Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 8

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 8
6 fréttir Helgin 7.-9. desember 2012 ÞÚ VELUR FJÁRHÆÐINA þiggjandinn velur gjöfina Finnur þú ekki réu gjöfina? Gjafakort Arion banka er hægt að nota við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka. arionbanki.is — 444 7000 ARD stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands um Útkall - Goðafoss Útkall – sonur þinn er á lí Útkallsbókin allar um snjóóðin í Neskaupstað fyrir jól 1974 – einn sögulegasta atburð síðustu aldar Hraði, spenna og íslenskur raunveruleiki Páll Baldvin Baldvinsson um Útkallsbækurnar: ,,Hversdagshetjur sem sýna af sér umhyggju, ást og virðingu“ Egill Helgason: ,,Feykivinsælar bækur“ Bækur fyrir bæði kyn á öllum aldri Fræði og alm.efni 25.11-01.12 2. sæti Óttar Sveinsson  Veitingahúsið gallery restaurant Tilnefnt til norrænna verðlauna Veitingahúsið Gallery Res- taurant á Hótel Holti var fyrr í vikunni tilnefnt til norrænu veitingahúsaverðlaunanna „The Nordic Prize“ en eitt veitingahús frá hverju Norðurlandanna er tilnefnt í keppnina á ári hverju. Í byrjun febrúar verður skorið úr um það hvaða veitingahús hreppir titilinn besta veitinga- hús Norðurlanda. Veitingahúsið Dill hefur verið atkvæðamikið á undanförnum fjórum árum og hlotið þrjár tilnefningar en í ár er það Gallery Restaurant sem hlýtur þennan heiður fyrir Ís- lands hönd. Gallery Restaurant mun etja kappi við mörg af þekktustu veit- ingahús heimsins, til að mynda danska veitingahúsið Noma, sem var valið besta veitingahús heimsins þetta árið, af tímarit- inu Restaurant Magazine. Að sögn Friðgeirs Inga Eiríkssonar, yfirmatreiðslumanns á Gallery Restaurant, er þetta gríðarlegur heiður fyrir veitingastaðinn. „Þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum á réttri leið.“ - jh Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirmatreiðslumað- ur Gallery Restaurant og Geirlaug Þorvalds- dóttir, eigandi Hótel Holts. F oreldrar af erlendum upp-runa fá síður forræði yfir börnum sínum við skilnað en íslenskir og hallar þar mest á foreldra af asískum eða afrískum uppruna, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri rannsókn sem unnin var í samvinnu Fjölmenningaseturs og Mannréttindaskrifstofu Íslands með styrk frá velferðarráðuneyt- inu. Rannsóknin náði til 11 þúsund barna foreldra sem skildu eða slitu sambúð á árunum 2001-2010. Í ljós kom að mun færri börn af erlendum uppruna eru í sameiginlegri forsjá þrátt fyrir að árið 2006 hafi verið gerð lagabreyting þannig að sam- eiginleg forsjá skuli vera megin- regla við skilnað, að sögn Ara Klængs Jónssonar, verkefnastjóra í upplýsingamiðlun hjá Fjölmenn- ingarsetri. Einungis helmingur barna af asískum eða afrískum upp- runa eru í sameiginlegri forsjá en 75 prósent barna ef báðir foreldrar voru af íslenskum uppruna. „Það er einnig athyglisvert að þriðjungur barna sem á móður af afrískum eða asískum uppruna en íslenskan föður býr hjá föður sínum en einungis sjö prósent barna af íslenskum uppruna eru búsett hjá föður,“ bendir Ari á. Þá eru börn í sameiginlegri forsjá sex sinnum líklegri til að eiga lögheimili hjá föður ef móðirin er af afrískum eða asískum uppruna en ef hún væri íslensk. Margrét Steinarsdóttir, formaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir niðurstöðurnar sláandi. „Þær kalla tvímælalaust á frekari rann- sóknir á því hverjar skýringarnar á þessu eru. Okkur dettur ýmis- legt í hug, við höfum heyrt konur af erlendum uppruna segjast hafa verið beittar þvingunum til þess að gefa eftir forræði barna sinna. Einnig segja sumar konur að þær telji betra fyrir barnið að faðirinn sé með forræði, sé hann íslenskur, því þannig sé aðgangur að föður- fjölskyldu barnsins betri og konan sjálf eigi enga fjölskyldu hér,“ segir Margrét. Konurnar hafi einnig nefnt fjárhagslegar ástæður, að fjár- hagsleg staða föðursins sé betri en þeirra. Karlar af erlendum uppruna fá síður forræði yfir börnunum sínum en ef þeir væru íslenskir, samkvæmt rannsókninni því 78 prósenta minni líkur eru á því að barnið eigi lögheimili hjá föður ef hann af asískum eða afrískum upp- runa. Að sögn Ara er skýrslan vonandi einungis fyrsta skrefið í rannsókn- um á þessum málum. „Við þurfum að rannsaka ástæðurnar fyrir þessu. Þær geta hugsanlega verið menningarbundnar en félagsleg staða innflytjenda hefur eflaust eitt- hvað að segja líka,“ segir Ari. „Við getum hins vegar ekki útilokað það að uppruninn sjálfur sé hluti af ástæðunni, að einhvers konar mis- munun eigi sér stað,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is „78 prósenta minni líkur eru á því að barnið eigi lögheimili hjá föður ef hann er af asískum eða afrískum uppruna.“  rannsókn Færri börn í sameiginlegri Forsjá Foreldrar af erlendum uppruna fá síður forræði Foreldrar af erlendum uppruna fá síður forræði yfir börnum sínum við skilnað en íslenskir samkvæmt nýrri rannsókn og sameiginleg forsjá er sjaldnar veitt sé annað foreldri af erlendum uppruna. Börn búa síður hjá mæðrum sínum eigi þær íslenskan föður og móður af erlendum uppruna en ef báðir foreldrar væru af ís- lenskum uppruna. Konur af afrískum eða asískum uppruna sem eiga barn með íslenskum manni eru síður með forræði yfir börnum sínum en mæður af íslenskum uppruna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.