út í sjó og sökk á um 10 metra dýpi þar sem hann fékk hjartaáfall. Valur Pálsson var nær dauða en lífi er hann var grafinn upp, líkamshitinn einungis 24 gráður og lýsir hann komu sinni til himnaríkis. Á þessum tíma þekktist ekki áfallahjálp. Hér á eftir fara kaflar úr nýútkominni bók Óttars frá þessum ógnartíma í sögu Neskaupstaðar. 176 Rósa Sigursteinsdóttir með Sigrúnu Evu – við svefnherbergisgluggann þeirra. q Skjala- og myndasafn Norðfjarðar Mánahús í Neskaupstað. Hér er Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, 19 ára, með eins árs dóttur sína, Sigrúnu Evu. Þær sváfu í risíbúðinni en komust af eftir að síðara flóðið kubbaði húsið í sundur. Tvær konur og tvö börn, sem voru á aðalhæðinni, fórust. Sú hæð nánast hvarf því flóðið fór í gegnum húsið. Risið barst tugi metra niður hlíðina. Ljósmynd/Skjala- og myndasafn Norðfjarðar Óttar Sveinsson rithöfundur. Útkallsbækur Óttars Sveinsson- ar eru eitt vinsælasta lesefni Íslendinga. „Maður kemst í samband við hversdagsmenn sem sýna af sér umhyggju, ást og virðingu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson. Útkall – sonur þinn er á lífi, sem greinir frá snjóflóðunum í Neskaupstað 1974 er 19. Útkallsbók höf- undar. 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 30 bókarkafli Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.