Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 70
66 skák Helgin 30. nóvember-2. desember 2012  Skákakademían Skákbörn safna fyrir Hringinn: Við erum ein fjölskylda! k jörorð skákhreyfingar eru: Við erum ein fjölskylda. Þessi orð eiga sannarlega við núna, því klukkan 12 á hádegi í dag hefst maraþon skákkrakk- anna okkar í Kringlunni, þar sem fé verður safnað í þágu Barnaspít- ala Hringsins. Þau tefla óslitið til klukkan 18 í dag og hefja svo aftur taflmennsku á morgun, laugardag, klukkan 12. Krakkarnir skora á gesti og gangandi að tefla eina skák, gegn frjálsu framlagi, og rennur allt söfnunarféð óskipt til Hringsins. Liðsmenn Skákakademíunnar heimsækja Hringinn í hverri viku og tefla við börnin sem þar leita sér lækninga. Á liðnum árum hafa orðið til ófáar ánægjustundir yfir taflborð- inu í Hringnum, og nú ætla skák- börnin okkar sem sagt að bæta um betur og safna fyrir skólann, leik- stofuna og tækjasjóð barnaspítal- ans. Skákkunnátta er algert aukaat- riði að þessu sinni, og börnin vona að sem pabbar og mömmur, afar og ömmur mæti á svæðið, sem og full- trúar félaga og fyrirtækja. Nú þegar hafa margir góðir menn úr öllum áttum boðað komu sína. Í þeim hópi eru fjölmargir þingmenn og borgarfulltrúar, en líka listamenn á borð við Bjartmar Guðlaugsson, Vilborgu Davíðsdóttur, Geir Ólafs og Ragnheiði Gröndal. Þá ætlar Hemmi Gunn að mæta á svæðið, en sá ástsæli fjölmiðlamaður er sókndjarfur og bráðskemmtilegur skákmaður. Hægt að leigja stórmeistara! Þau sem alls ekki treysta sér til að tefla sjálf, eða eiga ekki heiman- gengt, geta samt lagt sitt af mörk- um með því að „leigja skákmeist- ara“. Ýmsir af bestu skákmönnum landsins ætla að koma í Kringluna og tefla við krakkana fyrir þá sem leggja söfnuninni lið en geta ein- hverra hluta vegna ekki teflt sjálf. Þar má nefna sjálfan Friðrik Ólafs- son, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem orðinn er 78 ára, en er jafnan boðinn og búinn að leggja góðum málstað lið. Sama máli gegnir um Jóhann Hjartarson, stigahæsta skákmann Íslands og Jón L. Árna- son, sem varð heimsmeistari 16 ára og yngri árið 1977. Ekki þarf að skrá sig til leiks, heldur er nóg að mæta í Kringluna, en maraþonið verður í grennd við Bónus og ætti ekki að fara framhjá neinum. Stofnuð hefur verið Fa- cebook-síðan „Áskorun! Maraþon fyrir Barnaspítala Hringsins“ þar sem fréttir eru sagðar af gangi mála og myndir birtar af fjörinu í Kringl- unni. Svo er hægt að leggja inn á söfnunarreikning vegna maraþons- ins nr. 0101-26-083280, kennitala 7006083280. Skákbörnin okkar vona að sem flestir taki þátt í þessum viðburði, leggi góðu máli lið – enda vand- fundinn betri málstaður, nú þegar aðventan er að ganga í garð. Ótrúlegir yfirburðir Fjölnis Skákdeild Fjölnis sigraði með ótrúlegum yfirburðum á Íslands- móti unglingsveita sem fram fór á laugardaginn í Garðaskóla. Sveitar- meðlimir unnu allar 28 skákir sínar! Með Fjölni tefldu Dagur Ragnars- son, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson og Nansý Dav- íðsdóttir. Sveit Hellis varð í 2. sæti með 22 vinninga. Silfursveit Hellis skip- uðu: Hilmir Freyr Heimisson, Da- wid Kolka, Felix Steinþórsson og Heimir Páll Ragnarsson. Sveit TR endaði í 3. sæti með 20 vinninga. Í sveit TR voru: Vignir Vatnar Stefánsson, Veronika Stein- unn Magnúsdóttir, Gauti Páll Jóns- son, Rafnar Friðriksson og Donika Kolica. skákþrautin Hvítur leikur og vinnur! Svörtu mennirnir virðast eiga alls kostar við hvíta peðið, sem á sér þann draum að verða drottning. Hvernig getur hvítur knúið fram sigur? Hemmi Gunn er meðal þeirra sem taka áskorun krakkanna og ætlar að mæta í Kringluna og styðja Barnaspítala Hringsins. Þau skora á þig í þágu góðs málefnis: Donika Kolica, Felix Steinþórsson og Elín Nhung. 1.Hxd8! Rxd8 2.e7 1-0 Draumur peðsins rætist! Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er Steinar Harðarson, Spóaási 10, 221 Hafnarfirði, og fær hann sendar KenKen talnaþrautabækurnar frá Hólum.  Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. Svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, Sætúni 8, 105 Reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is Reglurnar eru einfaldar:  verðlaunaþrautir Talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím- inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær KenKen- bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni gefur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: ■ frjálst framlag á framlag.is ■ gjafabréf á gjofsemgefur.is ■ 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) ■ söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A - SÍ A - 12 32 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.