Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 48

Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 48
B æjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að hefja undir-búning þess að gerðar verði nauðsynlegar lagfær-ingar á Hressingarhælinu og Kópavogsbænum gamla á Kópavogstúni. Jafnframt hefur hún lýst yfir vilja til þess að í umræddum byggingum og á túninu verði fjöl- breytt starfsemi með áherslu á menningu, listir, sögu, útivist og afþreyingu. Framkvæmdir og viðgerðir eiga að hefjast svo fljótt sem kostur er með það að markmiði að allt verði tilbúið á 60 ára afmælisári Kópavogsbæjar, árið 2015. Hressingarhælið, sem síðar var kallað Kópavogshælið, og Kópavogsbærinn gamli voru byggð snemma á síðustu öld og eiga sér merka sögu sem er samofin sögu bæjar- ins. Húsin voru lengi vel í niðurníðslu en nú hefur verið komið í veg fyrir frekari skemmdir og þau ekki talin í eins slæmu ástandi og óttast var. Talið er, að því er fram kom í tilkynningu Kópavogsbæjar, að kostnaður vegna lagfæringa á ytra byrði húsanna og burðarvirki verði á bilinu 35 til 40 milljónir króna. Mennta- og menningar- málaráðherra friðaði Hressingarhælið nú í vikunni. Það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkis- ins, og tekið í notkun árið 1926, en gamli Kópavogs- bærinn hefur verið friðaður, eins og fram kom í Frétta- tímanum nýverið. Erlendur Zakaríasson reisti bæinn á árunum 1903 til 1904. Hann var steinsmiður og hafði unnið við byggingu Alþingishússins. Kópavogsbæinn hlóð hann úr tilhöggnu grjóti og steinlími. Starfshópur á vegum bæjarráðs hefur unnið að því síðustu mánuði að gera tillögu að því hvernig nýta megi húsin og umhverfi þeirra og boðaði meðal annars til borgarafundar fyrr á árinu. Þar kom fram eindreginn vilji til þess að húsin verði endurreist og að þeim verði fundið hlutverk við hæfi. Til stendur að stofna hollvinasamtök um þetta verkefni og er vonast til að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir geti tekið þátt í því með bænum að fullmóta tillögur um uppbyggingu á svæðinu og taka þátt í fjármögnun. Jarðfræði, fornminjar og saga Í greinargerð fyrrgreinds starfshóps um Kópavogsbæ- inn, Kópavogshælið og Kópavogstún segir að gera þurfi svæðið og fyrrgreindar byggingar sem heild aðlaðandi fyrir gesti og gangandi. Það sé forsenda þess að fólk fái áhuga á því að heimsækja þetta merka svæði og drekka í sig söguna og njóta samvista. Bent var á gildi þess fyrir börn að geta notið bygginganna og svæðisins sem lifandi námsefnis í sögu og náttúrufræði. Jarðfræði svæðis- ins er ótrúlega fjölbreytt og töluverðar fornminjar eru í jörðu. Fornminjar voru rannsakaðar á árabilinu 1973-76 á Kópavogsjörðinni, en hún átti landamerki að Reykjavík, Digranesi, Fífuhvammi og Arnarnesi, Auk annarra minja fundust jarðhús frá landsnámstíma, smiðja frá 12. öld og þinghús sem virðist ekki hafa verið reist síðar en á 17. öld. Minnisvarði var reistur neðarlega á Kópavogstúni um Kópavogsfundinn 1662 þegar öllum þingfulltrúum landsins var stefnt til Kópavogs vegna einveldistökunnar. Á staðnum vill fólk jafnframt, að því er fram kom í skýrslu starfshópsins, eiga kost á kaffi og öðrum veit- ingum á svæðinu. Vinsælir og fjölfarnir göngu- og hjól- reiðastígar liggja meðfram Kópavogstúni og liggja út á Kársnes, inn Kópavogsdal og suður í Garðabæ. Þá teng- ist Kópavogstún útivistarsvæðinu á Rútstúni og Sund- laug Kópavogs, auk þess sem skammt er í safnasvæðið og Salinn.  Merkar húsByggingar á kópavogstúni lagfærðar fyrir 60 ára afMælisár kópavogsBæjar, árið 2015 Lyftistöng fyrir mannlíf og ímynd Kópavogs Vilji bæjarstjórnar er að í gömlu byggingunum á Kópavogstúni, Kópavogsbænum og Kópavogshæli, verði fjölbreytt starfsemi með áherslu á sögu, listir, útivist og afþreyingu. Það rímar við hugmyndir nokkurra arkitektastofa og sagnfræðings sem lagt hafa í mikla hugmyndavinnu um framtíð svæðisins sem ríkt er af sögu og fornminjum. Þar er lagt til að á túninu, í tengslum við gömlu byggingarnar, verði híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar. Hugmynd hópsins gengur út á að útfæra og þróa áhuga- vert safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni með því að sam- tvinna menn- ingu, sögu og útivist á nýstár- legan hátt og efla þannig enn frekar menning- ar- og atvinnulíf Kópavogsbæjar. Hugmynd um safn á Kópavogstúni við hlið Kópavogshælisins sem fært verður til þess horfs sem hæfir þessu húsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði og tekið var í notkun 1926. Tölvugerð mynd Kópavogshæli eins og það er nú. Stefnt er að það verði tilbúið og endurgert á 60 ára afmælisári Kópavogs, 2015. Myndir Hari S É R F R Æ Ð I N G A R Í D E M Ö N T U M , H Ö N N U N O G S É R S M Í Ð I S K A R T G R I P A . Þ Ú Þ E K K I R O K K U R Á H A N D B R A G Ð I N U , L Á T T U Þ A Ð E F T I R Þ É R . . . Skartgripaverslun og vinnustofa Laugavegi 52, Reykjavík, sími 552-0620, www.gullogsilfur.is, facebook.com/gullogsilfur, og þjónustan er persónuleg! Framhald á næstu opnu 44 úttekt Helgin 30. nóvember-2. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.