Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 30.11.2012, Qupperneq 42
A ð kvöldi 8. nóvember 2000 hafði sambýlis- kona Einars Arnar Birgissonar sam- band við lögregluna í Kópavogi og sagðist óttast um unnusta sinn en ekkert hafði heyrst frá honum frá því að hann fór að heiman um morguninn. Formleg leit að Einari Erni hófst síðan um nóttina að ósk aðstandenda hans. Morguninn eftir fannst bifreið hans á bílastæði við Hótel Loftleiðir þaðan sem árangurslaust var reynt að rekja slóð hans með hjálp leitar- hunda. Undarlegt þótti að hundarn- ir skyldu ekki komast á sporið þar sem þeir geta rakið slóð í þéttbýli jafnvel þótt hún sé margra daga gömul. Ættingjar og vinir leita Helgina eftir að Einar Örn hvarf tóku um 200 ættingjar hans og vin- ir þátt í leitinni að honum víðsvegar í nágrenni Reykjavíkur. Leitað var á Reykjanesi, á Bláfjallasvæðinu, á Álftanesi þar sem björgunar- sveitir gengu fjörur. Ættingjar og vinir Einars Arnar tóku að sér leit á strandlengjunni frá Garðabæ að Kolkuósum. Þeir leituðu til þriðju- dags en þá var leitinni hætt þar sem ljóst var að um sakamál væri að ræða. Atli Helgason, lögfræð- ingur og meðeigandi Einars Arnar að Gap Collection, tók virkan þátt í leitinni. Lík Einars Arnar fannst ekki fyrr en Atli hafði verið hand- tekinn og játað að hafa orðið honum að bana. Einar Örn hafði verið týndur í viku þegar lík hans fannst í hraunsprungu við Grindavíkurveg þar sem Atli hafði komið því fyrir og hulið með grjóti. Kynntust í boltanum Einar Örn og Atli höfðu þekkst í mörg ár en þeir kynntust þegar Einar Örn byrjaði að spila fótbolta með meistaraflokki Víkings þegar Atli var fyrirliði. Kunningsskapur þeirra hélt áfram utan vallar og Atli var um skeið lögmaður Einars Arn- ar. Skömmu áður en Atli myrti Ein- ar Örn opnuðu þeir GAP-verslunina saman. Einar Örn hafði tryggt sér umboð fyrir vörumerkin Gap, Old Navy og Banana Republic og fór í framhaldinu að leita að fjárfestum. Úr varð að Atli ætlaði að útvega fjár- magn til rekstrar verslunarinnar. Það fjármagn hafði hins vegar ekki skilað sér þegar upp úr sauð á milli viðskiptafélaganna. Böndin bárust fljótt að Atla þar sem ljóst þótti að hann segði ekki satt og rétt frá samskiptum sínum við Einar Örn þennan örlagaríka nóvember dag. Atli sagðist ekkert hafa hitt Einar Örn þann 8. nóvem- ber en gögn lögreglu bentu til ann- ars. Þann 14. nóvember var gerð húsleit á heimili Atla og á vinnustað hans. Hann var síðan handtekinn daginn eftir og játaði þá við skýrslu- töku að hafa banað Einari Erni í Öskjuhlíð með því að slá hann í höf- uðið með hamri. Hann sagðist hafa falið líkið í hrauninu við Grindavík og vísaði lögreglu á felustaðinn. Atli sagði það ekki hafa verið ásetning sinn að myrða Einar Örn heldur hafi hann verið gripinn ofsa- hræðslu og hafi talið sig þurfa að verjast. Dauði Einars Arnar hafi verið hörmulegt slys sem varð eftir rifrildi þeirra og átök. Fjögur hamarshögg Atli og Einar Örn mæltu sér mót í Öskjuhlíð á stað sem Atli sagði þá oft hafa hist á áður. Þeir ræddu verslunarreksturinn og Einar spurði Atla um peningana sem Atli ætlaði að leggja í reksturinn. Atli sagðist ekki vera