Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 47

Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 47
Virðuleg hjón í þrívídd F Flatskjáir voru hálfgert skammaryrði – ef ekki bannyrði eftir hrunið. Þeir voru meðal helstu tákna bólunnar sem sprakk svo eftirminnilega framan í okkur haustið 2008. Á þeim tíma voru menn ekki með mönnum nema þeir endurnýjuðu fasteignina, helst með kaupum á stórri þakíbúð, splæstu í eitthvað veglegt til að sitja í, einkum og sérílagi frá Arne heitnum Jacobsen og renndu úr hlaði umboðs á sóma- samlegum jeppa eða þýskum hrað- brautavagni á gengisláni – nema hvort tveggja væri. Ónefndir eru þá flatská- irnir. Þá mátti nálgast á verðtryggðum raðgreiðslum. Svo bað Geir guð að blessa Ísland, icesave vort land – og allt það. Jepp- arnir hættu að seljast og nýir hrað- brautavagnar sáust aðeins á myndum frá útlöndum. Svörtu fyrirhruns Reinsróverarnir voru að hluta seldir til Noregs þar sem olíufurstar vita ekki hvað samdráttur er, hvað þá kreppa. Hinir sem eftir sátu voru brúkaðir sparlega. Bensínið hækkaði upp úr öllu valdi og þetta eru engir sparakst- ursbílar. Verra var þó að híað var á þá sem sýndu sig á þeim svörtu, að minnsta kosti þar til áhrif búsáhalda- byltingarinnar fjöruðu út. Eitthvað er þetta að breytast, ef marka má hagtölur. Þjóðin er að vísu skuldug upp fyrir haus en það fer svo- lítið eftir það hvernig þær skuldir eru reiknaðar. Bílar eru farnir að seljast á nýjan leik, jafnvel jeppar. Einhvers staðar kom fram að 250 manns hefðu splæst í Landkrúser það sem af er ári. Enn fara menn sér hægt þegar kemur að Reinsanum. Hans tími mun þó koma, ef að líkum lætur. Svo er það hitt velmegunartáknið, ef ekki bólutáknið, sjálfur flatskjárinn. Þrátt fyrir allt er auðveldara að fjár- magna kaup á flatskjá en jeppa – og ekki vantar flottheitin þegar kemur að nýjustu tegundum flatskjáa. Miðað við auglýsingar um skerpu þeirra og tækninýjungar gera þeir nánast hvað sem er nema ef til vill að tala við nýja eigendur. Þess verður eflaust ekki langt að bíða að þeir geri það, miðað við öra tækniþróun og samþættingu snjallsíma, spjaldtölva og flatskjáa. Gott ef ekki þarf vélskólamenntaða menn eða jafnvel verkfræðinga til að skilja það sem í boði er og kunna að nota sér það allt saman. Mín góða kona hefur nefnt það stöku sinnum að endurnýjunar sé þörf á sjónvarpstæki heimilisins. Fram séu komnir skjáir með miklum myndgæðum sem henti vel fólki á virðulegum aldri. Af íhaldssemi minni hef ég haldið fram kostum gamla sjónvarpsins og þeirri mikil- vægu staðreynd að á undangengnum árum höfum við lært þokkalega á fjar- stýringu þess. Konan, sem stendur mér framar í tæknikunnáttu, blæs á þessi rök. Við hljótum að geta lært á svona tól eins og aðrir. Hún hefur staðnæmst við ákveðna gerð og nefndi í því sambandi orð sem voru mér ansi framandi, 3D (þrí dí – sam- kvæmt útlendum framburði), Smart og Led. „Þrí dí,“ át ég upp eftir henni. „Þýðir það að við hjónakornin sitjum saman á síðkvöldum og horfum á amerískar læknasápur og skandinavíska glæpa- þætti með þrívíddargleraugu á nef- inu?“ „Já, mér skilst það,“ sagði konan, eins og ekkert væri sjálfsagðara en að virðuleg hjón í vesturbæ Kópavogs sætu fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér útbúin eins og bólugrafnir unglingar á hasarbíói. „Hvað ef einhver kemur í heimsókn, foreldrar, systkini eða börnin okkar?“ spurði ég. „Nú, þá tökum við gleraug- un niður, maður. Það er ekki eins og þau séu gróin við andlitið á okkur.“ „Veist þú hvað HDMI tæki eru?“ spurði ég konuna nokkru síðar. Þá hafði ég kynnt mér möguleika hins nýja snjallsjónvarps. Hún viðurkenndi undanbragðalaust að hún hefði enga hugmynd um það. „Það er nefnilega hægt að stýra öðrum HDMI tengdum tækjum með einni fjarstýringu,“ sagði ég, án þess þó að hafa hugmynd hvað HDMI tengd tæki væru. „Getur þú hlaðið niður fjölda appa í tækið?“ hélt ég áfram í þeirri fullvissu að hún hefði, ekkert frekar en ég, hugmynd um öpp þessi. „Nei,“ viðurkenndi minn betri helmingur. App var ekki í hennar orðabók. „Ég legg málið í dóm,“ sagði ég undir áhrifum ótal réttarfarsþátta úr sjónvarpinu og taldi ástæðulaust að nefna aðrar tækninýjungar þessa gáf- aða sjónvarps sem ég hafði lesið mér til um, svo sem netvafra með minni, utanumhald tækisins um alla kvik- myndir okkar og þætti, að það leitaði á netinu og í gagnageymslu heim- ilisins að því sem við vildum finna. Ég hafði heldur ekki orð á því að í apparatinu væri að finna Facebook, Twitter og fleira auk þess sem hægt væri að fara á Skype með innbyggðri myndavél og hljóðnema. Óþarft var enn fremur að nefna að flatskjár þessi er með fulla HD lausn, sjálfvirka stýringu á skerpu í þrívídd, spilar bíómyndir af USB lykli og tekur upp á slíkan lykil. Sama gildir um hljóð- kerfið í þrívídd og að skjárinn breytir myndum í þrívídd og öfugt, allt eftir óskum notenda. Ég íhugaði að vísu að nefna það við frúna, í þessu sambandi, að tækið lagar lélega útsendingu auk þess sem Clear Motion Rate 800 Hz tæknin hreinsar skjáinn 800 sinnum á sek- úndu – en sleppti því. Þegar þarna var komið taldi ég að öll vopn væru slegin úr höndum kon- unnar – þar til hún benti mér góðfús- lega á að tækið væri ógeðslega töff, örþunnt og nánast rammalaust. „I rest my case,“ sagði hún – og vísaði líka til réttarfarsþáttanna í sjónvarpinu. Það þurfti engan kviðdóm til að segja mér að málið væri tapað. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr. Múlatorg óamarkaður Fellsmúli 28 www.mulatorg.is Barnaföt - Föt - Antík - Búshöld - Vefnaðarvara Opnunartími: mmtudaga og föstudaga 12-18 Laugardaga 12-17 Á laugardögum Spákona– Lottó – Ka – Kakó - Trúbador og Vöur Á R N A S Y N IR util if. is MIKIÐ ÚRVAL SPORTBAKPOKAR FRÁ 4.990 kr. MARGIR LITIR. Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.