Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 22
Verkefnið vonlausa
Mér finnst illa komið fyrir Alþingi Íslendinga.
Mér finnst sorglegt í hvaða stöðu við erum
komin. Við ráðum ekki við hlutverk okkar og
við höfum brugðist þeim sem kusu okkur. Það
er enginn sem að getur breytt Alþingi nema við.
Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar, er orðin
leið á málþófi og skætingi í vinnunni.
Rómantíkin getur verið súr
Kannski hefði ég ekki átt að vera svona róman-
tískur, heldur hafa vaðið fyrir neðan mig.
Kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang
Nubo er reiður og sendi Íslendingum tóninn
í viðtali við Bloomberg en hann telur yfirvöld
hafa dregið sig á asnaeyrunum í landakaupa-
málum.
Skilinn út undan
Já mér var haldið utan við þetta. Mjög mörgum hlutum í Mile-
stone var haldið frá mér.
Steingrímur Wernersson fékk ekki að vera með í Vafnings-
fléttunni með Karli, bróður sínum, og fleiri og gerði grein
fyrir þeim leiðindum fyrir héraðsdómi.
Hvar er ég?
Veistu ég er nú ekki mættur hingað í einhverja
opinbera yfirheyrslu er það?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, bar vitni í Vafnings-málinu fyrir
héraðsdómi og þótti fréttamaður Sjónvarpsins
spyrja sig af ákefð saksóknara út í málið.
En Illugi talaði í klukkutíma!
Ég gefst upp á þessum þingmanni. Það er ekki hægt að fá
hér eina eða tvær mínútur til að ræða um störf
þingsins og þurfa endalaust að svara spurn-
ingum utan úr sal. Þetta er ekki boðlegt.
Álfheiður Ingadóttir fékk sig fullsadda
af frammíköllum Ragnheiðar Elínar
Árnadóttur Sjálfstæðisflokki sem greip fram
í fyrir henni.
Vikan sem Var
Jólaævintýramatseðill 2012
með piparrótarfrauði og rauðrófumauki
Léttsteiktur hörpudiskur
með sætumkartöflum, mangómauki og
rauðvínssoði
Kastaníuhnetufyllt kalkúnabringa
Val á milli 3 aðalrétta:
kremuð með reyktum humri
Vatnakarsa- og blaðlauks súpa
4 rétta:
með beikon kartöflum,
seljurótarmauki og jarðsveppaolíu
Lambafilet Wellington
með fíkjum, eplum og rauðkáli
Andabringur
er eftirréttur með ís og ítölskum
marengs með Grand-Marnier
sæteggjaköku, flamberaður með
koníaki eða rommi
Bakaður Alaska
Verð 8.990.- kr.
restaurant
Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | fjalakotturinn@fjalakotturinn.is | www.fjalakotturinn.is
25% afsláttur er af jólaseðlinum sunnudaga – miðvikudaga!
G etur verið að umræð-an um stöðu barna sem búa á tveimur
heimilum sé einhæf? Algengt
er að efnaminni foreldrar í
þessari stöðu standi höllum
fæti í samfélaginu. Mikil
streita fylgir því að takast á
við það fyrirkomulag að ala
barn upp á tveimur heimilum.
Hinsvegar er einnig áhuga-
vert að umræða um hvernig
auka má líkur á að börn alist
upp á einu heimili með báð-
um foreldrum heyrist varla.
Hér á eftir verður fjallað um
hvernig auka má til muna
líkurnar á að börn alist upp með báðum
foreldrum við barnvæn skilyrði. Þetta
verður best gert með því að nýrri þekk-
ingu sé beitt til að styrkja unga foreldra í
uppeldishlutverkinu.
Félag um foreldrajafnrétti efndi til
ráðstefnu í febrúar síðastliðnum. Fyrsti
ræðumaður á ráðstefnunni var Magnús
Orri Schram þingmaður sem talaði um
breytta tíma og sagði m.a. frá því að þegar
stjúpdóttir hans hóf grunnskólagöngu
voru fimmtán börn af tuttugu og fjórum í
hennar bekk ekki alin upp af báðum kyn-
foreldrum sínum. Þingmaðurinn nefndi
einnig að mikilvægt verkefni þeirra sem
standa að löggjöfinni, sem og fulltrúum
framkvæmdavaldsins, er að gefa fagfólki
á hverju sviði sem allra bestu verkfærin
til að ná árangri í störfum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu
Íslands er hæsta tíðni sambandsslita hjá
pörum þegar börn þeirra eru á aldrinum
0-3 ára. Meira en helmingur þeirra tutt-
ugu og tvö þúsund barna sem ekki búa
með báðum foreldrum voru á leikskóla-
aldri og yngri þegar foreldrar
þeirra slitu samvistum. Alltof
mörg þessara barna eiga í
framhaldinu ekki sterk til-
finningaleg tengsl við föður
sinn.
