Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Qupperneq 84

Fréttatíminn - 30.11.2012, Qupperneq 84
„Þetta er bók sem mig hefur lengi langað til að skrifa,“ segir Atli Sveinn Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður. Atli var að senda frá sér bókina Leiðin á toppinn – lærðu af íþróttastjörnunum. Í bókinni tekur hann stutt viðtöl við fjölmarga þekkta íslenska íþróttamenn, flesta af yngri kynslóð- inni. „Mér hefur lengi fundist vanta miðil fyrir krakka og unglinga í íþróttum til að leita í. Það er hægt að nálgast nóg af staðreyndum og upp- lýsingum en það vantar oft eitthvað persónu- legra. Börn í íþróttum í dag eru metnaðargjörn en þurfa kannski skýrari leiðbeiningar. Þau vilja heyra hvað hefur reynst þessu afreksfólki vel,“ segir Atli Sveinn. Meðal þess íþróttafólks sem rætt er við í bókinni er Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari, Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður, Gunnar Nelson bardagamaður, Helena Sverrisdóttir körfuboltakona, Sif Atladóttir knatt- spyrnukona og Kári Steinn Karlsson langhlaupari. Auk þess að vera knattspyrnu- maður og kennari hefur Atli Sveinn fengist við þjálfun. Hann hefur því mikið velt því fyrir sér hvernig best sé að fræða börn um íþróttir. „Börn eru opin og það er hægt að kenna þeim mikið snemma. En það er erfitt fyrir þjálfara að lesa hug barna og leggja þeim línurnar endalaust. Ég held að það sé fróðlegt fyrir krakka að lesa í þess- ari bók um hvernig þessir toppíþróttamenn undirbúa sig fyrir keppni, takast á við mótlæti og fleira.“ -hdm Þórður Jörundsson blandar rokkstjörnulíferni með Retro Stefson saman við fágun og góðan smekk í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Ljósmynd/Hari •   Einar Már Jónsson Örlagaborgin — Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar „Ein mikilvægasta bók undanfarandi ára!“ Gauti Kristmannsson, RÚV  „… mikið verk, stútfullt af leiftrandi ritsnilld …“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn „Bókin er skrifuð af lærdómi og list og hún er skemmtileg aflestrar …“ Atli Harðarson, Þjóðmál Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur Ránargötu 20  •  101 Reykjavík  •  sími 561 0055  •  www.ormstunga.is •  R ichard David Precht Hver er ég – og ef svo er, hve margir? — Heimspekilegt ferðalag Íslensk þýðing: Arthúr Björgvin Bollason Hvað get ég vitað? – Hvað ber mér að gera? – Hvað leyfist mér að vona? „Þegar þú hefur lesið þessa bók hefurðu stigið fyrsta skrefið í átt að hamingjunni. … Þessi bók er hreint út sagt ómissandi.“ Elke Heidenreich, ZDF Metsölubók í Þýskalandi í bráðum 5 ár samfleytt og þýdd á 34 tungumál •   Sigur jón Magnússon Endimörk heimsins — Frásögn hugsjónamanns Áhrifarík og eftirminnileg skáldsaga um síðustu daga rússnesku keisarafjölskyldunnar í Rússlandi sumarið 1918. Einstæð frásögn um frægan viðburð í blóði drifinni sögu síðustu aldar sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskum bókmenntum. Fæst líka sem rafbók!   Fræðsla Knattspyrnumaður sKriFar bóK Leiðarvísir fyrir ungt íþróttafólk Leiðin á toppinn hefur að geyma viðtöl við ungt afreksfólk í íþróttum. Atli Sveinn Þórarinsson hefur skrifað bók um íslenskt afreks- íþróttafólk fyrir börn og unglinga. Ljósmynd/Hari Staðalbúnaður Dags daglega reyni ég að vera snyrtilegur og ég fæ mér dálítið af fötum hérna í búðinni. Annars byggist fatastíllinn minn mikið upp á fallegum skyrtum, sem ég er hrifinn af, og svo kannski hlýrri og góðri peysu. Síðan hef ég gaman af skóm, eins og flestir, og skósafnið er alltaf að stækka. Ég er nýbúinn að fatta að það er betra að kaupa dýrari skó sem endast vel heldur en ódýrari sem skemmast. Núna er ég í skóm frá Sebago by Filson. Þegar ég spila með hljómsveitinni reyni ég að vera í þægilegum, hlutlausum fötum. En síðan er ég að vissu leyti íþróttapervert líka, ég er fyrir Nike-skó og Nike-geimfatnað, svona hlaupaföt. En ég get eiginlega bara verið í þessu um helgar ef ég fer að hlaupa. Hugbúnaður Það breytist í hverjum mánuði hvert ég fer þegar ég fer út að skemmta mér. Mér finnst alltaf næs að fara á Hemma og Valda og maður fær alltaf góðar móttökur á Faktorý. Síðan er ég alltaf á leiðinni á Micro bar. Uppáhalds kaffihúsin mín eru Kaffismiðjan og Tíu dropar. Besta expressóinn í bænum fæ ég hins vegar heima hjá Benna Hemm Hemm, mági mínum. Mér finnst rosa gott að fara í sund og fer oftast í Neslaugina eða Sundhöllina. Ég er svolítið fyrir útivist, ég hef gaman af stangveiði og hlakka mikið til þegar það fer að snjóa svo ég geti farið á skíði. Ég hef verið á horfa á The Newsroom og finnst það geðveikir þætti. Það er uppbyggilegt sjónvarpsefni, ólíkt mörgu öðru. Ég fer stundum í bíó en kannski ekki nógu oft. Ég átti átta miða kort á RIFF en tókst ekki að fara á eina einustu sýningu. Sem er alveg glatað. Vélbúnaður Ég á Macbook Pro og iPhone. Ég er næstum ekkert á Facebook lengur eftir að ég fékk iP- hone. Nú er ég bara á Instagram og hef minnk- að tölvuhangs mikið. Ég er reyndar alltaf að fá mér einhver tilgangslaus öpp, eins og Oldbo- oth sem er beisik og alltaf jafn fyndið. Sú græja sem ég get samt alls ekki verið án er Kindle. Við ferðumst svo mikið að það er frábært að geta verið með fleira en eina bók í gangi. Ég les allt frá einhverjum sjálfshjálparbókum upp í nördalegar ævintýrabækur á Kindlinum. Aukabúnaður Ég nota ekki mikið af snyrtivörum, eiginlega bara svitalyktareyði. Ég fæ reyndar greiðslu á hverjum degi hjá rakaranum í búðinni og verð honum ævinlega þakklátur fyrir. Ég er matmaður og uppáhaldsstaðurinn minn er Friðrik V. Ég borða þar alltaf í hádeginu því þar er hægt að fá ótrúlega góðan mat á lágu verði. Í febrúar ákvað ég að kaupa mér bíl, Su- zuki Vitara 96 módel, og fékk mér svo bílpróf í kjölfarið. Fram að því hafði ég labbað allt sem ég fór. Mér finnst rosa gaman að keyra þennan bíl. Í sumar fór ég til dæmis upp á Langjökul á honum og það var mjög gaman.  Í taKt við tÍmann Þórður Jörundsson Keyrir um á 16 ára gömlum Suzuki Vitara Þórður Jörundsson er 22 ára gítarleikari í hljómsveitinni Retro Stefson og innanbúðardrengur í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Auk þess að gefa út þriðju plötu sína með sveitinni bar það til tíðinda hjá Þórði að hann keypti sér bíl og tók bílpróf. 80 dægurmál Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.