með upphæðina tilbúna. Við yfirheyrslur sagðist hann hafa sagt Einari Erni að hon- um þætti ósanngjarnt hvernig alltaf hallaði á hann í samskiptum þeirra. Deilan hafi síðan magnast og margt sagt sem betur hefði verið látið ósagt. Einar Örn hafi ýtt við honum og hann ýtt til baka. Í dómsskjölum lýsir Atli atburðarásinni á þennan veg: „Ákærði lýsti því svo að sér hafi fundist „allt vera orðið brjálað“. Hann hafi staðið við bifreið sína farþegamegin er Einar Örn hafi slegið til hans og reynt síðan að sparka í hann. Ákærði kvaðst hafa ýtt á móti. Hann hafi þá forðað sér heilan hring í kringum bílinn þar til hann opnaði afturdyrnar farþega- megin, þar sem hafi verið mikið af alls konar verkfærum.“ Þar greip Atli til hamarsins og sagðist hafa ætlað að ógna Einari Erni með honum. „Einar Örn kom þá vaðandi og sló ég hann þá með hamrinum,“ sagði Atli í yfir- heyrslunni. Hann sagðist lítið muna hvað gerðist á þessari stundu og atburðurinn væri „óraunverulegur“ í huga hans. „Hann mundi eftir Einari Erni liggjandi í jörðinni og kvaðst hafa reynt lífgunartilraunir á honum. Taldi hann Einar Örn vera látinn, kvaðst hann hafa séð og fundið að Einar andaði ekki.“ Atli gekkst við því að hafa lamið Einar Örn tvisvar með hamrinum en krufning leiddi í ljós að höggin voru fjögur. Sakhæfur á örvandi lyfjum Tómas Zoëga geðlæknir vann geðrannsókn á Atla og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur. Í skýrslu hans kemur fram að Atli hafi misnotað örvandi efni, ephedrin og amfetamín, og notkunin hafi haft áhrif á hegðun hans og gerðir allra síðustu mán- uði. Hann hafi verið upptekinn af smáatriðum og oftúlkað mikilvægi þeirra. Í skýrslu Tómasar segir. „Sú spurning vaknar, hvort Atli oftúlkar augnaráð vinar síns, sem sýnist verða til þess að Atli fyllist skelfingu og grípur til hamarsins.“ Tómas sagði ekki hægt að slá neinu föstu um það hvort lyfjaneysla Atla hefði haft áhrif á gerðir hans. Ekki var við annað að styðjast en framburð Atla um atburðinn og ekkert í gögnum málsins benti til þess að hann hafi fyrirfram verið búinn að taka ákvörðun um að bana Einari Erni. Dómurinn yfir Atla miðaði því við að „ásetningur hans hafi orðið til er hann reiddi hamar- inn til höggs.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Atli Helgason játaði að hafa myrt við- skiptafélaga sinn, Einar Örn Birgisson, við skýrslutökur sama dag og hann var handtekinn. Banaði viðskipta- félaga með hamri Þann 8. nóvember árið 2000 sinnaðist viðskiptafélögunum Atla Helgasyni og Einari Erni Birgis- syni en þeir ráku saman tískuverslunina GAP á Laugavegi. Deilu þeirra um fjármál lauk með því að Atli banaði Einari Erni með fjórum hamarshöggum í höfuðið. Atli ók síðan með félaga sinn í skotti bifreiðar sinnar út fyrir borgina og faldi lík hans í hraungjótu í nágrenni Grindavíkur. Sjötti þáttur Sannra íslenskra sakamála á Skjá einum fjallar um morðið á Einari Erni og þá örvæntingarfullu leit sem gerð var að honum. Deilur Atla og Einars Arnar um fjármál leiddu til átaka sem enduðu með því að Atli banaði Einari Erni með hamarshöggum í höfuðið. 42 sakamál Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.