Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 38

Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 38
30. nóvember föstudagur Eymundsson kl. 16:00 Skólavörðustíg, Reykjavík. 1. desember laugardagur Kringlunni Verslunin Betra Líf kl. 12:00 til 13:30 1. desember laugardagur Eymundsson kl. 14:00 Kringlunni neðri hæð, Reykjavík. 1. desember laugardagur Gyðjur og gleði Nýjalandi Seltjarnarnesi Eiðistorgi kl. 16:00 4. desember þriðjudagur Gyðjur og gleði Reykjavík Lifandi Markaður Borgartúni kl. 18:00 – 20:00 5. desember miðvikudagur Gyðjur og gleði Yogahúsið Hafnarfjörður kl. 20:00 7. desember föstudagur Útgáfuteiti Mei mí beibísitt? Eymundsson kl. 17:00 - 19:00 Austurstræti, Reykjavík. Tónlistaratriði: Egill Ólafs og Jónas Þórir 10. desember mánudagur Gyðjur og gleði Garðabær Garðatorg 2.hæð kl. 20:00. 12. desember miðvikudagur Maríumessa - konumessa í minningu móður Jesú Keflavíkurkirkja kl. 20:00 29. desember laugardagur Mamma Jörð og dætur hennar! Nýárs Námskeið Reykjanesbær Heilsuhótel Ásbrú kl. 13:00 til 16:00 Verð kr. 5.500 Mjög kröftugt nýtt námskeið sem undirbýr þig fyrir skemmtilegt nýtt ár * * Skráning og nánari upplýsingar fyrir þetta námskeið sem fram fer á Heilsuhótelinu Ásbrú er í síma 857 8445 eða skráið ykkur á vefpóstinn gydjuroggledi@gmail.com MARTA EIRÍKSDÓTTIR Æskuminningarúr bítlabænum Keflavík Mei míbeibísitt? Geggjuð bók! Lífleg og hnitm iðuð frásögn. - Þorsteinn Eggertsson VÍKURFRÉTTIR EHF. 2012 MARTA EIRÍKSDÓTTIR M ei m í beibísitt? Mei mí beibísitt?er söguleg skáldsaga úr Keflavík sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Höfundur rifjar upp og segir frá daglegu lífi barnanna í götunni þar sem hún bjó. Þetta eru minningar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin. Höfundur bókarinnar, Keflvíkingurinn Marta Eiríksdóttir, er vel þekkt fyrir öflugt námskeiðahald á vegum Púlsins en einnig fyrir jákvæð og skemmtileg viðtöl, sem birst hafa eftir hana í Víkurfréttum undanfarin tuttugu ár. Mei mí beibísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta bók Mörtu Becoming Goddess – Embracing Your Power! kom út á ensku, á vegum Balboa Press, deild innan Hay House í Bandaríkjunum sumarið 2012. OPNAÐU FYRIR NÝJA VÍDD Í LÍFI ÞÍNU! - Bókakynningar sem gleðja og tendra sálina þína Blóðflokkamataræðið breytti lífi hennar Guðrún og Gulli gengu í hjóna- band á nýársdag árið 1986. Um svipað leyti gerði Guðrún merki- lega uppgötvun er átti eftir að gjör- breyta heilsu hennar – hún fékk í hendurnar bók um gersveppinn Candida sem hefur ákveðnu hlut- verki að gegna í meltingarkerfi okkar en getur valdið miklum usla í líkamanum sé honum ekki haldið í skefjum af náttúrlegum, góðum bakteríum. Heilsa hennar batnaði til muna en það var ekki fyrr en hún komst í kynni við kenn- ingar um blóðflokkamataræði sem bylting varð á lífi hennar og heilsu. „Skemmst er frá því að segja að blóðflokkamataræðið gjörbreytti lífi mínu.“ Hún hafði náð jafnvægi. Gulli féll frá í árslok 2004. Við tók yfirgengileg vinna hjá Guð- rúnu því þau hjónin höfðu flutt á Snæfellsnes og rekið þar hótel í nær áratug en skyndilega var hún ein um reksturinn. Mataræðis- reglum var fórnað yfir sumar- tímann og þótt hún næði að koma stjórn á líf sitt á haustin aftur náði hún ekki að snúa ferlinu við yfir vetrartímann. Hún hefur mestan hluta ævinnar verið að takast á við sykurfíkn sem hún hefur náð tökum á í dag, „en hér áður fyrr hélt ég mig kannski frá sykri rosa- lega lengi en datt svo í það að fá mér einn mola einhvers staðar og var þá dottin í sykurát, kannski í heila viku áður en ég náði að hætta aftur,“ segir Guðrún og skellir upp úr. „Þetta var eins og að vera túrafyllibytta.