Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 20
Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 24 7 Eldvarnarpakki 1 Tilboðsverð í vefverslun 14.668 kr. Listaverð 22.741 kr. Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 2 Tilboðsverð í vefverslun 20.937 kr. Listaverð 32.460 kr. Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Listaverð 20.772 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Listaverð 11.171 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Listaverð 21.980 kr. Börn sem foreldrarnir eyðileggja Björgum börnunum frá foreldrum sínum F yrst varð ég reið – svo reið – yfir því sem tvær unglings-stúlkur gátu gert annarri í miðbæ Reykjavíkur fyrir nítján árum. Ég varð stúlkunum reið. Þær stálu af henni framtíðinni. Með því að sparka ítrekað í höf- uðið á henni svo hún varð örkumla á eftir, líkt og ég segi frá í viðtali mínu við Guðrúnu Jónu Jónsdóttur hér í blaðinu. Þær rændu hana ekki líf- inu – því hún lifði af, naum- lega – en þær rændu hana þróttinum, getunni til tjá- skipta, möguleikunum á að eignast fjölskyldu, frelsinu til að lifa sjálfstæðu lífi. Hver gerir svona lagað? Tvær unglingsstúlkur 16 og 14 ára, alvarlega brengl- aðar vegna neyslu vímu- efna. Saga þeirra er athyglisverð og vekur mann til umhugsunar. Sú 16 ára fékk þriggja ára fangelsisdóm, sat inni í Kvennafangelsinu þar sem hún forhertist í neyslu. Hún endaði sjálf líf sitt eftir stutta hörmungaævi – átti ef til vill aldrei séns. Hún hafði eignast tvö börn sem voru tekin af henni vegna vímuefnaneyslu. Þeim var vonandi bjargað í tæka tíð. Henni hafði sjálfri ekki verið bjargað. Hún hafði alist upp á heimili þar sem foreldrarnir voru vímuefnaneyt- endur og „dílerar“. Þegar hún leidd- ist sjálf út í neyslu var enginn til að hjálpa henni. Foreldrarnir gátu það ekki – og enginn annar gerði það. Hún átti ef til vill aldrei séns. Þegar ég hafði kynnt mér sögu þeirra og talað við yngri stúlkuna, sem núna er orðin fullorðin kona, þriggja barna móðir, og barnsföður eldri stúlkunnar hætti ég að vera reið stúlkunum. Ég varð reið samfé- laginu. Samfélaginu, sem lætur það viðgangast að barn þurfi að alast upp á heimili hjá foreldrum sem eru gjör- samlega ófærir um að sinna foreldra- hlutverki sínu sökum neyslu. Svo al- gjörlega óhæfir foreldrar að þeir gera illt verra, þeir skemma barnið sitt. Því yngri stúlkan hafði breyst. Hún var svo heppin, að eigin sögn, að hún átti fjölskyldu sem gat gripið í taumana, sem gat varnað því að hún ynni fleiri voðaverk. Þetta eina var nóg. Miklu meira en nóg. Hún hefur varið ævinni í að reyna að bæta fyrir það sem hún gerði – en það er ekki hægt. Guðrún Jóna fær aldrei aftur máttinn. Hún fær aldrei frelsið á ný. En eldri stúlkan var ekki svona heppin. Hún átti engan að sem gat hjálpað henni. Einn dómaranna í árásarmáli Guð- rúnar Jónu hafði varað við þessu. Hann óttaðist að fangelsisvist gæti gert út um eldri stúlkuna – hún þyrfti annars konar hjálp en betrun- arvist. Ef til vill hafði hann rétt fyrir sér. Það munum við aldrei fá að vita. Hið eina sem við vitum fyrir víst er að fangelsisvistin varð stúlkunni ekki til betrunar. Líf hennar var ein hörmungarsaga. Árið 2009 varð hún völd að því að önnur manneskja ör- kumlaðist. Hún ók undir áhrifum vímuefna framan á annan bíl með þeim afleiðingum að ökumaður hins bílsins fékk alvarleg höfuðmeiðsl og heilaskaða. Til eru þeir sem vilja loka þá inni að eilífu sem vinna voðaverk sem þessi. Ég skil þau sjónarmið vel. Ég á sjálf 15 ára dóttur og get því reynt að setja mig í spor foreldris sem missir barn með þessum hætti. Því auðvi- tað er þetta missir. Þótt barnið látist ekki eru draumarnir og vonirnar um framtíð barnsins dánir. Í mínum huga snýst þetta um ann- að. Þetta snýst um rétt barna til að lifa mannsæmandi lífi. Um rétt barnanna til að hljóta ástríkt og heilbrigt upp- eldi þar sem þörfum þeirra, andleg- um og líkamlegum, er sinnt. Fyrir fáeinum vikum kom 14 ára stúlka fram á fundi forvarnar- og fræðsluhóps um velferð barna og unglinga, Náum áttum, og sagði frá reynslu sinni af því að alast upp á heimili með áfengissjúkum foreldr- um. Hún var tekin af heimili sínu 11 ára en hefði viljað að barnaverndar- yfirvöld hefðu gripið í taumana mun fyrr. Henni var bjargað og lifir nú heil- brigðu lífi. Hvað með hin börnin þrjú hundruð sem barnaverndaryfirvöld fá til- kynningu um að séu vanrækt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra árlega? Er þeim öllum bjargað? Erum við að gera nóg fyrir þessi börn? Ég er hrædd um að svo sé ekki. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll VikAn í tölum 140 málverk úr búi SPRON verða boðin upp hjá Gallerí Fold næsta sunnudag og mánudag. Á meðal verkanna eru tvö stór sjómannaverk Gunnlaugs Scheving og nokkur verk eftir Jóhannes Kjarval. 254 hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa sagt starfi sínu lausu vegna óánægju með kjör sín. Alls starfa 1.348 hjúkrunarfræð- ingar á spítalanum. 20 ár eru síðan fyrsta sms-ið var sent.600 milljónum króna er áætlað að gestir Þjóðhátíðar síðasta sumar hafi eytt á hátíðinni. Að meðaltali eyddi hver gestur 22.700 krónum dag hvern. 19,3 prósent meiri velta var á fasteignamarkaði í nóvember heldur en í mánuðinum á undan. 326 milljóna króna tap var á rekstri Latabæjar ehf. í fyrra. 18 fréttir Helgin 7.-9. desember 2012 vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.