Árið 1957 kom út rannsókn
eftir félagsfræðinginn E.E.
LeMasters sem sýndi að 83%
para upplifðu minni ánægju
í sambandinu eftir fæðingu
barns. Fjöldi rannsókna hafa
síðan staðfest að þetta er
upplifun meirihluta para. Í
hópnum sem upplifir minni
ánægju er tíðni skilnaða
helmingi hærri. Dr. Sigrún
Júlíusdóttir félagsráðgjafi sem var einnig
meðal frummælenda á fyrrnefndri ráð-
stefnu Félags um foreldrajafnrétti, fjallaði
þar um sérlega góðan árangur af nám-
skeiðum hjónasérfræðinganna John og
Julie Gottman fyrir verðandi foreldra og
foreldra ungbarna. Gottman hjónin voru í
júní síðastliðnum með tveggja daga nám-
skeið fyrir fagfólk sem 90 manns sóttu, og
einnig fyrirlestur í Hörpu fyrir almenning
þar sem um 450 manns mættu.
Yfir 200 pör hér á landi hafa sótt
tólf klukkustunda námskeið Gottman-
hjónanna frá árinu 2008. Námskeiðinu er
ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum
að viðhalda og efla parasambandið sam-
hliða því að takast á við foreldrahlut-
verkið. Úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkur-
borgar bendir til þess að þátttakendur á
námskeiðinu séu almennt mjög ánægðir
með námskeiðið en þeir gáfu því meðal-
einkunnina 4,4 af 5 mögulegum. Jafnrétt-
isráð kynnti sér á árinu 2009 námskeið
Gottman hjónanna og mælir með því sem
árangursríkri leið.
Rannsókn á árangri af námskeiði Gott-
manhjónanna sem birt var á árinu 2007
sýndi að af þeim hjónum/pörum sem
sóttu námskeiðið upplifa aðeins 22,5% að
gæði parasambandsins minnki eftir fæð-
ingu barns. Önnur jákvæð niðurstaða er
að bæði feður og mæður sem sóttu nám-
skeiðið voru næmari fyrir þörfum barna
sinna og brugðust betur við þeim. Þetta
átti sérstaklega við um feðurna. Börn
þessa hóps sýndu einnig merki um minni
streitu og brostu meira.
Háttvirtur þingmaður Magnús Orri
Schram tiltók á fyrrnefndri ráðstefnu
að verkefni þeirra sem standa að lög-
gjöfinni sé að gefa fagfólkinu sem allra
bestu og fjölbreyttustu verkfærin til að
ná árangri í störfum. Því eggja ég hann
hér lögeggjan að kynna sér og leggja sitt
af mörkum til að efla forvarnir sem hjálpa
verðandi feðrum og mæðrum að aðlagast
foreldrahlutverkinu. Þannig má koma í
veg fyrir þann mannlega harmleik sem
gerist allt of oft við sambúðarslit. Þar með
einnig minnka útgjöld foreldra vegna lög-
fræðideilna, minnka útgjöld samfélagsins
vegna þúsunda barnaverndarmála, geð-
vandamála og ofbeldis af öllum gerðum.
Síðan má ekki gleyma því að ónæmiskerfi
barna sem alast upp við traustar aðstæður
verður sterkara, þeim vegnar betur í námi
og þau verða síður fyrir einelti.
Ég á mér þá von að fram komi á Alþingi
okkar Íslendinga forystumenn sem átta
sig á að kannski er það mikilvægasta fyrir
samfélagið að vinna með hagkvæmum og
skilvirkum aðferðum að því verkefni að
efla fjölskyldulíf ungra foreldra. Þannig
geta alþingismenn gert sitt til að sem
flest leikskólabörn geti á hverjum degi
leikið heima hjá sér – bæði við mömmu
og pabba!
Efling fjölskyldulífs ungra foreldra
Leikskólabörn leiki við mömmu og pabba
Ólafur Grétar
Gunnarsson
fjölskyldu- og hjóna-
ráðgjafi
20 viðhorf Helgin 7.-9. desember 2012