“ Um það leyti sem Guðrún seldi Hótel Hellnar, árið 2010, var hún aðframkomin af orkuleysi, greind- ist í kjölfarið með glúteinóþol og hefur hún varið síðastliðnum tveimur árum í að byggja heilsuna upp að nýju. „Ég hef aldrei verið heilsuhraustari en nú. Ég hef viðað að mér upplýsingum um heilsu og mataræði og gert tilraunir á sjálfri mér í þrjátíu ár. Afraksturinn er þessi bók, Ung á öllum aldri, sem ég vona að verði innblástur fólks, helst á öllum aldri, og veki það til vitundar um að það ræður sjálft svo miklu um heilsuna sína og hvernig efri árin verða. Það þarf að byrja að hugsa um það tiltölu- lega snemma því heilsa þín eftir fimm, tíu eða fimmtán ár ræðst af því sem þú gerir í dag. Sjúk- dómarnir koma ekki bara í pósti einn daginn, þeir eru að þróast í líkamanum í langan tíma áður en þeir koma fram. Við verðum að vera meðvituð um á hvaða hátt við getum breytt þessu ferli,“ segir Guðrún. Streitan hluti af lífsstílnum Fæstir byrja að hugsa um heilsuna fyrr en upp úr fertugu, þegar kerfi líkamans fara að bila eitthvað svo Guðrún gerir ráð fyrir að bókin höfði mest til fólks á þeim aldri. „Reyndar er ég að rekast á veru- lega veikt fólk sem er mun yngra svo sjúkdómarnir eru að koma fyrr fram en í minni kynslóð og margir þeirra eru fæðutengdir.“ Bókin lofar engum skyndilausn- um. „Allar breytingar taka þrjá til fjóra mánuði að skila árangri og ég legg áherslu á að fólk byrji rólega. Ég hvet fólk til að taka inn grunn- bætiefni, sem eru gott fjölvítamín, blágrænir þörungar, burnirót og b-vítamín eins og B-stress, þótt auðvitað séu ráðleggingar um mun fleiri bætiefni í bókinni, sem hægt er að taka til að styrkja mismun- andi kerfi líkamans. Síðan mæli ég með því að fólk fari út að ganga í hálftíma á hverjum degi. Svo er hægt að fara að taka út sykurinn og hlusta á líkamann í fæðuval- inu. Hvað ertu að borða sem þér líður vel af og hvað lætur þér líða illa? Þetta er ekki flókið en krefst úthalds í að minnsta kosti þrjá til fjóra mánuði en þá finnur fólk fyrir mikilli breytingu á líðan, auknu úthaldi og orku,“ segir Guðrún. „Hver kannast ekki við að fá blóðsykursfall síðdegis og eiga erf- itt með að halda sér vakandi?“ spyr Guðrún. „Það gerist vegna þess að fólk er að borða ranga fæðu. Ég fékk svona sykurfall nánast daglega meðan ég var í kringum fertugt, en lendi yfirleitt ekki í þessu í dag, nema ég slysist til að borða eitthvað með innihaldsefni sem ég hef óþol fyrir.“ Streitan er hluti af lífstíl okkar. „Það er allt í lagi, nema þegar við sláum aldrei af og það er allt of algengt. Við verðum að hvíla okkur og koma okkur út úr streitunni reglulega. Annars varða nýrnahetturnar vanvirkar, en það leiðir meðal annars til truflunar á starfsemi skjaldkirtils og margra annarra kerfa því líkaminn er ein samstæð heild og því er allt tengt.“ Nokkur af helstu merkjum um vanvirkni í nýrnahettum eru stöðug þreyta, þunglyndi eða pirr- ingur, kvíði, veikt ónæmiskerfi, verkir í mjóbaki, blóðsykurslækk- un, sykurfíkn, þyngdaraukning eða þyngdartap og svefnvanda- mál. „Vinda má ofan af streitu með því að taka sér reglulega tíu til fimmtán mínútna pásur yfir daginn og fara í stutta gönguferð eða hugleiða,“ bendir Guðrún á. „Ég ráðlegg fólki að fækka þeim verkefnum sem það tekur að sér og draga almennt úr streituþáttum í lífi sínu. Auk þess hvet ég fólk til að hugleiða, fara í nudd eða slökun og losa sig við uppsafnaða reiði eða pirring, til dæmis með sam- talsmeðferð, fyrirgefningarferli eða höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð.“ Brenndu slæmar minningar Guðrún og Gulli þurftu að vinna úr ýmsu þegar þau fóru loks að búa saman. „Þar sem Gulli heitinn var kvæntur annarri konu þegar við fórum að vera saman og langur tími leið uns hann skildi við hana fórum við í gegnum ótrúlega langt samband sem litað var lygum og alls konar svikum, sem ollu sárs- auka á báða bóga. Þegar við vorum svo loks farin að búa saman komu minningar um þessa atburði oft upp á yfirborðið hjá okkur í reiði- köstum, afbrýðisemi eða öðrum tilfinningum og voru um tíma að eyðileggja sambandið. Við gripum til þess ráðs að skrifa á miða öll þau mál sem við ætluðum aldrei að tala um aftur, svo keyrðum við að Ásfjalli í Hafnarfirði, gengum upp á topp, grófum holu, rifum miðana okkar, kveiktum í þeim og mok- uðum svo yfir aftur,“ lýsir Guð- rún. Gjörningurinn skipti sköpum í sambandi þeirra og losaði þau undan oki fortíðarinnar, að sögn Guðrúnar. Það er því ekki síður andleg heilsa en líkamleg sem Guðrún hvetur fólk til að huga að. Sjálf hefur hún ákveðið að vera heil- brigð 100 ára. „Þetta er markmið sem ég vinn að, þótt ég viti ekki hvort ég næ því. Margt kemur þar til og heilbrigð öldrun hefst með heilbrigðum lífsstíl snemma á æv- inni. Ég segist vera á þriðja ævi- skeiðinu og finnst það dásamlegt. Eftir langa og stranga leið hef ég loks náð þeim áfanga í lífinu að vera virkilega sátt og ánægð í eigin skinni, laus við drauga for- tíðar og sannfærð um að ég geti verið ung á öllum aldri eins lengi og ég er tilbúin að leggja mig fram um það.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is „Ég fjalla einnig um kynlíf og ást- ir í bókinni minni, en það virðist vera mikið feimnismál að ræða um kynlíf fólks eftir að það kemst yfir einhvern ákveðinn aldur – eins og við hættum að stunda það, bara af því við verðum eldri. Ég held einmitt að það geti orðið ánægju- legra með aldrinum. Hins vegar er ýmislegt sem breytist hjá okkur og við minnkandi hormónafram- leiðslu, bæði hjá konum og körl- um, dregur oft úr áhuga á því að stunda kynlíf. En þar sem það er eldurinn í sambandi fólks þá er mikilvægt að glæða hann á ný. Ég er því með góð ráð fyrir bæði kon- ur og karla um hvað þau geta gert til að blása í glæðurnar á þessum eldi og styrkja um leið samband sitt.“ Góð ráð fyrir kynlífið Gott ráð fyrir bæði kynin er að taka inn bætiefni eins og Arctic Root eða burnirót, sem Svíar kalla „viagra norðursins“. Það eykur kynorkuna, styrkir ónæmiskerfið og dregur úr neikvæðum áhrifum streitu á líkamann. Einnig er gott að taka inn góða steinefnablöndu sem inniheldur sink, magnesíum og kalíum, svo og sterka B-vítamínblöndu eins og B-Stress. Lakkrísrót dregur úr ótíma- bæru sáðláti hjá karlmönnum og Dong Quai, Maca eða Yam eru allt bætiefni sem hjálpa konum að komast betur í gegnum tíðahvörf. Svo er um að gera að nota nátt- úrulegt sleipiefni ef um þurrk í leggöngum hjá konum er að ræða. Kynlíf eldra fólks feimnismál „Þar sem Gulli heitinn var kvæntur annarri konu þegar við fórum að vera saman og langur tími leið uns hann skildi við hana fórum við í gegnum ótrúlega langt samband sem litað var lygum og alls konar svikum, sem ollu sársauka á báða bóga.“ 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 38 viðtal Helgin 30. nóvember-2. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.